7900X3D og 7950X3D verða mjög áhugaverðir vegna þess að stýirkerfið mun hafa mikið að segja um afköst. Schedulerinn þarf að vita hvað hvert forrit hentar á hvaða chiplet - mikið L3 skyndiminni eða hærri tíðni? Veit ekki hversu þekkt það er, en oftast er talað um að X3D tekur aðalega frammúr í sumum leikjum.
Phoronix sýndi að á linux var útkoman önnur, jú hann hentar í leiki en stærsta muninn má sjá á allskonar compute verkefnum - og í raun og veru ótrúlega fá benchmarks sem sýna eitthvað slowdown miðað við 5800X.
Þetta er líka öðruvísi scheduling vandamál en við höfum séð t.d. á ARM og Intel orgjörvum sem skitast upp í Effeciency kjarna og Performance kjarna. Munurinn á þeim er felst í hraða. Út frá sjónarhorni stýrikerfisins þarf það ekki mikinn tíma til að átta sig á hvaða process sefur að mestu leyti, og hvaða process er alltaf að processa. Það getur líka skoðað hvaða process er framan í notandanum, hvaða process er bakrunnsþjónusta. Það er ekki hægt að reiða sig á það sama með X3D, leikurinn þinn gæti vel verið hraðari á chiplettinu án 3D cache.
Þannig að það er spurninghvernig þetta verður útfært, kannski bara einhverskonar "whitelist" af leikjum sem fær þá preference á 3D chippletið.