Síða 1 af 1

Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Fim 09. Mar 2023 00:17
af Seawarrior
Mig vantar smá aðstoð, setti saman tölvu fyrir stuttu í fyrsta skipti og er að sjá 100 gráðu spike á Cpu sem ég er soldið hræddur við er einhver annar sem er með sama örgjörva og getur deilt því hvað hann maxar í hita? er að sjá 100 gráður við það að spila Warsone2.0 í ultra settings og fer strax í 95-100 gráður við stress test en á meðan hangir GPU i 40-45 Max
er búin að setja upp alla drivera að ég held.
passaði vel thermal paste þegar að ég setti saman notaði (Thermal grizzly)
eru menn að undirvolta þessa örgjörva til að ná þeim niður í hita eða er þetta bara eðlilegt ?

SPECS
Móðurborð ASUS Z790 ROG MAXIMUS HERO
CPU Intel i9 13900kf
CPU kæling Corsair i150 elite lcd

4x 120mm exhaust viftur 3 af þessum viftum er í gegnum 360mm radiator fyrir CPU kælinguna
6x 120mm intake viftur
en virðist ekki skipta máli að vera með þær allar í botni eða að taka hliðina af kassanum það hefur engin áhrif á CPU hitan

Re: Intel i9 13900k CPU Hiti (hjálp)

Sent: Fim 09. Mar 2023 03:35
af Henjo
Linus var að uploada vídjói sem gæti aðstoðað þig: https://www.youtube.com/watch?v=IawfrWLDN4U

sorry

gangi þér vel

*Templar mun væntanlega láta sjá sig bráðlega og verður vonandi til meira gagns en ég.

Re: Intel i9 13900k CPU Hiti (hjálp)

Sent: Fim 09. Mar 2023 07:19
af jonsig
Intel i9 13900k CPU Hiti (hjálp) = :lol:

Re: Intel i9 13900k CPU Hiti (hjálp)

Sent: Fim 09. Mar 2023 07:29
af Benzmann
Ég hef ekki verið að lenda í þessu eins og þú.
Minn er að maxa í kanski 75-80c, í idle eða léttri vinnslu þá er hann í 45c

Ég er að nota Corsair H170i, ég bætti hinsvega auka viftum á vatnskælinguna.
Ég er með 6x Corsair ML140 viftur á vatnskælingunni, einnig er ég með 4x Corsair ML120 og 3x Corsair ML140 Pro viftur sem intake
Þetta er allt í Corsair 7000D kassa.

Ég myndi athuga kælikremið hjá þér, gæti verið of mikið myndi mig gruna.
Myndi einnig checka á BIOS stillingu hjá þér, prófa að slökkva á intergrated GPU stillingu fyrir örgjörvann, breyta henni yfir í dedicated
Þá mun leikurinn aðeins nota skjákortið þitt í alla graphic vinnslu og minna álag á örgjörvann.

Re: Intel i9 13900k CPU Hiti (hjálp)

Sent: Fim 09. Mar 2023 08:25
af Templar
Allir í þessu, nýi veruleikinn að spækar fara í 95-100c nema að menn séu með yfir meðallagi kælingar og þetta er í lagi en allt dótið er að sósast í hita og ég skil að men vilji ná þessu niður, hefur áhrif á PCI slott hittann og GPU osf.

Getur unnið þetta í þessari röð, auðvelt yfir í smá skrúfi mál.

1 > Settu 253W max power í BIOS og settu svo -0.125v í VF offsett eftir 5GHz, spækarnir verða 80-90C eftir þetta.

2 >> Næsta skref ef að ofan er ekki nóg er alvöru thermal paste, Kryonut eða betra.

3 >> Eftir það að bæta við viftum á vantskælinn, ekki hafa aðeins viftur á einni hlið í push eða uppl config, vertu með push og pull á sama tíma, eru strax nokkrar gráður þarna.

Re: Intel i9 13900k CPU Hiti (hjálp)

Sent: Fim 09. Mar 2023 10:21
af jonsig
Templar skrifaði:1 > Settu 253W max power í BIOS og settu svo -0.125v í VF offsett eftir 5GHz, spækarnir verða 80-90C eftir þetta.


-125mV slæmt bin gæti krassað við þetta eða asus TUF móðurborð :japsmile

Re: Intel i9 13900k CPU Hiti (hjálp)

Sent: Fim 09. Mar 2023 10:22
af Templar
Ef hann er með 253W limit virkar þessi háa tala í fleiri tilfellum en færri, ef hann er ekki með neitt W limit þá crashar þetta 99% thegar Thermal Boost kickar inn..
>> Verður að setja 253W PL2 limit inn sem sagt.
Án PL2 W limit erum við að tala um kannski -0.020 sem væri safe.
Jonsig, þú hefur ekki trú á TUF? :D haha..

Þú vinnur þig svo niður í ef þú lendir í einhverjum óstöðuleika, ferð í -0.100, -0.075 osf. Flestir ná svona háu offsett svo lengi sem að þú er með fast 253W PL2 limit.

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Lau 11. Mar 2023 21:48
af Seawarrior
Ég þakka svörin.


Er búin að setja GPU sem primary i bios og ath með max power sem var í 253W prufaði aftur testið og bara við það að setja GPU sem primary fór hitinn niður í kringum 80 gráður og spikar einstaka sinnum í 85-7 :8) en langar að reyna ná þessu neðar en kælingin virðist virka fínt, hitinn á vökvanum fer ekki yfir 36 gráður en ætla samt að reyna finna 3 eins Corsair ML Elite viftur eins og eru fyrir á CPU kælinum og prufa push og pull.
Er með Thermal grissly kryonaut ætla að taka nokkur test í viðbót og skipta svo um kælikrem og sjá hvort það bæti þetta eitthvað en fyrst að hitinn er komin undir 90 gráður þá þori ég ekki að fara fikta í að undir volta

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Lau 11. Mar 2023 23:12
af Templar
Vel gert, þetta mun virka 100%.. key að hafa 253W og halda áfram þaðan.

