Aðstoð við að velja kælingu og kassa fyrir 13900K
Sent: Fös 12. Maí 2023 17:49
Ég ætla að setja saman tölvu með i9-13900K og RTX 4090. Ég hélt að ég væri búinn að velja alla íhluti og að allt væri á góðu róli þar til að ég áttaði mig á að setja saman kælingu og kassa er töluvert meira vesen en ég bjóst við.
Mér líst best á Liquid Freezer línuna frá Arctic og hafði ætlað mér að taka 360mm stærðina en tók þá eftir að 420mm stærðin er aðeins 5þús kr dýrari sem mér finnst vel þess virði ef það getur skofið af 3°C.
Þá fyrst fattaði ég hvað það eru fáir kassar sem koma 420mm radiator í toppinn. Meira að segja 360mm er of stór fyrir flesta kassa - sérstaklega þar sem ég hef hug á að kaupa G.Skill Trident vinnsluminni sem er 44mm hátt. Ég er meira hikandi við að taka stærri gerðina ef það kostar 30þús kr aukalega í stærri kassa.
Ég skoðaði Completed Builds á pcpartpicker og af þeim sem nota 420mm sýnist mér enginn hafa notað kassa sem verslanir hérlendis eru með til sölu.
Annars leist mér nokkuð vel á þennan frá Kísildal:
https://kisildalur.is/category/14/products/2661
Nema að ég er ekki viss um að ég komi fyrir nógu mörgum intake viftum til að halda positive pressure. Finn heldur ekki mikið af umsögnum um hann á netinu.
Ég hef aldrei sett saman tölvu í þessum gæðaflokki áður og hef notað Noctua NH-D15 í tæpan áratug. Ef einhver hefur reynslu af þessu og gæti gefið mér góð ráð væri það afar vel þegið. Ég er þegar kominn með Thermalright Contact Frame sem ég vona að fari langleiðina með að halda hitastiginu í skefjum.
Ég ætla að fikta mig eitthvað áfram með yfirklukkun en það er ekkert sem ég mun alveg missa mig í.
Ætti ég að panta risa kassa að utan og setja 420mm í push+pull config í toppinn?
Eða eru þetta of miklar áhyggjur og ég gæti allt eins keypt ódýran kassa og skellt 360mm að framan og kallað það gott?
Mér líst best á Liquid Freezer línuna frá Arctic og hafði ætlað mér að taka 360mm stærðina en tók þá eftir að 420mm stærðin er aðeins 5þús kr dýrari sem mér finnst vel þess virði ef það getur skofið af 3°C.
Þá fyrst fattaði ég hvað það eru fáir kassar sem koma 420mm radiator í toppinn. Meira að segja 360mm er of stór fyrir flesta kassa - sérstaklega þar sem ég hef hug á að kaupa G.Skill Trident vinnsluminni sem er 44mm hátt. Ég er meira hikandi við að taka stærri gerðina ef það kostar 30þús kr aukalega í stærri kassa.
Ég skoðaði Completed Builds á pcpartpicker og af þeim sem nota 420mm sýnist mér enginn hafa notað kassa sem verslanir hérlendis eru með til sölu.
Annars leist mér nokkuð vel á þennan frá Kísildal:
https://kisildalur.is/category/14/products/2661
Nema að ég er ekki viss um að ég komi fyrir nógu mörgum intake viftum til að halda positive pressure. Finn heldur ekki mikið af umsögnum um hann á netinu.
Ég hef aldrei sett saman tölvu í þessum gæðaflokki áður og hef notað Noctua NH-D15 í tæpan áratug. Ef einhver hefur reynslu af þessu og gæti gefið mér góð ráð væri það afar vel þegið. Ég er þegar kominn með Thermalright Contact Frame sem ég vona að fari langleiðina með að halda hitastiginu í skefjum.
Ég ætla að fikta mig eitthvað áfram með yfirklukkun en það er ekkert sem ég mun alveg missa mig í.
Ætti ég að panta risa kassa að utan og setja 420mm í push+pull config í toppinn?
Eða eru þetta of miklar áhyggjur og ég gæti allt eins keypt ódýran kassa og skellt 360mm að framan og kallað það gott?