Vandamál að spila tölvuleiki
Sent: Fös 23. Des 2005 21:31
Ég keypti mér skjákort fyrir ári síðan sem kostaði 45.000kr og er Radeon 256mb x800xt. Það var í fína lagi með það þangað til í sumar en þá fór það að hegða sér undarlega. Ég keypti mér battlefield2 og átti erfitt með að spila hann því hann var alltaf að frjósa og tölvan oft að restarta sér. Ég bjóst ekki við því að það væri skjákortinu endilega að kenna.
Svo núna fer þetta versnandi, oft eru að koma truflanir í leikjum sem ég er að spila á skjáinn og þeir eru oft að frjósa. Þetta á við um alla leiki sem ég spila (þ.e.a.s þessa stóru).
Ég fer t.d. í World of Warcraft, leikurinn virkar smooth og ekki vottur um lagg. Svo eftir kannski 20 mínútur eða meira þá byrja að koma truflanir í leikinn, alltaf meira og meira, þangað til hann frýs og ég þarf að restarta tölvunni eða hún restartar sér sjálf.
Oft koma upp fullt af punktum á skjáinn, allskonar á litin og svartur bakrunnur (spúkí) og þá restartar maður bara vélinni. Stundum hefur komið upp error gluggi sem stendur "VGA Error" að mig minnir (langt síðan ég sá hann síðast, og hef aldrei náð skjáskoti af honum). Þá býður hún mér að senda errorinn eða bara cansela en ég hef aldrei geta sent hann.
Ég tel mjög miklar líkur að þetta sé skjákortið sem er að gera mér lífið leitt. Ég er búinn að prufa fullt af driverum, gömlum og nýjum en þetta er alltaf eins. Einnig finnst mér ótrúlegt að það hafi hitnað of mikið því ég hef lent í því áður og það lýsti sér aðeins öðruvísi, auk þess hef ég ekkert hreyft við viftunni né boostað kortið upp á neinn hátt.
Bendir ekki allt til þess að þetta sé örugglega skjákortið miðað við lýsingarnar?
Hefur einhver lent í þessu eða einhverju svipuðu áður?
Endilega komið með hugmynd um hvað þetta gæti verið, ég er opinn fyrir öllu (eða svona næstumþví).
Svo núna fer þetta versnandi, oft eru að koma truflanir í leikjum sem ég er að spila á skjáinn og þeir eru oft að frjósa. Þetta á við um alla leiki sem ég spila (þ.e.a.s þessa stóru).
Ég fer t.d. í World of Warcraft, leikurinn virkar smooth og ekki vottur um lagg. Svo eftir kannski 20 mínútur eða meira þá byrja að koma truflanir í leikinn, alltaf meira og meira, þangað til hann frýs og ég þarf að restarta tölvunni eða hún restartar sér sjálf.
Oft koma upp fullt af punktum á skjáinn, allskonar á litin og svartur bakrunnur (spúkí) og þá restartar maður bara vélinni. Stundum hefur komið upp error gluggi sem stendur "VGA Error" að mig minnir (langt síðan ég sá hann síðast, og hef aldrei náð skjáskoti af honum). Þá býður hún mér að senda errorinn eða bara cansela en ég hef aldrei geta sent hann.
Ég tel mjög miklar líkur að þetta sé skjákortið sem er að gera mér lífið leitt. Ég er búinn að prufa fullt af driverum, gömlum og nýjum en þetta er alltaf eins. Einnig finnst mér ótrúlegt að það hafi hitnað of mikið því ég hef lent í því áður og það lýsti sér aðeins öðruvísi, auk þess hef ég ekkert hreyft við viftunni né boostað kortið upp á neinn hátt.
Bendir ekki allt til þess að þetta sé örugglega skjákortið miðað við lýsingarnar?
Hefur einhver lent í þessu eða einhverju svipuðu áður?
Endilega komið með hugmynd um hvað þetta gæti verið, ég er opinn fyrir öllu (eða svona næstumþví).