Síða 1 af 1

Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Lau 04. Feb 2023 02:22
af absalom86
Hvar eruð þið að kaupa kassana fyrir buildinn ykkar? Finnst vera svo lélegt úrval hérna á klakanum, t.d. engin með lancool iii mesh, o11 evo né hyte y60 að því mér sýnist.

Eru einhverjir að panta sér kassa að utan? Ef svo, hvernig eruð þið að díla við risa sendingarkostnað?

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Lau 04. Feb 2023 10:40
af Trihard
tölvutek er með Lian Li Lancool kassa

Edit: OCUK er hægt að forpanta Lancool III mesh svo ég býst við að hann verði fáanlegur hjá tölvutek á næstunni.

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Lau 04. Feb 2023 10:50
af Moldvarpan
Ég mæli með Corsair Carbide 330R kassanum, vel hljóðeinangraður og þæginlegur, en samt ekki of þungur.
En sýnist þó hann ekki vera lengur í sölu hér heima. Keypti minn hjá Att.is á sínum tíma.

Get ekki hjálpað þér ef þú ert að leita af ljósashowi, það er ekki minn tebolli.

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Lau 04. Feb 2023 11:00
af Hausinn
Finnst sjálfur vera ekkert af úrvalinu fyrir ATX og mATX kössum hérlendis. Fullt af flottum kössum til. Hins vegar vantar aðeins upp á úrvalið fyrir ITX kassa. Eini sem finnst hérlendis sem ég veit að er góður er Cooler Master NR200P. Aðrir vinsælir kostir eins og Dan Case eða SSUPD Meshlicious þarf að panta erlendis.

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Lau 04. Feb 2023 11:15
af jonsig
Bequiet! kassar eru sexy. Ég skemmdi hlíf á mínum og þeir sendu mér nýja ókeypis að utan.

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Lau 04. Feb 2023 14:22
af Semboy
Eg sjalfur langadi i hvitan Fractal Design Torrent svo eg keypti svartan hja tl:< thad taeki 20 daga fra amazon :< og mun dyrara.

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Lau 04. Feb 2023 19:22
af Benzmann
Ég hef yfirleitt fengið Tölvulistann til að sérpanta kassa fyrir mig.

Sérpantaði nýlega Corsair 7000D kassa frá þeim, og auka bakhlið til að setja í staðinn fyrir gler hliðina sem fylgir honum.


Ef þú sérð að verslanir hér á landi eru að selja mikið af vörum frá sama framleiðanda, en eru t.d ekki að selja kassa sem þig langar í frá þeim framleiðanda, þá geta þeir eflaust komist í hann fyrir þig

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Þri 07. Feb 2023 14:16
af Televisionary
Megnið af tölvunum í umferð hjá mér sér ekki nokkur sála, ég tek það ódýrasta sem ég finn af kössum. Er ánægður ef ég finn svarta með engu gleri. Keypti RGB minni um daginn af aðila hérna á vaktinni og það sér ekki nokkur maður í það.

Ef þetta á að sjást kaupi ég eitthvað aðeins smekklegra en vil þó sjaldnast setja mikinn pening í þetta. Finnst allt yfir 15-20 þúsund vera endaleysa.

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Þri 07. Feb 2023 19:36
af Benzmann
Televisionary skrifaði:Megnið af tölvunum í umferð hjá mér sér ekki nokkur sála, ég tek það ódýrasta sem ég finn af kössum. Er ánægður ef ég finn svarta með engu gleri. Keypti RGB minni um daginn af aðila hérna á vaktinni og það sér ekki nokkur maður í það.

Ef þetta á að sjást kaupi ég eitthvað aðeins smekklegra en vil þó sjaldnast setja mikinn pening í þetta. Finnst allt yfir 15-20 þúsund vera endaleysa.



Já, þessir kassar eru yfirleitt dýrir, enda er sendingarkostnaðurinn til Íslands stundum 2x verðið á kassanum sjálfum vegna þyngdar,

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Mið 08. Feb 2023 01:01
af Kópacabana
Hef í fortíðinni mestmegnis verslað tölvurkassa af Att.is, engin sérstök ástæða fyrir því þannig séð. Þeir hafa bara verið með þá turna sem ég vildi eða vantaði í smíði á þeim tíma.

Uppá síðkastið hef ég verið að versla mest við Kísildal, bæði afþví þeir eru með flotta kassa en aðallega útaf þjónustan hjá þeim er til fyrirmyndar.
eitthvað sem Tölvulistinn mætti taka sér til fyrirmyndar, hef ekkert nema slæmar reynslur þaðan.

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Mið 08. Feb 2023 13:11
af traustitj
Ég versla allt mitt non-apple dót í Kísildal. Þeir eru með rosa þjónustu og verðin þeirra eru það góð að ég panta ekkert að utan sem ég fæ ekki frá þeim

Re: Hvar er fólk að kaupa tölvukassa?

Sent: Mið 08. Feb 2023 13:25
af drengurola
jonsig skrifaði:Bequiet! kassar eru sexy. Ég skemmdi hlíf á mínum og þeir sendu mér nýja ókeypis að utan.

Uppbátur á Bequiet. Ég þurfti að vera í samskiptum við þá vegna PS-shroud og fékk alveg últra súper þjónustu og leiðbeiningar. Keypti minn í Kísildal og verðið var ekki út úr kú.