Vandamál með SATA stýrispjald
Sent: Sun 30. Júl 2023 00:40
Er að uppfæra Plex vélina mína. Verslaði mér ASRock B550M-ITX/ac móðurborð, setti í það AMD Ryzen 5 5600G örgjörva ásamt slatta af minni ásamt 1x M2 drifi. Gallinn við móðurborðið er að það eru ekki nema 4x SATA tengi á því svo ég verslaði mér í Kísildal 10x tengja SATA stýrispjald til að eiga nóg af SATA tengjum.
Ég er með 6x diska plús sem ég stefndi á að setja í vélina. 4x aðaldiskarnir fá beina tengingu við við móðurborð og mynda þeir í einfaldri RAID speglun 2x drif sem verða aðal geymslu drifin mín. Svo er ég með 2x gamla diska sem eru með ýmsu stöffi sem mig langar að hafa aðgang að.
Vandamálið sem ég fæ er það að um leið og ég tengi SATA kapal úr SATA stýrispjaldinu í harðan disk og enduræsi fæ ég bláan skja með skilaboðunum "Kernel Security check failure" og vélin fer í boot loop. Þetta hverfur um leið og ég slekk á vélinni og tek diskinn úr sambandi.
Er einhver með einhverja hugmynd hvað geti verið í gangi?
Ég er með 6x diska plús sem ég stefndi á að setja í vélina. 4x aðaldiskarnir fá beina tengingu við við móðurborð og mynda þeir í einfaldri RAID speglun 2x drif sem verða aðal geymslu drifin mín. Svo er ég með 2x gamla diska sem eru með ýmsu stöffi sem mig langar að hafa aðgang að.
Vandamálið sem ég fæ er það að um leið og ég tengi SATA kapal úr SATA stýrispjaldinu í harðan disk og enduræsi fæ ég bláan skja með skilaboðunum "Kernel Security check failure" og vélin fer í boot loop. Þetta hverfur um leið og ég slekk á vélinni og tek diskinn úr sambandi.
Er einhver með einhverja hugmynd hvað geti verið í gangi?