Síða 1 af 1

Smoterí vandræði

Sent: Lau 07. Jan 2006 08:17
af GrutuR*
Þannig er að eg var svo duglegur og var að taka til i herberginu minu og áhvað að taka tölvuna i gegn og teingja hana aftur þar sem allar snurur voru orðar svo flæktar :lol: Þannig er að eg setti þetta allt saman (alveg rétta skom) enn einvhað er að eg get alveg kveikt a tölvuni og enn skjamyndinn kemur ekki i skjainn eða skjarinn er alveg okey bara kemur no signal..... Eg var að husa hvort móðuborðið lesi minnið og gáði af þvi og það var alveg fast i allavegana :wink:

Ef einhver veit hvað getur verið að þá bara tjá sig

þetta er alveg ný tala eða svona 2 mánaða gömul

Innihald:

AMD Athlon 64 X2 Dual Core 4400+
1 GB DDR
MSI K8N SLI Platinum
500W Fortron Blue Storm
Acer 19" viewable skjár

jam

Sent: Lau 07. Jan 2006 08:20
af GrutuR*
og 7800gt skjkort

Sent: Lau 07. Jan 2006 08:22
af fallen
Prófaðu að reseta cmos, mundu bara eftir að stilla biosinn aftur..

Sent: Lau 07. Jan 2006 09:36
af Daz
Ég verð að játa að mér þykir bilanagreiningin fremur áhugaverð, þú kippir öllum snúrum úr sambandi og setur aftur í samband og færð þá "no signal" á skjáinn og athugar þá minnið. Ég myndi nú bara athuga hvort þú hafir brotið pinna í skjátenginu eða hvort skjárinn er yfirleitt tengdur við tölvuna.

jamm

Sent: Sun 08. Jan 2006 22:08
af GrutuR*
eg atugaði það auðvitað fyrst :lol:

Sent: Sun 08. Jan 2006 22:56
af @Arinn@
fallen skrifaði:Prófaðu að reseta cmos, mundu bara eftir að stilla biosinn aftur..


Ertu búinn að þessu ?

Sent: Mán 09. Jan 2006 15:48
af Rusty
Nýbúin að lenda í því sama. Ætlaði að taka viftuna af skjákortinu mínu og setja örgjörva viftu í staðin (eitthvað sem fylgdi örgjörvanum, en er með zalman á honum), en eftir að hafa losað allar skrúfur var viftan enn pikk föst. Þannig, ég lagaði til eftir mig, hennti skjákortinu aftur inn, og teipaði bara örgjörvaviftuna tvem slottum neðar svo hún dæli köldu lofti á skjákortið. Þegar það var búið prófaði ég að kveikja á tölvunni. Í fyrstu pípaði skjákortið alveg rosalega, en það var því ég gleimdi að tengja rafmagn við það. En svo loksins þegar ég var búin að tengja allt saman kom engin mynd á skjáinn. Ég slökkti þá á henni, kippti skjákortinu úr, blés á það í örvæntingu, og setti það aftur inn. Ekkert virkaði. Fiktaði eitthvað enn meira en ætlaði ekki að fá þetta til að virka. Þannig í lokin, tók ég skjákortið úr, fúll yfir því, og horfði bara á það er ég hélt á því. Hennti því svo bara aftur inn frekar svekktur. En uppá fönnið setti ég það aftur inn og kveikti á tölvunni, og voila. Allt lagað...

Sent: Mán 09. Jan 2006 19:22
af urban
þú hefðir getað fest viftuna aftur... kveikt á tölvunni og látið hana ganga í ca 20 mín og tekið þá örgjörva viftuna af (líklegast)

Sent: Mán 09. Jan 2006 20:29
af corflame
Uss, þegar ég sé svona lagað þá dettur mér fyrst í hug perlur og viss tegund af klaufdýrum ;)

Sent: Mán 09. Jan 2006 21:31
af appel
Þú hefur rekið þig í skjásnúruna, og hún hefur *ýtt* við AGP/PCIE kortinu þínu þannig að það sitji ekki lengur rétt í raufinni. Þú verður að opna kassann og taka kortið úr, og svo setja það aftur rétt inn, og þrýsta því sæmilega vel inn og hananú.

Hef nokkrum sinnum lent í þessu áður.

Sent: Mán 09. Jan 2006 22:22
af Dust
Corflame skrifaði:Uss, þegar ég sé svona lagað þá dettur mér fyrst í hug perlur og viss tegund af klaufdýrum :wink:



Hahahaha góður, en ljótt diss :roll:

Sent: Þri 10. Jan 2006 08:58
af gnarr
appel skrifaði:Þú hefur rekið þig í skjásnúruna, og hún hefur *ýtt* við AGP/PCIE kortinu þínu þannig að það sitji ekki lengur rétt í raufinni. Þú verður að opna kassann og taka kortið úr, og svo setja það aftur rétt inn, og þrýsta því sæmilega vel inn og hananú.

Hef nokkrum sinnum lent í þessu áður.


Notaru ekki skrúfur í kassanum þínum??? :? ég held að þetta sé nú vææægast sagt sjaldgæft vandamál.

athuga tengingar...

Sent: Þri 10. Jan 2006 12:28
af arnibjorn
OK... þetta hljómar nú eins og e-h voða einfalt.
Þú tókst allt úr sambandi, settir allt í samband aftur og þá er skjárinn bilaður....
Athugaðu tengingarnar aftur.. gættu þess að skjárinn er tengdur í skjákortið en ekki í on-board skjákortið á móðuborðinu.

Sent: Lau 14. Jan 2006 10:18
af Mazi!
þetta er mjög sennilega það að skjárinn sé bilaður eða skjákortið situr ekki alveg í raufini.

Sent: Lau 14. Jan 2006 17:25
af Rusty
maro skrifaði:þetta er mjög sennilega það að skjárinn sé bilaður eða skjákortið situr ekki alveg í raufini.

Skjárinn gefur nú upp no signal.

Sent: Mið 18. Jan 2006 09:44
af orto
Ætlaði að taka viftuna af skjákortinu mínu og setja örgjörva viftu í staðin (eitthvað sem fylgdi örgjörvanum, en er með zalman á honum), en eftir að hafa losað allar skrúfur var viftan enn pikk föst.


Ef viftan er pikkföst á skjákortinu, taktu þá hárblásara, kveiktu á honum og blástu heitu lofti á kortið í smástund. Það hitar upp límið sem að er undir skjákortskælingunni. Núna ættir þú að geta fjarlægt kælinguna. Settu svo hreinsispritt á eyrnarpinna og fjarlægðu límið af örgjörvanum á skjákortinu.

Sent: Mið 18. Jan 2006 09:46
af Rusty
orto skrifaði:
Ætlaði að taka viftuna af skjákortinu mínu og setja örgjörva viftu í staðin (eitthvað sem fylgdi örgjörvanum, en er með zalman á honum), en eftir að hafa losað allar skrúfur var viftan enn pikk föst.


Ef viftan er pikkföst á skjákortinu, taktu þá hárblásara, kveiktu á honum og blástu heitu lofti á kortið í smástund. Það hitar upp límið sem að er undir skjákortskælingunni. Núna ættir þú að geta fjarlægt kælinguna. Settu svo hreinsispritt á eyrnarpinna og fjarlægðu límið af örgjörvanum á skjákortinu.

Var þetta þá bara hitakrem sem hélt þessu föstu eða?