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Mán 13. Mar 2023 14:42
af gotit23
á til bracket hand þér til að mögulega lækka hítann um 8-10 gráðu ef þú hefur áhuga.

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Mán 13. Mar 2023 14:44
af Templar
Þessi rammi virkar, mæli með að þú takir hann.

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Mán 13. Mar 2023 16:44
af Seawarrior
gotit23 skrifaði:á til bracket hand þér til að mögulega lækka hítann um 8-10 gráðu ef þú hefur áhuga.


sendi á þig skilaboð :)

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Mán 13. Mar 2023 16:50
af Seawarrior
Templar skrifaði:Vel gert, þetta mun virka 100%.. key að hafa 253W og halda áfram þaðan.




Mig langar að prufa eitthvað annað thermal paste, með hverju mælir þú ?

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Mán 13. Mar 2023 17:22
af Templar
Það er smá eins og að spyrja um dekkjaráðleggingu, besta dekkið er það sem menn keyptu seinast en menn vilja alltaf réttlæta sín eigin kaup og trúa því að þeir hafi það besta... Ég get sagt hins vegar að ég nota núna Thermal Grizzly Kryonut Extreme á bæði CPU og GPU, fæst í Kísildal. Þetta kælikrem er í 1-2 sæti í öllum testum sem eru einhvers virði og líklega besta overall kremið sem hægt er að fá í dag. Getur fengið einstaka krem sem er auðveldara að setja á, ekki að það er erfitt með Kryonut, en það hefur smá klístur í sér sem er alveg nauðsynlegt og sérstaklega á GPU þar sem þú ert ekki með heat spreader og setur beint á kubbinn sjálfann. Can't go wrong með þessu kælikremi og flestir sjá muninn.
undervolting, ramminn og nýtt krem, 7-15c lækkun guaranteed, ef þú setur svo push pull líka þá endarðu með super setup.

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Þri 14. Mar 2023 08:30
af Frost
gotit23 skrifaði:á til bracket hand þér til að mögulega lækka hítann um 8-10 gráðu ef þú hefur áhuga.


Nú velti ég fyrir mér. Myndi ég græða á svona bracket-i með 13700K og loftkælingu?

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Þri 14. Mar 2023 08:49
af jonsig
Seawarrior skrifaði:
Templar skrifaði:Vel gert, þetta mun virka 100%.. key að hafa 253W og halda áfram þaðan.




Mig langar að prufa eitthvað annað thermal paste, með hverju mælir þú ?



Endilega kveiktu í peningunum þínum.


Frost skrifaði:
gotit23 skrifaði:á til bracket hand þér til að mögulega lækka hítann um 8-10 gráðu ef þú hefur áhuga.


Nú velti ég fyrir mér. Myndi ég græða á svona bracket-i með 13700K og loftkælingu?


Prufaðu washer mod.

Er með washer mod á mínum 13900 og bara þetta ódýra arctic krem, eini möguleikinn á að keyra hitann niður er með undervolting og hafa 360mm AIO eða custom loop.
Ekki láta auglýsingarugl plokka af ykkur pening fyrir mjög svo takmarkaðan árangur ef einhvern.

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Þri 14. Mar 2023 08:49
af Templar
Allan daginn, 5c guaranteed ef ekki meira. Var með 12900K og KS á svona ramma, skóf næstum 10c af KSinum.

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Þri 14. Mar 2023 08:59
af jonsig
þessi þráður ætti að vera sticky hérna á vaktinni The myth of thermal compound (igors lab)

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Þri 14. Mar 2023 12:37
af Templar
Já góð grein frá Igor, paste-ið skiptir máli en ekki alveg alltaf fyrir þær ástæður sem framleiðendur segja og stundum mjög litlu í sumum aðstæðum, hann setur þó fyrirvara auðvitað að því meiri W sem þú pumpar því meira skiptir þetta þó eða þá byrjar þetta að skipta máli, hann er ábyrgur þó svo að þegar greinin er skrifuð telst 150W svaka mikið og hann gæti sagt að þetta skipti engu máli fram að 100-150W, vel gert hjá honum. Varstu búinn að sjá greinina um Kryonut og Kingpin paste-ið, sama paste en annar litur? Gaman að þessu.

Klístursstig hefur helling að segja líka, þú færð t.d. mun minni pump áhrif á paste-ið á GPU frá Kryonut en MX sem er með lægra klísturstig. Ég get staðfest að 4090 á Kryonut vs. stock er þó 5-10C lægra bæði idle og undir load en þar erum við líka að tala um mjög há W sbr. því sem greinin talar um.

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Þri 14. Mar 2023 22:19
af jonsig
Megnið af þessu stöffi er rebrand eða custom job. OEM's gætu verið t.d. 3M , Dow Corning.

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Mið 15. Mar 2023 08:28
af Templar
Líka að fyrirtæki eru að selja X brand en skipta svo um supplier og selja X brand áfram þó svo að þetta sé klárlega ekki sama kælikrem.
En innihaldið er solid í greininni, ef þú ert með 100-150W max þá að kaupa "brand" kælikrem þá skiptir næstum ekki máli hvaða krem þú kaupir, bestu kremin eru öll "nógu góð" og einn þarf að fara hátt í hitatölum áður en premium stöffið gerir alvöru mun.

Re: Intel i9 13900kf CPU Hiti (hjálp)

Sent: Þri 21. Mar 2023 10:29
af Benzmann
skil þetta eftir hér