Síða 1 af 1

Microsoft Certification - Kostnaður

Sent: Fim 10. Ágú 2023 20:26
af Snaevar
Sælir Vaktarar.
Ég væri til í að taka Microsoft Certification, t.d. Azure Fundamentals eða eih álíka hjá NTV eða Promennt. Ég var að reyna að finna hvað það kostar að taka prófið hjá þeim en fann ekki verðlista með árangri. Hefur einhver hér tekið Microsoft Certification eða önnur certifications hjá NTV eða Promennt og geta sagt mér hvað þetta kostaði í heild u.þ.b. ?

Bkv Snævar

Re: Microsoft Certification - Kostnaður

Sent: Fim 10. Ágú 2023 21:02
af Gummiv8
Þú pantar og bókar prófið í gegnum PearsonVUE,
Velur Promment sem próftökustað í pöntunarferlinu.

Re: Microsoft Certification - Kostnaður

Sent: Fim 10. Ágú 2023 21:04
af Gummiv8

Re: Microsoft Certification - Kostnaður

Sent: Fös 11. Ágú 2023 00:12
af natti
Ath að pearsonvue bjóða líka upp á að taka prófið online, ef þú ert með aðstöðu sem gengur fyrir slíkt. (Lokað herbergi með engin "gögn" sem þú getur teygt þig í etc.)

Það getur verið rosalega fínt að fara í prófamiðstöð eins og Promennt eða NTV og þurfa ekkert að pæla í neinu varðandi tölvu eða aðstöðu.
En value-ið við að nýta "online" þjónustuna er:
  • geta valið aðra prófdaga en ekki bara þennan 1 eða 2 daga sem prófamiðstöðin ákveður.
  • geta valið aðrar tímasetningar, dreift yfir allan sólarhringinn, en ekki bara kl 13:00
  • geta farið í próf á sumrin eða í dagana í kringum hátíðar (prófamiðstöðvarnar taka sér langt sumarfrí, jólafrí og páskafrí)
Og þú borgar bara fyrir prófið með kreditkorti þegar þú bókar tímann.

Að því gefnu auðvitað að tölvan standist kröfur (hægt að fara í gegnum pre-check á pearsonvue) og að aðstaðan standist kröfur (sjá uppls á heimasíðu PearsonVUE.)

Re: Microsoft Certification - Kostnaður

Sent: Fös 11. Ágú 2023 11:32
af Snaevar
Takk fyrir svörin félagar, ég ætla að skoða þetta :)