Síða 1 af 1
Einhver sem kannast við Fourze aflgjafa?
Sent: Fim 28. Des 2023 01:33
af agnarkb
Er að leita að aflgjafa ca 650-750W á þokkalegu verði og sé að Computer.is er að selja aflgjafa frá einhverju dönsku kompaníi sem heitir Fourze Gaming, finn engar upplýsingar um þessi power supply sem svosem þarf ekki að þýða að þetta sé eitthvað drasl en ég er samt varkár með þetta. En er einhver hér með reynslu af þessu merki eða getur fundið út hver er OEM fyrir þetta, Great Wall, Seasonic, einhverjir aðrir?
Re: Einhver sem kannast við Fourze aflgjafa?
Sent: Fim 28. Des 2023 07:18
af Moldvarpan
Talaðu bara við gunni91 fyrir góðan díl
Svo eru líka ódýrir gamemax til í kisildal.
Re: Einhver sem kannast við Fourze aflgjafa?
Sent: Fim 28. Des 2023 14:44
af Langeygður
Seasonic, corsair, og Be quiet. Einungis kaupa dýrustu gerðirnar af öðrum framleiðendum. Ekki spara á aflgjafanum.
Re: Einhver sem kannast við Fourze aflgjafa?
Sent: Fim 28. Des 2023 14:50
af agnarkb
Langeygður skrifaði:Seasonic, corsair, og Be quiet. Einungis kaupa dýrustu gerðirnar af öðrum framleiðendum. Ekki spara á aflgjafanum.
Að sjálfsögðu. Er ekki hrifinn af low end PSUs en þetta er í build fyrir frænda og ég er að skoða markaðinn með hvað er í boði í kringum 20 kallinn.
Re: Einhver sem kannast við Fourze aflgjafa?
Sent: Fim 28. Des 2023 15:02
af Langeygður
Re: Einhver sem kannast við Fourze aflgjafa?
Sent: Fim 28. Des 2023 17:28
af jonsig
Skal veðja handlegg að þetta er "garbo Tier Psu"
Þetta er líklega bara kínverskt rebrand sem hagar sér örugglega "OK" í tölvu sem er ekki með einhverju skjákorti. Og langt frá 100% álagi.
Það er búið að loka realhardtechx.com þá hefði verið kannski hægt að finna út OE. En garbo tier psu review eru varla til staðar lengur eftir að jonnyguru hætti.
Það er möguleiki að fá fínt psu frá corsair ef maður fer ekki í það allra ódýrasta, en láta low- end seasonic eiga sig.
Gætir bætt 2þ kr við og fengið BeQuiet! System Power 10 750W 80+Bronze hjá computer, og ert þá kominn í mid tier psu í staðinn fyrir low- eða garbo tier aflgjafa.
Re: Einhver sem kannast við Fourze aflgjafa?
Sent: Fim 28. Des 2023 18:25
af agnarkb
jonsig skrifaði:Skal veðja handlegg að þetta er "garbo Tier Psu"
Þetta er líklega bara kínverskt rebrand sem hagar sér örugglega "OK" í tölvu sem er ekki með einhverju skjákorti. Og langt frá 100% álagi.
Það er búið að loka realhardtechx.com þá hefði verið kannski hægt að finna út OE. En garbo tier psu review eru varla til staðar lengur eftir að jonnyguru hætti.
Það er möguleiki að fá fínt psu frá corsair ef maður fer ekki í það allra ódýrasta, en láta low- end seasonic eiga sig.
Gætir bætt 2þ kr við og fengið BeQuiet! System Power 10 750W 80+Bronze hjá computer, og ert þá kominn í mid tier psu í staðinn fyrir low- eða garbo tier aflgjafa.
Já ég finn engar upplýsingar um neitt varðandi "dodgy" aflgjafa eftir að Jonny hætti. En er búinn að græja RM750x hér á Vaktinni, RM línan aldrei brugðist mér. Annars er ofboðslega slappur PSU markaðurinn hér á landi finnst mér.
Re: Einhver sem kannast við Fourze aflgjafa?
Sent: Fim 28. Des 2023 18:51
af jonsig
Já, málið með dodgy psu þá eru þessir kallar sem vita eitthvað eins og tomshardware ekki að reviewa neitt nema það sé sponsað.
Það er bara enginn að fara sponsa eitthvað fourza garbo tier psu. Hvað þá framleiðandinn eða rebranderinn !
Ég hefði haldið að ef þetta fourza væri eitthvað dót með viti , þá væri "framleiðandinn" búinn að senda prufueintak til tomshardware eða annara álíkra.
Ég keypti mér síðast bara eld gamalt corsair AX760 og gerði það upp. Nota það við 13900kf/3080ti