Síða 1 af 1

Ráðleggingar vegna fartölvukaupa

Sent: Fim 06. Júl 2023 01:08
af Mencius
Sælir, ég hef verið að spá í að versla mér fartölvu, ég hef ekki verið mikið að fylgjast með vélbúnaði að ráði undanfarin ár.

Ég er búin að fara á allar síður sem eru á verðvaktini og elko líka.
Þetta er eina sem hefur vakið áhuga hjá mér en finn svo engin review um nákvæmlega þetta spec á henni, grunar að þetta sé 4060 ekki 4060ti finn allavegana ekki þessa á hp síðuni.
https://elko.is/vorur/hp-omen-16-leikja ... 16WD0828NO

En það sem ég er að leitast eftir er 15-16” helst, ágætlega meðfærilegri.
Yrði notuð í venjulegum daglegu netvafri.
Svo myndi ég spila football manager örugglega mest.
En væri gaman að geta spilað pubg og csgo/cs2 ef maður dytti í að spila þá.

Er alveg opin fyrir að panta að utan ef menn mæla með flottri tölvu.

Budget ekki mikið hærra en 300þús íslenskar.

Re: Ráðleggingar vegna fartölvukaupa

Sent: Fim 06. Júl 2023 11:23
af frr
Þetta er alla vega ný vél, ekki surplus, sem þarf að athuga mjög vel þegar verslað er við vissa aðila á Íslandi.

Held þetta sé ágætt ef miðað er við íslenskan markað.

En 4060 án TI þykja ekki góð kaup, a.m.k. desktop útgáfan.

En svona til að setja hlutina í samhengi við útlönd. Ný kynslóð AMD lofar góðu.

https://www.ebay.com/sch/i.html?_from=R ... njKsQuzano

Annar möguleiki, ef leikir eru aukageta, er að fá vél sem er með betri rafhlöðunýtni og nota external GPU fyrir Thunderport/USB-4.