Síða 1 af 1

Álit á tölvu

Sent: Fös 08. Sep 2023 10:57
af Meniak
Sælir

Búinn að vera spá í að setja saman tölvu og langaði að fá álit hjá ykkur með þetta setup.

Skjákort: ASRock Radeon RX 7900 XT Phantom Gaming OC
Örri: AMD Ryzen 5 7600X
Minni: G.Skill Flare X5 32GB Kit DDR5 (2x16GB)
Kæling: be quiet! Dark Rock Pro 4
Mobo: MSI MAG B650 TOMAHAWK WiFi

Re: Álit á tölvu

Sent: Fös 08. Sep 2023 11:50
af ekkert
Þetta er flott ef þú ert að spila leiki í 4k. Ef þú ert með 1080p eða 1440p skjá geturu sparð þér marga tíúþúsundkalla með að fara 7700 eða 7800 XT skjákort því að 7600X örgjörvinn verður líklega flöskuhálsinn við hliðiná 7900 XT.

Eða þú getur hugsað 7900 XT sem kaup til framtíðar sem verður betur nýtt þegar þú uppfærir CPU.

Re: Álit á tölvu

Sent: Fös 08. Sep 2023 14:35
af Dr3dinn
af hverju 7600x i svona high budget vél?

Góður örri í skotleiki og flott vara, en myndi fara í 3D eða 7900x með high budget.

Re: Álit á tölvu

Sent: Fös 08. Sep 2023 21:28
af Meniak
þetta eru góðar ábendingar, ég var ekki alveg búinn að átta mig á því hvað ég í raun vildi út úr þessu. EFtir að hafa pælt aðeins í þessu þá væri rosa töff að vera með high budget súper dúber vél en það er kannski ekki það sem ég þarf. Skotleikir í 1440 er það aðallega sem ég er að spila, sér í lagi Escape from tarkov sem er CPU intensive leikur. Ekki það að maður eigi að smíða tölvu fyrir einn leik. Held ég þurfi að endurhugsa þetta aðeins betur. Takk fyrir þetta.

Re: Álit á tölvu

Sent: Lau 09. Sep 2023 10:26
af Vaktari
Ætli þetta fari ekki bara allt eftir því hversu mikið þú ert tilbúinn að eyða í þetta. Velja svo eftir þeim budget