24 pinna yfir í 8 pinna ATX tengi (fyrir eldri Dell vél)

Skjámynd

Höfundur
Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

24 pinna yfir í 8 pinna ATX tengi (fyrir eldri Dell vél)

Pósturaf Hauxon » Fös 20. Jan 2023 11:09

Ég er með Dell Precision T1700 vél og er að spá í að setja í hana aðeins stærri aflgjafa. Móðurborðið er hins vegar með 8 pinna tengi í PSU í stað þessa venjulega 24 pinna sem er á öllum aflgjöfum. Þetta tengi er ekki til hjá Advania þannig að ég fór að velta fyrir mér hvort þetta gæti verið til hérna heima í einhverri af tölvubúðunum. Man einhver eftir að hafa keypt svona hér heima?

Mynd

Kv. Hrannar
Síðast breytt af Hauxon á Fös 20. Jan 2023 11:10, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 24 pinna yfir í 8 pinna ATX tengi (fyrir eldri Dell vél)

Pósturaf jonsig » Fös 20. Jan 2023 12:10

Þegar ég er í svona rugli , þá fer ég yfir auðvitað pinout og panta mér réttu tengin með að skoða molex cataloginn fyrir minifit jr. Getur verið bölvað hözzl að koma sér inní þetta.



Skjámynd

Höfundur
Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: 24 pinna yfir í 8 pinna ATX tengi (fyrir eldri Dell vél)

Pósturaf Hauxon » Fös 20. Jan 2023 12:38

jonsig skrifaði:Þegar ég er í svona rugli , þá fer ég yfir auðvitað pinout og panta mér réttu tengin með að skoða molex cataloginn fyrir minifit jr. Getur verið bölvað hözzl að koma sér inní þetta.


Ég er svosem ágætur með lóðboltan en öll þessi stykki eru með eitthvað í miðjunni, þétti, viðnám ...chip? Sennilega einfaldast að panta þó að pósturinn taki mann í ósmurt.
Síðast breytt af Hauxon á Fös 20. Jan 2023 12:38, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 24 pinna yfir í 8 pinna ATX tengi (fyrir eldri Dell vél)

Pósturaf jonsig » Fös 20. Jan 2023 15:27

Hauxon skrifaði:
jonsig skrifaði:Þegar ég er í svona rugli , þá fer ég yfir auðvitað pinout og panta mér réttu tengin með að skoða molex cataloginn fyrir minifit jr. Getur verið bölvað hözzl að koma sér inní þetta.


Ég er svosem ágætur með lóðboltan en öll þessi stykki eru með eitthvað í miðjunni, þétti, viðnám ...chip? Sennilega einfaldast að panta þó að pósturinn taki mann í ósmurt.



Hef aldrei séð neitt chip fyrir atx kapla, kannski þéttir en alveg örugglega ekkert viðnám.
þegar jhonny guru var sem virkastur og drottnaði yfir þessum psu reviews þá fannst mér framleiðendur vera troða þéttum á 12V+ til þess að reyna hneppa fyrsta sætið hjá honum, þá var þetta spurning um 1-2mVpp

Sýnist þessi kapall bara gefa 12V - PS(on) - 5VSB - PG og væntanlega reglar móðurborðið sjálft -12V,5V,3.3V

Ef ég væri að baxa í þessu þá myndi ég hreinlega fjarlægja bara þetta 8pin socket á móðurboðinu og lóða í 8stk af 0,5q vír og setja á þetta einhver bílatengi. Fok ljótt ,en líklega áreiðanlegra og mikið minna vesen heldur en að pannta allt dótið í þetta.

Líka hægt að kaupa alla mola og minifit jr terminals á LCSC.com en propper töng kostar slatta.
Að lóða þetta er ekki auðvelt að því leyti að þarna ertu bara með 2x12V víra. og ef þú ert að keyra þetta eitthvað þá brenniru gat í móðurborðið ef lóðning klikkar á 12V eða GND. Síðan eru minifit jr terminals crimp only, svo að mixa þá með lóðbolta er meira en að segja.

Hef mína DiY kapla crimpaða og síðan lóða ég yfir crimpið og helst herpihólk yfir hvern einasta terminal til að hafa þetta MIL-spec :)
Nota 2mm flatan lóðodd og auðvitað metcal :)



Skjámynd

Höfundur
Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: 24 pinna yfir í 8 pinna ATX tengi (fyrir eldri Dell vél)

Pósturaf Hauxon » Mán 23. Jan 2023 14:11

Ég pantaði þetta bara á www.moddiy.com fyrir $13 USD með sendingu.
Verður vonandi komið fyrir páska!