Síða 1 af 1

AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Sun 01. Jan 2023 11:28
af Templar
AMD mögulega í slæmum málum.

Vapor Chamber galli að valda 110c Hotspot hita og endalausu thermal throttling á nýju kortunum. AMD að bjóða RMA ad svo stöddu.
Þúsundir korta að virdist. Haffi hvernig er kortið þitt?

Der Bauer afhjúpar málið.

https://youtu.be/26Lxydc-3K8

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Sun 01. Jan 2023 13:30
af Haffi
Ég hef tekið eftir smá thermal throttling, ég er reyndar með mjög þröngan og lokaðan kassa.
Ef ég hef hann lokaðan og leyfi viftunum að snúast þá er ég að toppa í 95° eftir 20 mín spilun í Cyberpunk með RT Ultra í 3440x1400p
Kassi lokaður.jpg
Kassi lokaður.jpg (27.71 KiB) Skoðað 3831 sinnum

En ef ég hef hann opinn þá er sagan önnur. Hærri klukkuhraði, minni hiti og meira FPS
Kassi opinn.jpg
Kassi opinn.jpg (28.1 KiB) Skoðað 3831 sinnum


Hérna er svo pyntingarklefinn sem um ræðir.
PXL_20230101_125842271.jpg
PXL_20230101_125842271.jpg (127.84 KiB) Skoðað 3831 sinnum

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Sun 01. Jan 2023 14:52
af Templar
Ok ert ekki að toppa þarna í 110c en þetta er mikill munur á GPU og Hotspot, á nvidia kortunum er 20c mikið, flestir eru með 10 til 15c á bæði 3090 og 4090 í mismun. Er með sjálfur 6 til 9c hjá mér.
Núna verður fróðlegt hvort AMD geti rekið gallann til eigin hönnunar eða undirverktaka.
12v ruglið hjá Nvidia var smámál en þetta er mun stærra í umfangi, þetta er mun nær endurkalli amk. Held að þetta endi sem no questions asked RMA, þeir sem vilja nýtt kort fá nýtt kort.
Viðbót, sýnist kortið þitt vera í lagi, gallinn varð verri þegar kortið var lóðrétt, ferðu eitthvað í það á næstunni?

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Sun 01. Jan 2023 15:48
af drengurola
Já, þetta er stórkostlegt klúður. Ég var orðinn korter í AMD fanboy - en svo komu verðin, afköstin og loks þetta. Þessi kynslóð virðist vera stórkostlegt klúður. Maður bjóst hálfpartinn við svona Ryzen-tímapunkti fyrir GPU - en fékk í staðinn bara dæmigert Radeon-moment. Ég veit ekki hvað er að í þessari sjoppu, en þeir virðast vera að gera allt rangt þessa dagana (eins og þeir hafa stundum gert áður). Ég sagði um daginn að 7900xtx væri jafnvel betra up-sell product í 4090 en 4080, ég stend hálfpartinn við það. Mér finnst bara tvö kort koma til greina í dag fyrir þá sem nenna ekki að skipta oft; 6950 og 4090.

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Sun 01. Jan 2023 16:54
af DJOli
Templar skrifaði:Ok ert ekki að toppa þarna í 110c en þetta er mikill munur á GPU og Hotspot, á nvidia kortunum er 20c mikið, flestir eru með 10 til 15c á bæði 3090 og 4090 í mismun. Er með sjálfur 6 til 9c hjá mér.
Núna verður fróðlegt hvort AMD geti rekið gallann til eigin hönnunar eða undirverktaka.
12v ruglið hjá Nvidia var smámál en þetta er mun stærra í umfangi, þetta er mun nær endurkalli amk. Held að þetta endi sem no questions asked RMA, þeir sem vilja nýtt kort fá nýtt kort.
Viðbót, sýnist kortið þitt vera í lagi, gallinn varð verri þegar kortið var lóðrétt, ferðu eitthvað í það á næstunni?


Er til samanburðar með gtx 1060-6gb.
8°c munur idling.
allt að 10°c munur undir fullu álagi.

Shit hvað þetta er mikill bömmer fyrir AMD.
Maður vonar bara þau spili úr þessu sem best og sýni að þau séu jafngóð, ef ekki betri en keppinautarnir.

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Sun 01. Jan 2023 17:16
af Templar
AMD verður að bregðast hratt við en eftir helgina byrja menn að stoppa sjálfir að selja kortin til að minnka alla vinnuna þessu tengdu svo þessi kort vera ekki tap fyrir seljendur.

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Sun 01. Jan 2023 17:33
af Dropi
Á þetta ekki bara við reference kortin? Þau eru ekki seld hér er það?

