Síða 1 af 1

AMD 7000X3D á leiðinni.

Sent: Mið 01. Feb 2023 18:21
af Templar
Jæja allt að gerast, 7000 series með 3D cache, aðeins eitt chiplet verður með þessu cache-i svo að það þarf að uppfæra OS schedulers fyrir kubbinn, ekkert að því svo sem en áhugavert. Í lok feb.. veislan heldur áfram.

https://www.tomshardware.com/news/amd-a ... g-feb-28th

Re: AMD 7000X3D á leiðinni.

Sent: Mið 01. Feb 2023 23:31
af njordur9000
Verður mjög spennandi að sjá hvernig þeir koma út. Ef þeir verða nálægt því jafnstór uppfærsla og 5800X3D var fyrir Zen 3 verða þetta langbestu leikjaörgjörvarnir sem völ er á. 7800X3D sem kemur í byrjun apríl verður líka bara eitt chiplet (einn kybblingur?) sem ætti að vera öruggari en minna spennandi kostur.

Re: AMD 7000X3D á leiðinni.

Sent: Fim 02. Feb 2023 13:35
af worghal
en þá er stóra spurningin eftir, ætlar Templar að skella sér í Team Red?

Re: AMD 7000X3D á leiðinni.

Sent: Fim 02. Feb 2023 14:33
af ekkert
7900X3D og 7950X3D verða mjög áhugaverðir vegna þess að stýirkerfið mun hafa mikið að segja um afköst. Schedulerinn þarf að vita hvað hvert forrit hentar á hvaða chiplet - mikið L3 skyndiminni eða hærri tíðni? Veit ekki hversu þekkt það er, en oftast er talað um að X3D tekur aðalega frammúr í sumum leikjum. Phoronix sýndi að á linux var útkoman önnur, jú hann hentar í leiki en stærsta muninn má sjá á allskonar compute verkefnum - og í raun og veru ótrúlega fá benchmarks sem sýna eitthvað slowdown miðað við 5800X.

Þetta er líka öðruvísi scheduling vandamál en við höfum séð t.d. á ARM og Intel orgjörvum sem skitast upp í Effeciency kjarna og Performance kjarna. Munurinn á þeim er felst í hraða. Út frá sjónarhorni stýrikerfisins þarf það ekki mikinn tíma til að átta sig á hvaða process sefur að mestu leyti, og hvaða process er alltaf að processa. Það getur líka skoðað hvaða process er framan í notandanum, hvaða process er bakrunnsþjónusta. Það er ekki hægt að reiða sig á það sama með X3D, leikurinn þinn gæti vel verið hraðari á chiplettinu án 3D cache.

Þannig að það er spurninghvernig þetta verður útfært, kannski bara einhverskonar "whitelist" af leikjum sem fær þá preference á 3D chippletið.

Re: AMD 7000X3D á leiðinni.

Sent: Fös 03. Feb 2023 12:43
af Atvagl
Þeir tala sérstaklega um að helst eigi að kæla þetta með AIO - er það ekki bara vitleysa?

Á vefsíðunni þeirra er listi af kælingum fyrir ákveðin TDP. Þar eru bara AIOs fyrir sub-170W TDP örgjörva og mælt með t.d. NH-D15 fyrir sub-105W.

Ég er helst að velta fyrir mér hvort að gamla góða NH-D15 ráði ekki leikandi við t.d. 7800X3D (120W TDP), þar sem það er rated fyrir 220W.

Re: AMD 7000X3D á leiðinni.

Sent: Fös 03. Feb 2023 20:44
af Frost
Atvagl skrifaði:Þeir tala sérstaklega um að helst eigi að kæla þetta með AIO - er það ekki bara vitleysa?

Á vefsíðunni þeirra er listi af kælingum fyrir ákveðin TDP. Þar eru bara AIOs fyrir sub-170W TDP örgjörva og mælt með t.d. NH-D15 fyrir sub-105W.

Ég er helst að velta fyrir mér hvort að gamla góða NH-D15 ráði ekki leikandi við t.d. 7800X3D (120W TDP), þar sem það er rated fyrir 220W.


Ég myndi gera ráð fyrir því. Noctua kælingin er betri en margar AIO kælingar.