Templar skrifaði:Sælir, eitt af þessu sem finnst lítið um á netinu, hefur hærri hiti áhrif á minnið og svo.
Löng saga stutt, samkv. Micron og Hynix og því sem ég fann á heimasíðum þeirra þá þolir DDR5 allt 85C, SK Hynix allt að 95C en eftir 85C eykst latency í kubbunum, ekkert slíkt hjá Micron hins vegar.
Svo ef þið sjáið DIMMana í 60C, engar áhyggjur
Þegar þú ert kominn inní verkfræðihlutann á virkni þessara kubba er best að hætta googla
því það eru margir þarna úti sem vilja fræða aðra um hluti þó þeir skilji þá ekki sjálfir eða vitna í einhverja staðreynd sem átti við um RDRAM eitthvað kringum aldamótin. (buildzoid
)
Svo til að spara sér tíma og hugarveltur yfir algjöru rugli..
Þá finnur maður út týpunúmerið á ram kubbunum sjálfum. Dæmi : Hynix hmt31gr7bfr4c-h9
Síðan reynir maður að finna technical datasheet yfir þennan tiltekna kubb eða þá datasheet yfir þessa "fjölskyldu" af kubbum.
Oft á heimasíðu framleiðandanna.
Þar finnur maður þetta classíska storing temerature sem er oft -80°C til 150°C.
Síðan max operational temperature, fari maður ca. 10% yfir það þá er kubburinn búinn að vera.
Þetta gæti verið orðað aðeins öðruvísi, fer bara eftir framleiðanda en þessar upplýsingar eru yfirleitt alltaf til staðar.
Fyrir þá sem kafa dýpra í þetta þá er hægt að átta sig líka á hvernig hitastigið á kubbnum hefur áhrif á endinguna, umhverfisþættir osvfr.
Sem er ein af ástæðunum fyrir því að hár hiti á einhverju yfir höfið í tölvunni minni triggerar sjálfgreint OCD hjá mér
Svosem ekki vesen í dag, þar sem ég kveiki á tölvunni 2x í mánuði þessa dagana