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Sun 01. Jan 2023 17:37
af GunnGunn
Þetta er klúður ! en þetta eru bara reference kortin þannig að AIB kortin eru vonandi fín

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Mán 02. Jan 2023 09:53
af drengurola
Lítur út fyrir að þetta vandamál geti átt við öll MBA-kort - þar af leiðandi er best að forðast þau þangað til meira fréttist (t.d. hvaða batch þetta er sem er í ólagi). Það þýðir t.d. Powercolor reference, XFX reference, Sapphire reference og fleiri gætu verið þarna undir. Ath. að þó að AIB aðilar geri sín eigin kort þá selja þeir líka reference útgáfur.

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Fim 05. Jan 2023 07:45
af drengurola
AMD koma loksins með yfirlýsingu:

"We are working to determine the root cause of the unexpected throttling experienced by some while using the AMD Radeon RX 7900 XTX graphics cards made by AMD. Based on our observations to-date, we believe the issue relates to the thermal solution used in the AMD reference design and appears to be present in a limited number of the cards sold. We are committed to solving this issue for impacted cards. Customers experiencing this unexpected throttling should contact AMD Support."

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Lau 07. Jan 2023 00:05
af Templar
Flott hjá þeim, rma og ekkert ves.

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Lau 07. Jan 2023 06:32
af Sinnumtveir
Já, allir búnir að viðurkenna að eitthvað sé að hluta "reference" kortanna, líka "reference" (MBA) korta frá öðrum framleiðendum en AMD. Málið virðist vera að kælirinn eru gallaður í hluta kortanna. Hversu stórum hluta? Ágiskanir sem ég hef séð eru 5-10%.

Hvað er svo að biluðu kælunum? Besta ágiskun akkúrat núna kemur frá Derbauer með aðstoð kælaframleiðanda (ekki þess sem framleiddi gölluðu kælana): Það sé ekki rétt vökvamagn í gufuklefakælunum (vapor chamber cooler), þeas of lítill vökvi í þeim.

I alle fall, klausturfokk mikið en vonandi ekki stærra en 5-10%.

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Lau 07. Jan 2023 16:29
af Sinnumtveir
Sinnumtveir skrifaði:Já, allir búnir að viðurkenna að eitthvað sé að hluta "reference" kortanna, líka "reference" (MBA) korta frá öðrum framleiðendum en AMD. Málið virðist vera að kælirinn eru gallaður í hluta kortanna. Hversu stórum hluta? Ágiskanir sem ég hef séð eru 5-10%.

Hvað er svo að biluðu kælunum? Besta ágiskun akkúrat núna kemur frá Derbauer með aðstoð kælaframleiðanda (ekki þess sem framleiddi gölluðu kælana): Það sé ekki rétt vökvamagn í gufuklefakælunum (vapor chamber cooler), þeas of lítill vökvi í þeim.

I alle fall, klausturfokk mikið en vonandi ekki stærra en 5-10%.


Scott Herkelman @ AMD hefur staðfest hver bilunin er, of lítið vatn í sumum kælum, sjá hér:

https://youtu.be/X87OzJ3bU7o?t=208

Re: AMD í djúpum, mögulegt Total Recall, vapor chamber galli í 7900 seríunni

Sent: Sun 08. Jan 2023 15:05
af Templar
OK sá þetta, gott skref EN ég er sammála Der Bauer með eftirfarandi:
1. Þetta er ekki skrifleg yfirlýsing sem þýðir hún getur ekki verið 100% sönn eða staðist rýni.
2. Ef þetta er smá batch og þeir vita hvaða þá gera þeir recall á þessi serial númer sem er ekki gert.
3. Þetta er ekki light performance issue, kælirinn þolir ekki meira en 250W þegar vantar vökvann, kortið er meingallað.
4. Þeir eiga ekki kort handa öllum eins og sagt er, þetta verða einhverjar vikur og mánuðir áður en allir hafa fengið kort sem vilja.

Ef að AMD veit hvaða kort eru svona þá er gert recall á þau kort, þú setur það ekki í hendur notenda að prófa kortin sín eða "fatta" þetta seinna, kortið eru langt undir eðlilegri kæligetu og því ekkert nema meingölluð þegar vantar vökvann.
Gott skref að leyfa RMA á alla, en þeir hafa ekki hugmynd um hvaða kort þetta eru eða hversu mörg og því er ekki komið með skriflega yfirlýsingu, ef þeir ná að komast yfir hvaða kort þetta eru þá kemur slík yfirlýing skriflega.
ATH. ég vil svo að menn sýni samt AMD skilning, shit happens sem engin ætlar að gerist og þeir eru að reyna að leysa þetta eins vel og þeir geta en þeir hefðu möguleg átt að sleppa því að segjast vita nkl. hvaða kort þetta eru að svo stöddu. En þeir leysa þetta og klárlega halda trausti og trúnaði notenda en þetta sýnir enn og aftur þegar "shit happens" er best að vera með allt 100% uppi á borðinu, viðurkenna vandann sem fyrst og koma á móti við kaupendur áður en menn byrja að "smækka" þetta í "small batch" eða álika yfirlýsingar. Óska AMD vel og myndi kaupa svona kort án þess að hika svo það sé á hreinu.