Mýs á Mac
Sent: Þri 10. Jan 2023 21:20
Kvöldið, ég var að byrja nota Macbook Air M1 og ég er nánast farinn að missa vitið yfir músarbendlinum þegar ég tengi við hana mús. Ég er með eina þráðlausa mús og aðra snúrutengda en þegar ég tengi þær við Mac-ann finnst mér ég hafa voðalega erfiða stjórn á bendlinum. Best væri að lýsa því sem að hann væri choppy, ónákvæmur eða laggar/hoppar. Þetta er ekki bluetooth vesen því ég tengdi báðar mýsnar við Windows borðtölvuna hjá mér og þar virka þær eins og draumur á meðan sömu mýs í Macbook stjórnast eins og "þungar" og hoppa.
Trackpadið sjálft virkar mjög vel á tölvunni, í rauninni eins og mýsnar ættu að vera.
Ég hef disable-að shake to find en það gagnaðist ekki.
Trackpadið sjálft virkar mjög vel á tölvunni, í rauninni eins og mýsnar ættu að vera.
Ég hef disable-að shake to find en það gagnaðist ekki.