Síða 1 af 1

980 vs 980 pro?

Sent: Fim 10. Ágú 2023 13:09
af Mikaelv
Er að fara að bæta við geymsluplássi í tölvuna mína og er að pæla hvort það sé þess virði að fá sér 980 pro í stað 980. Pro er jú hraðari en sér maður einhvern mun í performance? Er aðalega að spila stóra leiki svo sem last of us, hogwarts legacy, dying light 2 og ehv.

Er með 4070 og i5- 13600kf ef það breytir ehv.

Re: 980 vs 980 pro?

Sent: Fim 10. Ágú 2023 13:18
af Nariur
Direct Storage fer að detta inn. Fyrir það borgar sig að hafa Pro. Annars finnurðu ekkert fyrir hraðamuninum.

Re: 980 vs 980 pro?

Sent: Fös 11. Ágú 2023 11:31
af Snaevar
Mig rámar í það að 980 pro er PCIe Gen 4, svo til að nýta DirectStorage eins og Nariur segir og upp á betri future proofing myndi ég fá mér 980 pro.