Síða 1 af 1
Aðstoð með heimabíó
Sent: Mán 16. Okt 2023 16:28
af KaldiBoi
Tengdaforeldrar mínir eru að leita sér af hljóðlausn, líklegast í gegnum heimabíó, soundabar.
Þau byggðu stofuna sína sem er risastór, örugglega 130 fm og með lofthæð að 4 metrum.
Þau heyra varla hvað á sér stað þegar þau eru að hlusta á fréttir osfv.
Hljóðið kemur stock úr sjónvarpinu, þannig þetta er ekki nógu gott.
50-70k budget.
Takk!
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Mán 16. Okt 2023 16:35
af worghal
til einhverjar teikningar sem hægt væri að nota til ímyndunar?
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Mán 16. Okt 2023 17:13
af KaldiBoi
Teikning* í viðhengi, afsaka viðbjóðinn sem þetta er.
*Teikning er alls ekki í réttum hlutföllum, alls alls ekki.
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Mán 16. Okt 2023 17:34
af einarhr
Atmos kerfi er lausn en spurning hvað þú færð fyrir 70k þar sem þetta er stórt rými.
Þetta gæti virkað
https://ht.is/lg-dolby-atmos-soundbar-6.html Svo má spá aðeins í því ef það er verið að horfa á bíomyndir þá er næst að hafa þráðlausa bakhátalara en þá er budgetið töluvert meira. Ég er með svona kerfi í 2 herbergja íbúð
og næ aldrei að keyra það almennilega
https://ht.is/jbl-dolby-atmos-heimabiok ... alara.html
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Mán 16. Okt 2023 17:50
af appel
Það er nú líka ágætt að bæta við hljóðdempandi hlutum, t.d. getur góð þykk motta undir sjónvarpsrýminu haft mikil áhrif. Þannig að lausnin er ekki endilega að kaupa dýrustu hljóðlausnina, heldur að gera ráðstafanir til að hljóð sé ekki að bergmála um allt.
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Mán 16. Okt 2023 18:20
af gutti
ég er með 5.1.2 kerfið vísu á 125 þús í árbyrgð
viewtopic.php?f=67&t=95349
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Þri 17. Okt 2023 12:13
af KaldiBoi
Sniðugt, spurning hvort þau taka með bakhátalarana vegna útlits.
appel skrifaði:Það er nú líka ágætt að bæta við hljóðdempandi hlutum, t.d. getur góð þykk motta undir sjónvarpsrýminu haft mikil áhrif. Þannig að lausnin er ekki endilega að kaupa dýrustu hljóðlausnina, heldur að gera ráðstafanir til að hljóð sé ekki að bergmála um allt.
Hvernig mottu? Einhverja rosa þykka high quality eða bara IKEA motta myndi ganga?
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Þri 17. Okt 2023 16:54
af CendenZ
Eru þetta staðfestir fermetrar eða ímyndaðir ?
Ef þú ætlar að keyra almennilega hljóð í 100+ fermetra þarftu ekki bara almennilegan magnara heldur líka almennilega hátalara og alltaf aktíft bassabox. Ef þau eru að spreða í risastóra stofu, þá ertu heldur ekki að fara kaupa eitthvað ljótan garm sem engin vill horfa á.
Þau geta bara gleymt þessum verðmiða
Ég sá tildæmis RX-V4A til sölu á facebook eða bland hjá einum og Dali hátalara hjá öðrum. Þú ert allan daginn að fara gera eitthvað sem bæði svínvirkar í öllum þessum fermetrum, alveg sama þótt maður sé beint fyrir framan sjónvarpið eða í stofunni,
og einnig skítlúkkarÉg er með Dali hátalara sem sjást í stofunni, þegar maður er með kerfið sitt fyrir framan alla sem koma í heimsókn þá verður þetta nefnilega líka að líta vel út
Tengdamammaðin er ekki að fara gúddera einhverja bödget hátalara upp á skenknum hjá sér skilurðu
Svo þarf að finna einhvern stað undir herlegheitin... $$$$
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Þri 17. Okt 2023 18:23
af appel
KaldiBoi skrifaði:Sniðugt, spurning hvort þau taka með bakhátalarana vegna útlits.
appel skrifaði:Það er nú líka ágætt að bæta við hljóðdempandi hlutum, t.d. getur góð þykk motta undir sjónvarpsrýminu haft mikil áhrif. Þannig að lausnin er ekki endilega að kaupa dýrustu hljóðlausnina, heldur að gera ráðstafanir til að hljóð sé ekki að bergmála um allt.
Hvernig mottu? Einhverja rosa þykka high quality eða bara IKEA motta myndi ganga?
Stór þykk motta úr ull eða sambærilegu virkar líklega best. Ekki einhverja þunna létta úr vínyl.
Sófinn hefur líka áhrif, því stærri hann er því betra, og því fleiri púðar og stærri því betra. Þannig að allt þannig spilar inn í.
