Síða 1 af 1

Stjórna Apple TV með Win PC tölvu eða Androd remote utan heimlis

Sent: Mið 02. Ágú 2023 13:23
af vafrari
Komið sæl

Ég er að vona að einhverjir snillingar geti hjálpað með eftirfarandi lausn. Ég var að kaupa Apple TV sem tengist við Bandaríkin í gegnum Playmotv DNS. Mig langar til að geta verið út í bæ, loggað mig remotely inn á PC vélina sem er við hlið Apple TV og breytt um rásir og allri virkni í gegnum Win PC tölvuna.

Ég hef í hyggju að taka HDMI signal úr Apple TV inn í Pc vélina og vil geta breytt um rásir. Erum við að tala um IR blaster eða eitthvað slíkt? Ég er nokkuð klár í tölvudóti en vil samt helst ekki eitthvað sem þarf Einstein IQ til að græja þetta :-)

Ég er að breyta þræðinum hérna eftir að hafa hugsað mér að enn betra væri að geta notað Android síma (utan heimilis) til að stjórna Apple TV heima hjá sér. ER það hægt?

Takk kærlega fyrir hjálpina.

Re: Stjórna Apple TV með Win PC tölvu eða Androd remote utan heimlis

Sent: Mið 02. Ágú 2023 15:50
af kornelius
Án þess að vera viss, en mig minnir að þegar ég komst einhverntíman í tæri við ATV þá hafi ég notað VLC til að stjórna því Remote

Uppfærsla:
Fann þetta https://www.thetechedvocate.org/how-to- ... r-android/

K.

Re: Stjórna Apple TV með Win PC tölvu eða Androd remote utan heimlis

Sent: Mið 02. Ágú 2023 16:32
af vafrari
Sæll. Þetta er mjög flott og einmitt það sem ég er að leita að. Þá þarf ég bara að finna út úr því hvernig ég get verið að heiman að gera þetta :-)

Re: Stjórna Apple TV með Win PC tölvu eða Androd remote utan heimlis

Sent: Mið 02. Ágú 2023 17:06
af TheAdder
Settu upp WireGuard á netinu heima hjá þér, á PC tölvu, raspberry eða því sem þú hefur í höndunum. Client á Android, opnun á porti á router og málinu er reddað.