Síða 1 af 1

Vandamál með SATA stýrispjald

Sent: Sun 30. Júl 2023 00:40
af roadwarrior
Er að uppfæra Plex vélina mína. Verslaði mér ASRock B550M-ITX/ac móðurborð, setti í það AMD Ryzen 5 5600G örgjörva ásamt slatta af minni ásamt 1x M2 drifi. Gallinn við móðurborðið er að það eru ekki nema 4x SATA tengi á því svo ég verslaði mér í Kísildal 10x tengja SATA stýrispjald til að eiga nóg af SATA tengjum.

Ég er með 6x diska plús sem ég stefndi á að setja í vélina. 4x aðaldiskarnir fá beina tengingu við við móðurborð og mynda þeir í einfaldri RAID speglun 2x drif sem verða aðal geymslu drifin mín. Svo er ég með 2x gamla diska sem eru með ýmsu stöffi sem mig langar að hafa aðgang að.

Vandamálið sem ég fæ er það að um leið og ég tengi SATA kapal úr SATA stýrispjaldinu í harðan disk og enduræsi fæ ég bláan skja með skilaboðunum "Kernel Security check failure" og vélin fer í boot loop. Þetta hverfur um leið og ég slekk á vélinni og tek diskinn úr sambandi.

Er einhver með einhverja hugmynd hvað geti verið í gangi?

Re: Vandamál með SATA stýrispjald

Sent: Sun 30. Júl 2023 01:34
af jonfr1900
Samkvæmt þessu hérna. Þá er þetta slæmur rekill í stýrikerfinu. Væntanlega tengist þetta SATA spjaldinu sem þú ert að nota.

BSOD Kernel Security Check Failure

Ég reikna með að þú sért að nota Windows 10 eða Windows 11.

Re: Vandamál með SATA stýrispjald

Sent: Sun 30. Júl 2023 03:17
af Longshanks
Þú þarft LSI kort í IT mode, þessi kort eins og þæu keyptir eru mjög óáreiðanleg. https://www.ebay.com/itm/143604880894

Re: Vandamál með SATA stýrispjald

Sent: Sun 30. Júl 2023 11:37
af Hjaltiatla
Sækja BlueScreenView https://www.nirsoft.net/utils/blue_screen_view.html
og velja nýjasta Minidumpið og pósta skjámynd hérna inn.

Re: Vandamál með SATA stýrispjald

Sent: Sun 30. Júl 2023 14:35
af Televisionary
Ég gæti átt eitthvað í líkingu við þetta ef að þráðareigandi kemst ekki áfram með hitt kortið. Ég hef verið að nota hin í Linux án vandræða.

Longshanks skrifaði:Þú þarft LSI kort í IT mode, þessi kort eins og þæu keyptir eru mjög óáreiðanleg. https://www.ebay.com/itm/143604880894

Re: Vandamál með SATA stýrispjald

Sent: Sun 30. Júl 2023 16:26
af Klemmi
Longshanks skrifaði:Þú þarft LSI kort í IT mode, þessi kort eins og þæu keyptir eru mjög óáreiðanleg. https://www.ebay.com/itm/143604880894


Mæli með þessari lausn, er með sambærilegt kort og mikið snyrtilegra líka útaf nettari köplum :)

Re: Vandamál með SATA stýrispjald

Sent: Sun 30. Júl 2023 21:45
af roadwarrior
Jæja búinn að vera upptekin í öðru í dag en náði samt að prufa ýmisleg :megasmile

Orðinn 99% viss um að SATA kortið er að stríða mér. Reif það úr í morgun til að skoða það nánar og þá fór vélin að ræsa sér eðlilega. Var búinn að vera að velta fyrir mér í gærkvöldi afhverju hún tæki alltaf svo langan tíma að ræsa sér (30-40sek) en þegar ég tók kortið úr þá ræsir hún sér á ca 5 +/- einhverjar sek. Annars virðist vélin virka eðlilega þegar hún er komin í gang með kortinu þangað til ég tengi einhvern disk við það. Ég slekk alltaf á henni áður en ég tengi eða aftengi diskana við.

Kortið er noname í brúnum pappakassa með engum merkingum á korti eða kassa.
Þetta er kortið:
https://kisildalur.is/category/21/products/2927

Keyrði líka memtest forritið sem fylgir Win11 og ekkert kom þar upp

Engar villur í er að sjá í Device Maneger og ég setti inn nýjasta driverinn hjá AsRock fyrir stýringuna á móðurborðinu.
Það gæti verið að kortið sé gallað en ég er ekki viss

Setti upp BlueScreenView og setti hér inn fyrir neðan screenshot af því sem kom þar upp

Screenshot 2023-07-30 213120.png
Screenshot 2023-07-30 213120.png (95.97 KiB) Skoðað 3148 sinnum


Er núna að dunda mér við að googla BSOD Ntoskrnl villur en ef einhver er með góða hugmynd hvað gæti verið gangi þá eru þær vel þegnar :D

Re: Vandamál með SATA stýrispjald

Sent: Mán 31. Júl 2023 09:26
af Hjaltiatla
roadwarrior skrifaði:Er núna að dunda mér við að googla BSOD Ntoskrnl villur en ef einhver er með góða hugmynd hvað gæti verið gangi þá eru þær vel þegnar :D


Virðist ekki vera driver sem er að faila heldur NT kernel sem gefur til kynna að vandamálið er líklegast hardware tengt (sata stýrisspjald væri mitt gisk).

Re: Vandamál með SATA stýrispjald

Sent: Þri 01. Ágú 2023 17:58
af roadwarrior
Smá update.
Kortið virkaði í annari tölvu sem ég er með. Sú vél er mjög svipuð uppsett. Eins örgjörvi, reyndar ekki eins móðurborð en með B550 stýringu.
Svo kortið virðist vera í lagi.

Svo að í dag fór í Computer og verslaði þetta kort:
https://www.computer.is/is/product/styrispjald-delock-pcie-4xsata-6gbps-90382-lp
Það virðist virka ágætlega, ekker BSOD og diskurinn dettur inn án vandræða.
Þannig að niðurstaðan er sú að fyrra kortið og móðurborðið eru ekki að fíla hvort annað en annars er þetta farið að virka eðlilega ;)

En takk kærlega fyrir allar uppástungur og tillögur. Maður getur alltaf treyst á geta leitað hingað á Vaktina með tölvuteingd vandamál :fly