En maður er ekki hljóðsérfræðingur, en samt maður hefur séð þessa ráðleggingu víða þegar kemur að því að bæta hljóm í rýmum, að bæta við einhverju sem dregur úr endurkasti.
T.d. svona hljóðvistar-veggplötu sem er svona rimla, það virkar fínt líka á vel staðsettur veggjum í svona stóru rými, einhversstaðar til hliðanna eða fyrir aftan.
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Þri 17. Okt 2023 18:58
af KaldiBoi
CendenZ skrifaði:Eru þetta staðfestir fermetrar eða ímyndaðir ?
Ekki staðfestir, enn 100 fm at least
CendenZ skrifaði:Ef þú ætlar að keyra almennilega hljóð í 100+ fermetra þarftu ekki bara almennilegan magnara heldur líka almennilega hátalara og alltaf aktíft bassabox. Ef þau eru að spreða í risastóra stofu, þá ertu heldur ekki að fara kaupa eitthvað ljótan garm sem engin vill horfa á.
Þau geta bara gleymt þessum verðmiða
Ég sá tildæmis RX-V4A til sölu á facebook eða bland hjá einum og Dali hátalara hjá öðrum. Þú ert allan daginn að fara gera eitthvað sem bæði svínvirkar í öllum þessum fermetrum, alveg sama þótt maður sé beint fyrir framan sjónvarpið eða í stofunni,
og einnig skítlúkkarÉg er með Dali hátalara sem sjást í stofunni, þegar maður er með kerfið sitt fyrir framan alla sem koma í heimsókn þá verður þetta nefnilega líka að líta vel út
Tengdamammaðin er ekki að fara gúddera einhverja bödget hátalara upp á skenknum hjá sér skilurðu
Svo þarf að finna einhvern stað undir herlegheitin... $$$$
Tengdó eru nefnilega bændur, og þar sem ég kem sjálfur af bændafjölskyldu þá veit ég það að þau myndu frekar horfa á fréttir og annað inn í svefnherbergi enn að spreða yfir 100þús fyrir heimabíó.
Þessvegna er ég meira að leitast eftir "budget friendly" kerfi, enn ég skal gefa þessu gaum og bera þetta undir þau, takk fyrir svarið!
appel skrifaði:KaldiBoi skrifaði:Sniðugt, spurning hvort þau taka með bakhátalarana vegna útlits.
appel skrifaði:Það er nú líka ágætt að bæta við hljóðdempandi hlutum, t.d. getur góð þykk motta undir sjónvarpsrýminu haft mikil áhrif. Þannig að lausnin er ekki endilega að kaupa dýrustu hljóðlausnina, heldur að gera ráðstafanir til að hljóð sé ekki að bergmála um allt.
Hvernig mottu? Einhverja rosa þykka high quality eða bara IKEA motta myndi ganga?
Stór þykk motta úr ull eða sambærilegu virkar líklega best. Ekki einhverja þunna létta úr vínyl.
Sófinn hefur líka áhrif, því stærri hann er því betra, og því fleiri púðar og stærri því betra. Þannig að allt þannig spilar inn í.
En maður er ekki hljóðsérfræðingur, en samt maður hefur séð þessa ráðleggingu víða þegar kemur að því að bæta hljóm í rýmum, að bæta við einhverju sem dregur úr endurkasti.
T.d. svona hljóðvistar-veggplötu sem er svona rimla, það virkar fínt líka á vel staðsettur veggjum í svona stóru rými, einhversstaðar til hliðanna eða fyrir aftan.
Ég læt þau vita af þessu! Takk kærlega fyrir
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Mið 18. Okt 2023 07:20
af Hlynzi
Það sem er vandamálið við svona rosalega stóra stofu getur verið að hátalarinn ræður illa við að "fylla" rýmið. Ég er ekki viss um að hefðbundin soundbar myndi ráða við þessa stærð. Verður þetta eingöngu notað til að hlusta á hljóð úr sjónvarpinu eða vilja þau geta haft einhverja tónlist ?
Mér finnst bara soundbar oftast vanta hluta úr tíðni (oftast miðjuna) svo hljómgæðin í þeim eru mjög misjöfn, það má prófa soundbar með bassaboxi en ef fólk ætlar að nota þetta sem græjur líka þá myndi ég alltaf fara í alvöru magnara og Dali, Yamaha eða álíka stóra hátalara (oft til á bland og facebook hjá AR audio, endursala á gömlum græjum af einhverjum áhugamanni)
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Mið 18. Okt 2023 10:28
af Hauxon
Margt gagnlegt þegar komið fram. Það er hins vegar ekki rétt að það þurfi mjög stór hljómtæki nema tilgangurinn sé að spila tónlist mjög hátt yfir alla stofuna. Sófinn er væntanlega í eðlilegri fjarlægð frá sjónvarpinu og því engin þörf óvenjulega stórum hljómtækjum. Það getur hins vegar verið gaman að eiga góð og kraftmikil hljómtæki en það er önnur umræða.
