Ég giska á að margir hér þekki microcenter.com en fyrir þá sem ekki gera það ...
Þegar sá gállinn er á þeim snertir enginn tilboðin þeirra, sbr þessi tvö sem nú eru í gangi:
R9 7900x, ASUS B650E-F ROG Strix Gaming WiFi, G.Skill Flare X5 Series 32GB DDR5-6000 Kit.
Verð $600 == 88.000 ISK (á Visagengi) + söluskattur (oftast á bilinu 0 - 8%).
R9 7950x, ASUS X670E Pro Prime WiFi, G.Skill Flare X5 Series 32GB DDR5-6000 Kit.
Verð $850 == 125.000 ISK (á Visagengi) + söluskattur (oftast á bilinu 0 - 8%).
Maður andvarpar þegar mar sér svona og óskar sér til USA á stað með Microcenter búð, því einhver þarf að mæta í búðina til að ná í djönkið.
Ef ég væri í færi, tæki ég annað hvort tilboðið + 64GB DDR5 5200 og svo myndi ég selja 32GB kittið hér á vaktinni.
Sem sagt ef þið eruð í USA, tékkið á Microcenter. Kannski er eitthvað áhugavert í gangi fyrir ykkur, hver veit.
Tilboðin í Microcenter - engin betri þegar þeir eru í stuði.
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 509
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur