Síða 1 af 1

Tölvuskkjáir

Sent: Þri 26. Des 2023 20:19
af Hannes Adam
Er að leita að tölvuskjá notaður fyrir PC og PS5 og Xbox Series X Er að pæla í öðrum af þessum https://elko.is/vorur/samsung-32-odysse ... AG520PPXEN https://kisildalur.is/category/18/products/2965 Hvor þessara er betri?

Re: Tölvuskkjáir

Sent: Þri 26. Des 2023 23:40
af Danni V8
Annar er IPS (Samsung), hinn er VA (ASRock).

Munurinn er margþáttur, t.d. að VA er með dýpri contrast ratio, það er að segja munurinn á milli svartra og hvítra pixla er meiri á VA skjánum en IPS skjánum.
IPS er hinsvegar með betri response time, hann er fljótari að skipta á milli hvítrar og svartrar myndar þannig það er minna ghosting í þeim. Þeir eru einnig með meira viewing angle þannig litirnir breytast ekki við það að horfa á skjáinn frá öðrum sjónarhornum.

Af skjá í þessum verðflokki, þá hugsa ég að IPS skjárinn sé betri.

Re: Tölvuskkjáir

Sent: Mið 27. Des 2023 07:35
af audiophile
Ég myndi taka Samsung skjáinn þar sem hann er IPS. Danni kom með góða punkta um kosti og galla IPS vs VA. Ég átti skjá með VA panel í stuttan tíma og tók eftir ghosting og endaði með að skila honum og fá mér skjá með IPS.

Re: Tölvuskkjáir

Sent: Mið 27. Des 2023 08:27
af Moldvarpan
Danni V8 skrifaði:Annar er IPS (ASRock), hinn er VA (Samsung).

Munurinn er margþáttur, t.d. að VA er með dýpri contrast ratio, það er að segja munurinn á milli svartra og hvítra pixla er meiri á VA skjánum en IPS skjánum.
IPS er hinsvegar með betri response time, hann er fljótari að skipta á milli hvítrar og svartrar myndar þannig það er minna ghosting í þeim. Þeir eru einnig með meira viewing angle þannig litirnir breytast ekki við það að horfa á skjáinn frá öðrum sjónarhornum.

Af skjá í þessum verðflokki, þá hugsa ég að IPS skjárinn sé betri.


Þetta er öfugt hjá þér. Samsung IPS og ASRock VA.

Ég myndi taka samsung skjáinn.

Re: Tölvuskkjáir

Sent: Mið 27. Des 2023 09:15
af Danni V8
Moldvarpan skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Annar er IPS (ASRock), hinn er VA (Samsung).

Munurinn er margþáttur, t.d. að VA er með dýpri contrast ratio, það er að segja munurinn á milli svartra og hvítra pixla er meiri á VA skjánum en IPS skjánum.
IPS er hinsvegar með betri response time, hann er fljótari að skipta á milli hvítrar og svartrar myndar þannig það er minna ghosting í þeim. Þeir eru einnig með meira viewing angle þannig litirnir breytast ekki við það að horfa á skjáinn frá öðrum sjónarhornum.

Af skjá í þessum verðflokki, þá hugsa ég að IPS skjárinn sé betri.


Þetta er öfugt hjá þér. Samsung IPS og ASRock VA.

Ég myndi taka samsung skjáinn.


ÚPS! haha var þreyttur þegar ég skrifaði þetta. Þakka ábendinguna, búinn að edita.

Re: Tölvuskkjáir

Sent: Mið 27. Des 2023 09:35
af Danni V8
audiophile skrifaði:Ég myndi taka Samsung skjáinn þar sem hann er IPS. Danni kom með góða punkta um kosti og galla IPS vs VA. Ég átti skjá með VA panel í stuttan tíma og tók eftir ghosting og endaði með að skila honum og fá mér skjá með IPS.


Þetta er nefnilega málið með ódýrari VA skjái.
Hef átt tvo Samsung bogadregna skjái, annar Samsung Odyssey G5, hinn Samsung Odyssey G7. Báðir 32" 1440p VA. G5 var 144hz og G7 240hz. G7 skjárinn kostaði sama og tveir G5 (65k vs 130k). En munurinn á myndgæði er ótrúlegur. Spila GTA V mikið og þegar það var nótt in game var ghosting alveg rosalega slæmt í G5 skjánnum, en er ekki einu sinni til staðar á G7.

Ástæðan fyrir því að ég keypti G7 skjáinn var því að ég hélt að hann væri ekki VA, en á Elko síðunni fyrir hann er hann hvergi auglýstur sem VA heldur bara QLED. Komst síðan að því þegar ég skoðaði Samsung síðuna eftir að ég keypti hann að hann er VA, hefði eflaust ekki keypt hann ef ég hefði kynnt mér þetta betur fyrst.

Þannig það er hægt að fá góða VA panela sem eru án ghosting, en þeir kosta bara tvöfallt meira.. Er núna að bíða eftir 32" 4K OLED panelunum sem eiga að koma 2024 :D

Re: Tölvuskkjáir

Sent: Mið 27. Des 2023 10:34
af audiophile
Já margir Samsung skjáir hafa því miður verið VA og ekki góðir en þessi G5 er IPS sem betur fer og virðist koma vel út.

En auðvitað er OLED geitin.