Síða 1 af 1

Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Mán 19. Jún 2023 22:02
af Mikaelv
Hvort á maður að fá sér
Palit GeForce RTX 4070 JetStream 12GB eða
Dual Gigabyte GeForce RTX 4070 Gaming OC 12GB?
Er jetstream mikið betra en dual?

Re: Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Mán 19. Jún 2023 22:24
af Mikaelv

Re: Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Mán 19. Jún 2023 23:57
af Frost
Hvað ertu að fara að nota kortin í? Leiki?
Þú munt eflaust aldrei sjá mun á þessum tveim kortum, mögulega +/- 2 FPS.
Klukkuhraðinn er meiri Ghost kortinu en þú ert með tvær viftur og þar af leiðandi styttra skjákort.
Klukkuhraðinn er minni á Panther kortinu en þú ert með þrjár viftur og þar af leiðandi lengra skjákort.

Keyptu skjákortið sem passar í kassann þinn. Helsti munur milli þessa tveggja er kæling og þá líklegast hversu háværar vifturnar eru.

https://www.gainward.com/main/vgapro.php?id=1180&lang=en
https://www.gainward.com/main/vgapro.php?id=1179&lang=en

Re: Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Þri 20. Jún 2023 00:10
af Henjo
Þessi með stærri kælinguna mun vera kaldari og hljóðlátari en það eru svona 62% líkur að kortið passar ekki inní kassan hjá þér. Double checkaðu á því fyrst.

Re: Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Þri 20. Jún 2023 02:03
af Mikaelv
Er að nota i leiki og er með stórann kassa. En ætla að kaupa ghost kortið nema ef eg finni ehv betra 4070. Hvað er besta 4070 kortið sem selst hér í búðum? Er hagstæðast að kaupa ghost kortið?

Re: Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Þri 20. Jún 2023 09:32
af Moldvarpan

Re: Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Þri 20. Jún 2023 12:24
af TheAdder
Miðað við tilraunir Templar með Palit og fleiri kort, hefur mér sýnst að Palit sé skásti kosturinn í dag, þau fást t.d. hjá Kíslidal.

Re: Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Þri 20. Jún 2023 13:01
af Vaktari
Ég fékk mér þetta hérna um daginn Palit GeForce RTX 4070Ti GameRock Premium 12GB https://kisildalur.is/category/12/products/2916
Ánægður með það en ég þurfti að fá mér nýjan kassa fyrir það því það passaði ekki í minn eldgamla coolermaster kassa.
En ætli þetta fari ekki bara eftir því hvað þú ert tilbúinn að eyða

Re: Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Þri 20. Jún 2023 20:31
af Templar
Bæði frábær kort, Palit er vanmetið, meiri líkur á því að þú losnir við coil whine með Palit.

Re: Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Þri 20. Jún 2023 21:36
af Tóti
Fékk mér sama og Vaktari og ekkert coil whine.
Gott kort. 7 9 13 og allt það :)

Re: Dual 4070 Gigabyte OC vs JetStream 4070 Palit

Sent: Fim 22. Jún 2023 18:27
af jonsig
Templar skrifaði:Bæði frábær kort, Palit er vanmetið, meiri líkur á því að þú losnir við coil whine með Palit.



Úff..

Var með tvö 3070ti frá palit af sömu sort (gaming pro). Kortið sem var 2mánuðum eldra var algerlega hljótt, en það seinna vældi eins og enginn væri morgundagurinn.

Persónulega tæki ég kortið sem er að koma betur úr kælitestum . Hitinn með vifturnar OFF segir mjög mikið um gæði kælingarinnar.

Flest 30xx kortin eru nákvæmlega eins uppbyggð eða eftir referance hönnun. Það sést augljóslega ef þú ert inní GPU kæliblokkum og hefur bitra reynslu af því að finna rétta blokk af t.d. 10xx línunni hjá nvidia eða AMD vega series.
Likurnar eru á því að zotac eða ódýrari kortin hafi lélegri bin GPU en yfirleitt segir verðið um það.

Maður er venjulega golden með endingu og afköst með að láta plata sig í að kaupa svona "úrvals" kort eins og palit gamerock , asus strix .. t.d.