Síða 1 af 1

úr 144hz í 100hz

Sent: Mið 01. Feb 2023 17:35
af vixby
Hefur einhver reynslu af því að fara úr 144hz niður í 100hz?

Er s.s. að spá í að fara í þennan skjá hjá computer.is https://www.computer.is/is/product/skja ... hz-c34h890

Eina sem situr eftir í mér er að hann er 100hz og hef áhyggjur af því að finna of mikinn mun þegar ég ætla að spila einhverja fps leiki. Haldiði að það muni muna miklu fyrir mann? Annars er ég aðallega að fara nota hann í önnur verkefni / forritun svo hann ætti að vera frekar ljúfur fyrir þann pakka. Einnig að hann hafi usb-c tengi sem ég get tengt við fartölvuna og skipt svo yfir í displayport fyrir borðtölvuna er ansi góður kostur.

Annars einhver annar skjár sem ykkur myndi detta í hug fyrir það sem ég lýsi fyrir ofan? :-k

Re: úr 144hz í 100hz

Sent: Mið 01. Feb 2023 18:13
af Henjo
Var einmitt að fara úr 27 tommu 165hz niður í 32 tommu 75hz. Er að venjast en tekur nokkra daga.

Getur prufað að taka núverandi skjá og einfaldlega stilla hann í 100hz og sjá hvernig það er í smá tíma.

*eða betra, stillt núverandi skjá í 50hz og þegar þú færð nýja 100hz þá ertu bara svaka ánægður.

Re: úr 144hz í 100hz

Sent: Mið 01. Feb 2023 18:39
af vixby
já góð pæling hjá þér að breyta þessu og prófa á gamla skjánum, hugsa að ég geri það í nokkra daga áður en ég læt verða af þessu :)
Annars voða stórt stökk úr 165 í 75! Hvaða skjár varð fyrir valinu hjá þér?

Re: úr 144hz í 100hz

Sent: Mið 01. Feb 2023 18:54
af Henjo
https://elko.is/vorur/aoc-32-q32v4ea-to ... 9572/Q32V4

basic ekkert fancy, vildi 32 sem var 1440 en ekki 4k. Var fyrst að skoða https://www.computer.is/is/product/skja ... hdr400-ips en fannst tónar og litir eru alltof lélegir í honum. Er að vinna mikið með myndir og svona þannig þarf skjá sem er allt í lagi með liti og svona (en þarf ekkert 100% litastillt dót) Hefði líklega tekið samsung skjáinn ef ég væri að hugsa bara um tölvuleiki.

Re: úr 144hz í 100hz

Sent: Fös 10. Feb 2023 17:35
af Henjo
Það tók tíu daga, en ég get stoltur sagt í dag að ég er aftur orðin að heilbrigðum einstakling sem finnst 60/75hz ásættanlegt. Var held ég mest lengi að venjast hvað músin var ekki eins smooth. Og sumir leikir finnst mér actually meira smooth núna því þeir eru ekki að fara á milli 80-160fps, heldur er alltaf fyrir ofan 75.

En hver veit, áður en maður veit af verður maður aftur dottin niður í hyldýpið sem er high refresh rate skjáir.