Hérna er review frá mér sem enginn bað um.
Ég endaði eftir miklar hrókeringar og samanburði endaði ég á þessari hérna
https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 937.actionMínar væntingar voru mjög, mjög einfaldar;
- Skjár sem ég gæti krotað á, f. stærðfræði dæmi og fleirra í þeim dúr.
- Góðir íhlutir f. "erfiða vinnslu". (Er ekki í að edita myndbönd eða neitt þannig, bara að ég gæti runnað allt sem ég þyrfti og meir)
- Góðan skjá þar sem ég horfi mikið á Youtube.
- Gott lyklaborð sem væri óþjált að skrifa á
- Góða rafhlöðuendingu.
Mér finnst tölvan hafa fyllt mjög vel upp í alla þessa hluti, hún er sterkbyggð með álramma sem sveigist ekki í fallegum bláum lit og er hálfgert augnkonfekt. Skjárinn er mjög þægilegur með lítinn ramma í kringum sig sem hægt er að snúa og leggja tölvuna saman í "tab" mode og þá óvirkjast lyklaborðið þannig tölvan verður að einskonnar stórri spjaldtölvu. Ég er ekki ennþá búinn að lenda á vegg hvað tölvan getur ekki runnað og ég vona ég finni hann ekki von bráðar, hún er fljót að opna Word, OneNote ofl forrit. Skjárinn er 2.8K og mjög þægilegt að horfa tímunum saman á eitthvað efni. Lyklaborðið er virkilega gott að skrifa á og jafnvel betra en fyrrveri hennar MacBook Air M1 sem var eflaust þægilegasta lyklaborð Apple til þessa.
Ókostirnir eru þó 3, virkilega pirrandi hlutir sem mér finnst draga þessa vél langt undir getu og ég er eiginlega næst því að hringja í hönnunardeild Lenovo og láta þá fá það óþvegið. Það fyrsta er touchpadinn, sem þegar maður smellir á hann hljómar eins og ég hafi keypt mér Linglong tölvu af Ali-Express, án þess að sverta þá ágætu tegund dekkjaframleiðanda, en samt án gríns, smellurinn hljómar ofboðslega ófullnægjandi og þegar ég er að hreyfa glugga á FireFox þá kemur það fyrir þegar ég fer af bendlinum að ég dragi gluggan frá hinum gluggunum. Touchpadinn hjá Apple er þess virði.
Næsta atriði er viftann, eftir að hafa verið með M1 sem flestir vita er viftulaus þá hrökk ég til og hélt að tölvan væri að skemmast er viftan fór á fullt við að horfa á fyrsta Youtube myndbandið í háum gæðum. Afhverju er fleirri framleiðendur búnir að henda viftunni?
Þriðja er greyið Windows stýrikerfið, þar sem það vill updates á ca korters fresti.
Rant over
3,5/5 Fengi 4,9 ef touchpadinn væri boðlegur.
Takk fyrir mig:)