Síða 1 af 1

örgjörva vandræði

Sent: Þri 05. Des 2023 15:18
af Oxide
Ég byggði tölvu snemma í vor sem átti að vera algjör harðjaxl en er orðin að aumingja.
ASUS Z790 Creator móðurborð, i9-13900ks örri, 128GB DDR5 minni, 4090 skjákort, Arctic Liquide Freezer II 360 kæling og 1500W aflgjafi.
Þetta virkaði vel þangað til í haust að eitthvað gerðist. Núna þolir tölvan EKKERT álag og drepur á því sem lætur álagið eitthvað fara upp.
Ég hélt fyrst að það hefði kannski eitthvað misfarist í stýrikerfinu (windows 11 pro) svo ég setti það upp aftur en það er sama sagan. MemTest hefur verið keyrt án vandræða svo spurningin er hvort að örrinn sé hreinlega að gefa upp öndina. BIOS-inn var keyrður með AI Overclocking enabled en ég held að það hafi nú verið eitthvað minimal sem það hafði áhrif á allt heila klabbið en ég er ekki mikið inni í OC málum. BIOS-inn var uppfærður eftir þessi vandræði og er núna sá nýjasti í vélinni en alveg sömu vandræðin.
Er eitthvað sem ég er ekki að fatta eða skilja?

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 05. Des 2023 15:26
af andriki
Oxide skrifaði:Ég byggði tölvu snemma í vor sem átti að vera algjör harðjaxl en er orðin að aumingja.
ASUS Z790 Creator móðurborð, i9-13900ks örri, 128GB DDR5 minni, 4090 skjákort, Arctic Liquide Freezer II 360 kæling og 1500W aflgjafi.
Þetta virkaði vel þangað til í haust að eitthvað gerðist. Núna þolir tölvan EKKERT álag og drepur á því sem lætur álagið eitthvað fara upp.
Ég hélt fyrst að það hefði kannski eitthvað misfarist í stýrikerfinu (windows 11 pro) svo ég setti það upp aftur en það er sama sagan. MemTest hefur verið keyrt án vandræða svo spurningin er hvort að örrinn sé hreinlega að gefa upp öndina. BIOS-inn var keyrður með AI Overclocking enabled en ég held að það hafi nú verið eitthvað minimal sem það hafði áhrif á allt heila klabbið en ég er ekki mikið inni í OC málum. BIOS-inn var uppfærður eftir þessi vandræði og er núna sá nýjasti í vélinni en alveg sömu vandræðin.
Er eitthvað sem ég er ekki að fatta eða skilja?

geri ráð fyrir því að þú sért búin að fylgjast eth með hitatölum þegar þetta gerist ?

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 05. Des 2023 15:26
af kornelius
Mundi byrja á því að boot'a upp af Linux USB lykli og athuga hvort vélin sé eins, þá allavega veistu hvort málið er hardware eða software tengt.

My 2 Cents.

K.

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 05. Des 2023 15:26
af Hausinn
Getur þú lýst einkennin aðeins betur? Hvað gerist þegar þú reynir að keyra eitthvað álag?

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 05. Des 2023 15:32
af Oxide
andriki skrifaði:
Oxide skrifaði:Ég byggði tölvu snemma í vor sem átti að vera algjör harðjaxl en er orðin að aumingja.
ASUS Z790 Creator móðurborð, i9-13900ks örri, 128GB DDR5 minni, 4090 skjákort, Arctic Liquide Freezer II 360 kæling og 1500W aflgjafi.
Þetta virkaði vel þangað til í haust að eitthvað gerðist. Núna þolir tölvan EKKERT álag og drepur á því sem lætur álagið eitthvað fara upp.
Ég hélt fyrst að það hefði kannski eitthvað misfarist í stýrikerfinu (windows 11 pro) svo ég setti það upp aftur en það er sama sagan. MemTest hefur verið keyrt án vandræða svo spurningin er hvort að örrinn sé hreinlega að gefa upp öndina. BIOS-inn var keyrður með AI Overclocking enabled en ég held að það hafi nú verið eitthvað minimal sem það hafði áhrif á allt heila klabbið en ég er ekki mikið inni í OC málum. BIOS-inn var uppfærður eftir þessi vandræði og er núna sá nýjasti í vélinni en alveg sömu vandræðin.
Er eitthvað sem ég er ekki að fatta eða skilja?

geri ráð fyrir því að þú sért búin að fylgjast eth með hitatölum þegar þetta gerist ?