Mínar ráðleggingar.
1. Hljóðdempun. Ef þetta er ekki lagað þá er næstum enginn tilgangur í að reyna að laga hljóðið. Mottur, húsgögn, gardínur myndir á veggjum osfrv.
Það hefur verið mjög vinsælt undanfarið að klæða veggi með hljódempandi plötum, t.d. viðar panelum og þá allra best að gera grind undir setja steinull bak við. Sennilega eitt það besta sem hægt er að gera í heimahúsi ásamt því að setja hljódempandi dúk í loftið (dýrt)
2. Ef þetta verður fyrst og fremst tengt við sjónvarpið er mikill kostur að hafa eARC þ.a. það græjurnar kveiki á sér þegar kveikt er á sjónvarpinu.
3. Myndi byrja á að skoða soundbar með subwoofer. Myndi fá þau til að teygja eitthvað solid sem virkar (t.d. Sonos Ray + sub)
Ég er sjálfur með stóra stofu og stóra hátalara og magnara og það verður bara að segjast eins og er að það sem er mest ábótavant er hljóðdempun. Þetta stóra dót er fyrir tónist og líka af því að ég er audio-nörd. 99% af tímanum notast þú við 1-5 wött þegar þú hlustar á tónlist eða sjónvarpið þ.a. ég myndi spá meira í að kaupa vandað dót en kraftmikið og eins og áður sagði ...laga hljóðvistina.
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Fim 21. Des 2023 14:07
af KaldiBoi
Smá update og ósk um létt ráð:
Tengdó fengu að prufa heimabíóið/soundbarinn okkar:
https://rafland.is/lg-dolby-atmos-soundbar-4.htmlHann virkar þokkalega vel, og hellings munur á hljóðinu, en mynduð þið mæla með einhverju öðrum bar einhver sem myndi sóma sér betur í svona stóru rými?
Tengdó eru líka alveg örlítið heit fyrir surround system 5:1
Einhverjar ráðleggingar hvað það varðar?
Opinn fyrir öllu! Endilega skjótið á mig tillögum
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Fim 21. Des 2023 16:07
af Semboy
https://verslun.origo.is/Hljodbunadur/H ... 918.action Ég er með þetta. Mjög sáttur með kaupin. Þetta er frekar dýrt
Þar sem ég fór og skipti út golf efnið hjá mér. Það var engin hljóðeinangrun áður fyrr nema svona hvit pappakassi
sem maður sér þegar maður kaupir jaðartæki úti búð.
Svo ég ákvað að setja tvöfaldan hljóðeinangrun og lika með fram lístan.
Núna fólkið fyrir neðan mig ekkert að hvarta. Enda er háaloft fyrir ofan mig sem ég á.
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Fös 22. Des 2023 09:28
af Squinchy
Mæli með þessum
https://ormsson.is/product/klipsch-the-fives-blackAsnalegt hvað þeir hljóma vel, hægt að bæta við sub fyrir þá sem vilja
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Fös 22. Des 2023 09:53
af rapport
lol - ég er greinilega eitthvað nískur...
Keypti mér bara svona í einhverju gríni og er mjög sáttur -
https://kisildalur.is/category/38/products/1126Er með algjört budget setup sem fólk er svo alltaf að hrósa mér fyrir að virki svo vel (í litlu sjónvarpsherbergi)
Nvidia ShieldPro(2017) gömul en virkar
Finlux 4K sem ég fékk á 99 eða 119þ.
Og svo þessir nýju hátalarar sem eru lúmskt skemmtilegir, fídus sem ég vissi ekki að yrði nice = maður snýr toppnum á öðrum þeirra til að kveikja og og svo hækka og lækka án þess að nota fjarstýringuna, hentar vel þegar einhver er að horfa og maður kíkir inn til að spurja að einhverju án þessa að trufla flæðið í því sem verið er að hrofa á.
Örugglega sniðugt fyrir eldra fólk sem vill hækka í einni og einni frétt án þess að eltast við fjarstýringuna.
Re: Aðstoð með heimabíó
Sent: Lau 23. Des 2023 01:48
af rickyhien
KaldiBoi skrifaði:Smá update og ósk um létt ráð:
Tengdó fengu að prufa heimabíóið/soundbarinn okkar:
https://rafland.is/lg-dolby-atmos-soundbar-4.htmlHann virkar þokkalega vel, og hellings munur á hljóðinu, en mynduð þið mæla með einhverju öðrum bar einhver sem myndi sóma sér betur í svona stóru rými?
Tengdó eru líka alveg örlítið heit fyrir surround system 5:1
Einhverjar ráðleggingar hvað það varðar?
Opinn fyrir öllu! Endilega skjótið á mig tillögum
var einmitt að fara mæla með Eclair
https://ht.is/lg-dolby-atmos-soundbar-4.htmlsturlað sound miðað við stærð !!