Síða 1 af 1

Heimilisgeymsluþjónn

Sent: Fim 02. Feb 2023 00:04
af njordur9000
Með hverju mæla menn til að hýsa Nextcloud eða sambærilegt og geyma gögn fyrir heimilið? Ég hef ekki sérherbergi í þetta því miður svo það er algjört skilyrði að það fari lítið fyrir þessu og sé eins hljóðlátt og kostur sé. Svo vill maður auðvitað stilla verðinu í hóf líka. Hvarflaði að mér að setja bara saman eitthvað ITX dót, skella NH-P1 á það og segja það gott en þá færi þetta ekki mikið undir 100þ kallinn - og það áður en maður væri farinn að skoða geymsludiskana.

Manni datt kannski helst þá í hug einhverja svona smátölvu t.d. https://en.store.minisforum.de/collecti ... emini-th50 sem hafa þá pláss fyrir 1 x M.2 + 2 x 2.5" diska en ég fann engar sem styðja svo mikla geymslu hér heima.

Er einhver að gera eitthvað svipað eða lumar annars á góðum ráðum í þessu?

Re: Heimilisgeymsluþjónn

Sent: Fim 02. Feb 2023 09:44
af Semboy
Ég sjálfur með 40TB server sem er bara niðri í geymslu og með ljósleiðara a milli hann. Hann er að taka við steam leikir og allt sem ég hef a símanum, fer sjálfkrafa tharna inn.

Edit:Og svo er ég með annan server í geymslu á sama stað. Hann er í dmz.

Re: Heimilisgeymsluþjónn

Sent: Fim 02. Feb 2023 09:46
af CendenZ
Hvað erum við að tala um margar vélar og hvað mikið af gögnum ?

100 þúsund kall er vel yfir hóf, ég meina... ertu að tala um notaða nuc vél og utan á liggjandi kælda hýsingu og tekur backup einu sinni í viku og svo sér nuc vélin um að henda þessu í ský ? þá ertu í kannski 80 þús kalli max með nokkur tb

Ég var með slíkt setup en í dag er ég bara með google drive á 5 vélum sem sér um þetta og kostnaðurinn er slikk. Ef þú ert bara að tala um nokkur gb þá er eina vitið að fara í google drive/onedrive/dropbox

Re: Heimilisgeymsluþjónn

Sent: Fim 02. Feb 2023 14:37
af Kristján Gerhard
Sá þetta um daginn: https://www.kickstarter.com/projects/st ... access-nas

Gæti mögulega hentað.

Re: Heimilisgeymsluþjónn

Sent: Fim 02. Feb 2023 17:26
af Hjaltiatla
Finna hentuga fartölvu sem er með pláss fyrir diskana og er með 1 Gig netkort (t.d gamlan Thinkpad) ?
Flestar Thinkpad vélar eru með góðan Windows og Linux stuðning og eru með innbyggðan UPS(batterý) ef rafmagn fer af húsnæðinu.
Einnig heyrist voða lítið í fartölvum.

Og að sjálfsögðu þarftu að afrita allt stöffið :)

Re: Heimilisgeymsluþjónn

Sent: Fim 02. Feb 2023 20:42
af Hlynzi
https://bland.is/til-solu/raftaeki/tolv ... a/4757806/

Gætir skellt þér í þennan, ég keypti svona einmitt og er með diskana speglaða. Það heyrist smá í þessu þegar hann keyrir upp diskana en annars drifið bara inní geymslu svo ég verð aldrei var við það, ég keypti svo sérstaklega 2x 6 TB WD RED NAS diska í þetta.

Re: Heimilisgeymsluþjónn

Sent: Mán 13. Feb 2023 23:34
af njordur9000
Takk fyrir öll svörin. Það fór alveg á milli hluta að fylgja þessu eftir.

Nú er maður helst kominn á að borga bara okurverð fyrir Raspberry Pi CM4 á Ebay og grípa svona græju frá Ali:
https://www.aliexpress.com/item/1005005082963752.html
Það yrði alls í kringum 50þ komið heim sem er í meira lagi en þó ekki alveg galið.

Semboy skrifaði:Ég sjálfur með 40TB server sem er bara niðri í geymslu og með ljósleiðara a milli hann.


CendenZ skrifaði:Hvað erum við að tala um margar vélar og hvað mikið af gögnum ?

100 þúsund kall er vel yfir hóf, ég meina... ertu að tala um notaða nuc vél og utan á liggjandi kælda hýsingu og tekur backup einu sinni í viku og svo sér nuc vélin um að henda þessu í ský ? þá ertu í kannski 80 þús kalli max með nokkur tb

Ég var með slíkt setup en í dag er ég bara með google drive á 5 vélum sem sér um þetta og kostnaðurinn er slikk. Ef þú ert bara að tala um nokkur gb þá er eina vitið að fara í google drive/onedrive/dropbox


Við erum að tala um eina vél sem ætti að hýsa einn Nextcloud þjón. Hvað áttu við að þú sért með Google Drive á 5 vélum? Meinarðu 5 client vélar á sama aðgangi? Ég er með Google Drive en þetta er mikið af gögnum og af hugsjónaástæðum vil ég geyma mín gögn sjálfur.

Kristján Gerhard skrifaði:Sá þetta um daginn: https://www.kickstarter.com/projects/st ... access-nas

Gæti mögulega hentað.


Þetta hefði verið mjög nærri lagi. Virðist hafa misst af Kickstarterinum samt. Ég hefði líka verið smeykur við þessar þrjár viftur sem ég tel í þessu.

Hjaltiatla skrifaði:Finna hentuga fartölvu sem er með pláss fyrir diskana og er með 1 Gig netkort (t.d gamlan Thinkpad) ?


Er einhver skynsöm leið til að tengja marga SATA diska við eina fartölvu?

Hlynzi skrifaði:https://bland.is/til-solu/raftaeki/tolvur-og-fylgihlutir/my-cloud-expert-ex2-ultra/4757806/


Ég missti af þessu :/