Þetta gerist frekar snögglega svo hitinn nær eiginlega ekkert að fara upp. Keyrði Furmark CPU burner með hita í kring um 90 og peaka í 95 gráðum áður en þetta gerðist

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 05. Des 2023 15:32
af Oxide
kornelius skrifaði:Mundi byrja á því að boot'a upp af Linux USB lykli og athuga hvort vélin sé eins, þá allavega veistu hvort málið er hardware eða software tengt.

My 2 Cents.

K.

Takk, tékka á því

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 05. Des 2023 15:35
af Oxide
Hausinn skrifaði:Getur þú lýst einkennin aðeins betur? Hvað gerist þegar þú reynir að keyra eitthvað álag?


Ég keyri eitthvað (hefur meira að segja verið nóg að reyna að unzippa skjali) eða Furmark CPU burner, allt fer í gang í svona 1-2 sek, ég sé CPU keyra upp í 100% og svo hættir burnerinn að keyra og CPU dettur niður í eitthvað 2% dól

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 05. Des 2023 15:40
af Hausinn
Oxide skrifaði:
Hausinn skrifaði:Getur þú lýst einkennin aðeins betur? Hvað gerist þegar þú reynir að keyra eitthvað álag?


Ég keyri eitthvað (hefur meira að segja verið nóg að reyna að unzippa skjali) eða Furmar CPU burner, allt fer í gang í svona 1-2 sek, ég sé CPU keyra upp í 100% og svo hættir burnerinn að keyra og CPU dettur niður í eitthvað 2% dól


Ertu með HWInfo á tölvunni? Myndi prufa að hafa það opið og keyra síðan Prime95 til þess að sjá hvernig hitastigið breytist. Annars ef forrit eru bókstaflega að frjósa er sennilegast eitthvað annað að, annað hvort sambandsleysi eða gallaður íhlutur. Prufaðu einnig að taka tölvuna í sundur og setja hana aftur saman ef þú hefur tök á því.

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 05. Des 2023 16:22
af nonesenze
Væntanlega búinn að ath hvort thermal pasteið sé orðið þurrt eða bara skipta um

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 05. Des 2023 17:25
af jonfr1900
Ertu búinn að athuga hvaða villur Windows er að koma með? Það er einnig eitthvað að böggum í Windows 11 með alla örgjörva.

Re: örgjörva vandræði

Sent: Mið 06. Des 2023 18:36
af Frussi
Hvaða týpa af aflgjafa er þetta?

Re: örgjörva vandræði

Sent: Fim 07. Des 2023 17:13
af Oxide
nonesenze skrifaði:Væntanlega búinn að ath hvort thermal pasteið sé orðið þurrt eða bara skipta um



Eitt af því fyrsta sem ég gerði

Re: örgjörva vandræði

Sent: Fim 07. Des 2023 17:15
af Oxide
Frussi skrifaði:Hvaða týpa af aflgjafa er þetta?


BeQuiet! DARK POWER PRO 12 1500W
(spekkarnir eru í undirskriftinni)

Re: örgjörva vandræði

Sent: Fim 07. Des 2023 17:30
af TheAdder
Ef ég er að skilja þig rétt, þá er windows ekki að hrynja, heldur forritin sem eru með keyrsluna. Þeir sem þekkja betur til vélbúnaðarins en ég, getur þetta verið eitthvað pinna vandamál?
Hefurðu prófað að reseata örgjörvann, og horfa aðeins á pinnana í leiðinni?

Re: örgjörva vandræði

Sent: Fim 07. Des 2023 17:38
af Oxide
TheAdder skrifaði:Ef ég er að skilja þig rétt, þá er windows ekki að hrynja, heldur forritin sem eru með keyrsluna. Þeir sem þekkja betur til vélbúnaðarins en ég, getur þetta verið eitthvað pinna vandamál?
Hefurðu prófað að reseata örgjörvann, og horfa aðeins á pinnana í leiðinni?


