Síða 1 af 1

Mekanísk lyklaborð - smíði

Sent: Fim 07. Des 2023 11:02
af hlh313
Eru einhverjir hér að fikta í að setja saman mekanísk lyklaborð?
Einhverjar grúppur fyrir spjall eða verslanir fyrir íhluti sem væri gott að vita um ef maður hefur áhuga á slíku?

Re: Mekanísk lyklaborð - smíði

Sent: Fim 07. Des 2023 11:52
af ekkert
Hef sett saman nokkur kit sem innihalda flest allt sem þarf til nema svissa, lyklahatta og jafnvægisstangir.
Eða áttu við að hanna hulstrið frá grunni og jafnvel PCB plötuna líka?

Re: Mekanísk lyklaborð - smíði

Sent: Fim 07. Des 2023 12:30
af YellowSuB
Veit bara af einni feisbúk grúppu sem er ekkert sérlega virk 'Samfélag lyklaborðsáhugamanna' eða eitthvað heitir hún. Poppar einstaka sinnum upp eitthvað sem hægt er að versla af fólkinu þar, en annars ekki mjög virk umræða, en held að flestar spurningar séu svaraðar samt.

Re: Mekanísk lyklaborð - smíði

Sent: Fim 07. Des 2023 18:49
af hlh313
ekkert skrifaði:Hef sett saman nokkur kit sem innihalda flest allt sem þarf til nema svissa, lyklahatta og jafnvægisstangir.
Eða áttu við að hanna hulstrið frá grunni og jafnvel PCB plötuna líka?


Hvar hefurðu verið að kaupa kit og íhluti?
Ég var bara að spá í svipuðu dæmi :)

Re: Mekanísk lyklaborð - smíði

Sent: Fim 07. Des 2023 18:49
af hlh313
YellowSuB skrifaði:Veit bara af einni feisbúk grúppu sem er ekkert sérlega virk 'Samfélag lyklaborðsáhugamanna' eða eitthvað heitir hún. Poppar einstaka sinnum upp eitthvað sem hægt er að versla af fólkinu þar, en annars ekki mjög virk umræða, en held að flestar spurningar séu svaraðar samt.


Oh er ekki að finna hana á Facebook. Ef þú getur linkað hana þá væri það vel þegið

Re: Mekanísk lyklaborð - smíði

Sent: Fim 07. Des 2023 20:42
af ekkert
Fb grúppan: https://www.facebook.com/groups/1771119566494456

hlh313 skrifaði:
ekkert skrifaði:Hef sett saman nokkur kit sem innihalda flest allt sem þarf til nema svissa, lyklahatta og jafnvægisstangir.
Eða áttu við að hanna hulstrið frá grunni og jafnvel PCB plötuna líka?


Hvar hefurðu verið að kaupa kit og íhluti?
Ég var bara að spá í svipuðu dæmi :)


Hef keypt frá kbdfans.com (shippa frá asíu en berst hingað nokkuð hratt), prototypist.net shippa frá bretlandi og modedesigns.com frá US :money

Veit ekki hvað þú hefur áhuga á en prototypist er t.d. núna með Zoom 75 á um 200£ sem er ansi þéttur pakki fyrir peninginn.

Re: Mekanísk lyklaborð - smíði

Sent: Fös 08. Des 2023 16:31
af jonsig
Var ekki hægt að fá ibm clone lyklaborð frá unicomp ?

Re: Mekanísk lyklaborð - smíði

Sent: Fös 08. Des 2023 23:19
af robbisexy
Mæli með kbdfans, getur keypt diy kit með öllu sem þarf. Keypti Tofu60 fyrir ári og mæli með því en held að það sé komið út tofu60 v2 og tofu65 v2. Tók þetta um 10 daga að koma frá kína og úm jólin.