Síða 1 af 1

Windows boot drive ves eftir update

Sent: Mið 15. Feb 2023 09:53
af Fennimar002
Sælir félagar,

Vinnuvélin lenti í einhveju veseni í gær þegar ég lét hana update'a eftir vinnu í gær. Bootar ekki í windows þegar kveikt er á vélinni og kemur upp "inser boot drive" prompt. Yfirleitt væri mér sama og myndi búa til nýtt windows á boot drifið, en þar sem það eru mikilvægir hlutir á drifinu, þá get ég ekki látið það slide'a.
Hvernig væri best að snúa sér að þessu? Öll ráð vel þegin!

Re: Windows boot drive ves eftir update

Sent: Mið 15. Feb 2023 10:12
af Hausinn
Er þetta M.2 drif eða SATA drif? Myndi prufa að aftengja og tengja aftur, annars gæti eitthvað hafa klikkað annað hvort í drifinu eða boot manager.

Re: Windows boot drive ves eftir update

Sent: Mið 15. Feb 2023 10:31
af Fennimar002
Hausinn skrifaði:Er þetta M.2 drif eða SATA drif? Myndi prufa að aftengja og tengja aftur, annars gæti eitthvað hafa klikkað annað hvort í drifinu eða boot manager.


Þetta er Sata. Búinn að prufa aftengja og tengja aftur. Drifið kemur upp í bios allavega. Ætla giska að það sé vesen í boot managerinum. Er hægt að laga það?

Re: Windows boot drive ves eftir update

Sent: Mið 15. Feb 2023 10:54
af worghal
sést diskurinn í bios? nærðu að komast á hann í gegnum windows setup usb?
mögulega þarftu að gera þetta https://youtu.be/vl6rnXcfvwQ?t=302

Re: Windows boot drive ves eftir update

Sent: Mið 15. Feb 2023 11:12
af Hjaltiatla

Re: Windows boot drive ves eftir update

Sent: Mið 15. Feb 2023 14:34
af Fennimar002


skoða þetta. Takk!

Re: Windows boot drive ves eftir update

Sent: Mið 15. Feb 2023 23:01
af brain
er hann ekki örugglega settur sem boot drive ? ath í F12 þegar hún er að boota.

Re: Windows boot drive ves eftir update

Sent: Mið 15. Feb 2023 23:38
af Fennimar002
brain skrifaði:er hann ekki örugglega settur sem boot drive ? ath í F12 þegar hún er að boota.


Allt var venjulegt í bios.

Henti drifinu í main tölvuna mína heima og náði að boota af drifinu. Windows fór beint í update og slökkti á sér eftir 3 update restarti. Ræsti tölvuna aftur og fór beint í síðasta þrepið á update'i og virkar fínt núna.

Komið í lag allavega for now \:D/