Já nákvæmlega rétt skilið. Þetta er semsagt vinnutölva (er að vinna mikið með grafík og að rendera) og þetta er heldur bagalegt.
Ég notaði CPU contact frame svo vonandi er hann vel skorðaður, en ég hef ekki prufað að reseata hann

Re: örgjörva vandræði

Sent: Lau 09. Des 2023 14:48
af Oxide
Jæja, ég reif allt í sundur og finn beyglaða pinna í CPU socket.
Er einhver séns að laga þetta eða þarf ég að panta nýtt móðurborð?

Re: örgjörva vandræði

Sent: Lau 09. Des 2023 15:35
af brain
sendu mynd, þá sést það best

Re: örgjörva vandræði

Sent: Lau 09. Des 2023 17:50
af jonfr1900
Oxide skrifaði:Jæja, ég reif allt í sundur og finn beyglaða pinna í CPU socket.
Er einhver séns að laga þetta eða þarf ég að panta nýtt móðurborð?


Ef að pinninn er ekki illa beyglaður, þá getur þú leiðrétt þetta með því að setja örgjörvann aftur í og loka. Losað aftur og athugað hvort að þetta fór aftur í rétta stöðu.

Re: örgjörva vandræði

Sent: Sun 10. Des 2023 00:56
af TheAdder
Oxide skrifaði:Jæja, ég reif allt í sundur og finn beyglaða pinna í CPU socket.
Er einhver séns að laga þetta eða þarf ég að panta nýtt móðurborð?

Það er hægt að beygja pinna til baka, með þolinmæði, stækkunargleri og góðri flísatöng.
En þú ert alveg líklegur til þess að brjóta pinnann, eða skadda pinna í kringum í leiðinni. Ef þú hefur möguleika á einhverri ábyrgð, eða tryggingum, þá myndi ég skoða það fyrst.

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 09. Jan 2024 11:02
af Oxide
Smá update.
Ég náði að skemma móðurborðið með því að reyna að laga pinnana.
Nýtt móðurborð keypt og sett upp og sömu vandræði.
Ég ákvað að prófa aðeins meira og kemst að því að single core stress test ganga vel svo ég slekk á einum core í einu og geri multi core stress test þangað til ég finn þann sem er bilaður. Ég slökkti þá permanently á honum og tölvan er orðin stabíl en auðvitað aflminni en hún var.
Ég hafði samband við Intel sem ætla að endurgreiða örgjörfann því hann hafi mjög sennilega verið gallaður.

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 09. Jan 2024 14:09
af andriki
Oxide skrifaði:Smá update.
Ég náði að skemma móðurborðið með því að reyna að laga pinnana.
Nýtt móðurborð keypt og sett upp og sömu vandræði.
Ég ákvað að prófa aðeins meira og kemst að því að single core stress test ganga vel svo ég slekk á einum core í einu og geri multi core stress test þangað til ég finn þann sem er bilaður. Ég slökkti þá permanently á honum og tölvan er orðin stabíl en auðvitað aflminni en hún var.
Ég hafði samband við Intel sem ætla að endurgreiða örgjörfann því hann hafi mjög sennilega verið gallaður.

Brotnaði pinni af moðurborðinu eða?

Re: örgjörva vandræði

Sent: Þri 09. Jan 2024 15:41
af Oxide
Jebb

Re: örgjörva vandræði

Sent: Mið 10. Jan 2024 22:53
af Oxide
Þá svona í framhaldinu..... 13900KS eða 14900KF sem replacement?

Re: örgjörva vandræði

Sent: Fim 11. Jan 2024 00:28
af Drilli
Oxide skrifaði:Þá svona í framhaldinu..... 13900KS eða 14900KF sem replacement?

Ef þú hefur valið um það, allan daginn 14th gen. Þó svo þeir performa svipað þá er alltaf betra að hoppa í nýrri útgáfu. Updates, endursölu e.t.c