Heimilisgeymsluþjónn
Sent: Fim 02. Feb 2023 00:04
Með hverju mæla menn til að hýsa Nextcloud eða sambærilegt og geyma gögn fyrir heimilið? Ég hef ekki sérherbergi í þetta því miður svo það er algjört skilyrði að það fari lítið fyrir þessu og sé eins hljóðlátt og kostur sé. Svo vill maður auðvitað stilla verðinu í hóf líka. Hvarflaði að mér að setja bara saman eitthvað ITX dót, skella NH-P1 á það og segja það gott en þá færi þetta ekki mikið undir 100þ kallinn - og það áður en maður væri farinn að skoða geymsludiskana.
Manni datt kannski helst þá í hug einhverja svona smátölvu t.d. https://en.store.minisforum.de/collecti ... emini-th50 sem hafa þá pláss fyrir 1 x M.2 + 2 x 2.5" diska en ég fann engar sem styðja svo mikla geymslu hér heima.
Er einhver að gera eitthvað svipað eða lumar annars á góðum ráðum í þessu?
Manni datt kannski helst þá í hug einhverja svona smátölvu t.d. https://en.store.minisforum.de/collecti ... emini-th50 sem hafa þá pláss fyrir 1 x M.2 + 2 x 2.5" diska en ég fann engar sem styðja svo mikla geymslu hér heima.
Er einhver að gera eitthvað svipað eða lumar annars á góðum ráðum í þessu?