Síða 1 af 1

Álit á uppfærslu

Sent: Þri 24. Jún 2003 17:58
af Ekoc
Jæja :roll: Núna er ég að pæla í að kaupa nýja tölvu. Ég hef verið að spá og spekúlera lengi og hér er listinn yfir það sem ég hef sett saman :wink: .

Asus P4C800
Intel P4 2,4 ghz 800 fsb
Kingston HyperX KHX3200/512 512MB DDR 400MHz
Dragon kassi
Samtals ætti þetta að kosta ca 76000
Síðan ætla ég að kaupa mér 120 gb WD hdd seinna :) Ég ætla að bíða með að kaupa skjákort og nota mitt gamal Geforce MX 440 :8). Er það þess virði að kaupa sér 2x 512 mb vinnsluminni?... dugar ekki 512 alveg eitt fyrir mig? Er ekki rétti tíminn til að kaupa tölvudót núna?? ætti ég að bíða lengur? Er mikill hávaði í PSU viftunni í dragon kassanum? Haldiði að ég þurfi eitthvað að kæla betur? Er þessi list ekki skotheldur hjá mér :?:

Sent: Þri 24. Jún 2003 18:06
af Spirou
Viftan á PSU-inu í Dragon kassanum er mjög hljóðlát. Hún er ekki hljóð laus en ég myndi giska á að hún væri um 28db. En það fylgir ein vifta sem er á hurðinni og sú viftar er mjög hávær og þar að auki gerir hún lítið sem ekkert gagn þar sem hún blæs bara loftinu til hliðar(ekki beint áfram).
Svo er það með þennan kassa að hann virkar eins og magnari á annan hávaða að því mér finnst. Samt er ég mjög ánægður með minn.
Svo eru þeir á svo sanngjörnu verði :wink:

Sent: Þri 24. Jún 2003 18:23
af gumol
Þetta er akkurat eins uppfærsla og ég ætlaði að fá mér, ég er meirasegja líka með GF4 MX 440 :D
Ég verð bara að kaupa lappa fyrir skólann og á ekki pening :(

Sent: Þri 24. Jún 2003 19:16
af axyne
verður að hafa 2 eða 4 minuskubba til að nýta Dual channel memory fídusinn

ég myndi fá mér 2x 512 ég fékk mér 2x 256 þegar ég keypti mína(febrúar) og dauð sé eftir að hafa ekki eytt aðeins meira fyrir 2x 512 :cry:

vinnsluminni er líka búið að hríðfalla síðan í febrúar ég get keypt mér núna 2x 512 kubba fyrir minni pening en 2x 256 í Febrúrar :x

Sent: Þri 24. Jún 2003 20:19
af Ekoc
Ég er að pæla í að kaupa annan minniskubb seinna bara... marr er jú bara fátækur námsmaður :8)

Sent: Þri 24. Jún 2003 21:12
af Ekoc
En... Er ekki alveg öruggt fyrir mig að vera með þetta í gangi í nokkra daga? þarf ég að fá betri kælingu til þess? Og er þessi kassi rosaþungur? mikið þyngri enn aðrir?

Sent: Þri 24. Jún 2003 21:21
af halanegri
Ekoc skrifaði:En... Er ekki alveg öruggt fyrir mig að vera með þetta í gangi í nokkra daga? þarf ég að fá betri kælingu til þess? Og er þessi kassi rosaþungur? mikið þyngri enn aðrir?


Það er hægt að fá ál-útgáfu af honum(fæst í tölvulistanum, hugveri o.fl.) sem er aðeins 6kg og kostar held ég 3000-4000 kalli meira.

Sent: Þri 24. Jún 2003 21:40
af gumol
Ál kassin fæst líka á Task.is

Sent: Þri 24. Jún 2003 22:56
af Ekoc
Hann er frekar dýr... Kaupi bara þyngri :8)
Enn... Er ekki rétti tíminn til að kaupa tölvuíhluti núna :?: eða á ég að bíða lengur :?:

Sent: Mið 25. Jún 2003 00:09
af halanegri
Verðið er lítið að breytast núna, alveg óhætt að kaupa held ég......

Sent: Mið 25. Jún 2003 11:50
af Ekoc
Þetta verður fyrsta skiptið sem ég set svona tölvu saman :roll:. Þarf ég að kaupa einhverja kapla eða eitthvað svoleiðis ?? Fylgja þeir ekki með móðurborðinu??

Sent: Mið 25. Jún 2003 12:58
af Ekoc
Mér lýst líka vel þetta á móðuborð :) Hvort ætti ég að taka og af hverju?

Sent: Mið 25. Jún 2003 13:08
af Ekoc
Og einn önnur spurning :8)
Hvort ætti ég að fá mér 2,4 800 fsb kr 23.655- eða 2,66 533 fsb kr 22.980-
Og líka það að það er miklu betri þjónusta í Tölvuvirkni en Computer.is
Með fyrirfram þökk :wink:

Sent: Mið 25. Jún 2003 15:44
af gumol
Ekoc skrifaði:Hvort ætti ég að fá mér 2,4 800 fsb kr 23.655- eða 2,66 533 fsb kr 22.980-

Lestu fyrri pósta!!

Sent: Fös 27. Jún 2003 14:02
af Fumbler
Ekoc skrifaði:Og einn önnur spurning :8)
Hvort ætti ég að fá mér 2,4 800 fsb kr 23.655- eða 2,66 533 fsb kr 22.980-
Og líka það að það er miklu betri þjónusta í Tölvuvirkni en Computer.is
Með fyrirfram þökk :wink:


Veldu frekar hærri FSB en hærri MHz þú færð betri performance úr því þú getur skoðað það á AnandTech eða á Tom's Hardware og þar sérðu að 2.4 á 800 er að outperforma meira að segja 2.8 á 533(toms í winrar)

Sent: Fim 03. Júl 2003 20:00
af Ekoc
Hvort ætti ég að kaupa Asus P4C800 eða GIGABYTE GA-PENXP ?? Þarf ég þetta Intel 875P kubbasett?? Munar 5 þ. kr á móbóunum :?