Síða 1 af 3

Langar að kaupa mér 19" LCD skjá...

Sent: Þri 13. Des 2005 22:00
af DoofuZ
Ég ætla að kaupa mér 19" LCD skjá núna fljótlega en vandamálið er bara að ég hef lítið sem ekkert vit á LCD. Hvaða skjáir eru bestir? Er það ekki örugglega svoleiðis að því minni sem response time er því betra? Hvar fæ ég mest fyrir peninginn?

Og já, verðið skiptir ekki öllu, en samt vil ég ekki fara að eyða fúlgu að óþörfu. Væri fínt að fá skjá á 30-40þús. en ég set samt engin sérstök mörk við 40þús.

Sent: Þri 13. Des 2005 22:16
af SolidFeather
Hyundai L90D+ – 19” LCD, 8ms, 700:1, hátalarar, silfur 35.500kr


Fæst hjá http://www.kisildalur.is

Sent: Þri 13. Des 2005 22:23
af Veit Ekki
Vill bara segja þér að það er sama upplausn á 17" og 19" LCD skjáum og því er spurning hvort þú viljir eyða auka pening í að myndinni er teygt yfir 2" aukalega.

Annars er því minni response time því betra. Samt ef response time-ið er minni en þetta 12ms þá er það fint, ég er t.d. með 17" HP skjá sem er 13ms og hann er alveg að virka í leikjum og horfa á bíómyndir. Lítið sem ekkert ghost.

Sent: Þri 13. Des 2005 23:57
af DoofuZ
Ok, svo ég græði þá s.s. lítið sem ekkert á að fá mér 19" í stað 17"? Og þessi skjár þarna í Kísildalnum, ég er ekki alveg að fíla skjái með hátölurum, vil bara fínann skjá sem á eftir að endast og ekki skemmir ef það eru þægilegar stillingar á honum og svona ;) Hvað er þetta 500:1, 700:1 og það allt annars?

Sent: Mið 14. Des 2005 00:01
af Birkir
DoofuZ skrifaði:Ok, svo ég græði þá s.s. lítið sem ekkert á að fá mér 19" í stað 17"? Og þessi skjár þarna í Kísildalnum, ég er ekki alveg að fíla skjái með hátölurum, vil bara fínann skjá sem á eftir að endast og ekki skemmir ef það eru þægilegar stillingar á honum og svona ;) Hvað er þetta 500:1, 700:1 og það allt annars?
Þetta stendur fyrir Contrast (held að það sé litadýpt á Íslensku).

Sent: Mið 14. Des 2005 00:01
af SolidFeather
Mynd

Held að hátalarar stytti ekkert líftíma skjásins, né gæði. En það virðist hægt vera að taka þá af.

Nema að wICE_man sé að auglýsa vitlaust þarsem að L90D+ er ekki með hátölurum heldur L90D (nema ég sé að rugla)

500:1 eða 700:1 er Contrast Ratio


http://img.shopping.com/cctool/WhatsIs/ ... 1.epi.html

Sent: Mið 14. Des 2005 00:03
af DoofuZ
Er t.d. meira vit í að ég kaupi frekar 17" Samsung SyncMaster 730BF í staðinn fyrir 19" Samsung SyncMaster 930BF þó það muni ekki nema 1000 kr.?

Sent: Mið 14. Des 2005 00:04
af DoofuZ
Er s.s. 700:1 þá betra en 500:1 þegar kemur að skerpu?

Sent: Mið 14. Des 2005 00:08
af Birkir
DoofuZ skrifaði:Er s.s. 700:1 þá betra en 500:1 þegar kemur að skerpu?
Já.

Sent: Mið 14. Des 2005 02:01
af DoofuZ

Sent: Mið 14. Des 2005 04:52
af ICM
Fáðu þér widescreen 720p

Sent: Mið 14. Des 2005 13:01
af Veit Ekki
DoofuZ skrifaði:Er t.d. meira vit í að ég kaupi frekar 17" Samsung SyncMaster 730BF í staðinn fyrir 19" Samsung SyncMaster 930BF þó það muni ekki nema 1000 kr.?


Þetta er eiginlega bara spurning um hvað þú vilt frekar.
Ég var t.d. að spá í að fá mér 19" skjá sem var reyndar alveg mun dýrari en sambærilegur 17" skjár en tók frekar 17" skjáinn þar sem hann var skýrari, mér fannst 19" skjárinn í smá móðu þegar ég fór nálægt honum.

Sent: Mið 14. Des 2005 13:36
af Gestir
bakkaðu þá bara aðeins frá honum ;)

"drúmmtzzzz" :lol:

Sent: Mið 14. Des 2005 14:16
af Veit Ekki
ÓmarSmith skrifaði:bakkaðu þá bara aðeins frá honum ;)

"drúmmtzzzz" :lol:


Já, það væri nú hægt. :)

Á það bara til að vera soldið nálægt skjánum. :roll:

Jahh.. hmm..

Sent: Mið 14. Des 2005 14:43
af coel
Ég hef líka verið að pæla í Acer skjánum og.. I dunno... er einhver gæðamunur á honum og Dell skjánum? Ég hef í sjálfu sér enga rosalega mikla þörf fyrir gimmickin sem virðast koma með Dell gaurnum (minniskortalesar... í skjánum? aldrei séð það áður) og bara, er eiginlega bara að leita mér að stórum skjá sem er með flotta upplausn sem virkar vel í leiki. Er einhver munur á þeim leikjalega séð? Acerinn er með 6ms en Dell 12ms.. CrystalBrite vs UltraSharp (vá hvað ég veit ekkert hvað það er)... hennti flakkaranum mínum óvart í gólfið, kúl... viewing angle ekki gefið upp á dellnum. Jæja, þetta er orðið alveg nógu langt held ég. Hvað finnst ykkur?

öhm..

Sent: Mið 14. Des 2005 14:53
af coel
Hvurn fjandann er ég að bulla... ég er á vitlausum post. Sorry :(
Þetta átti náttlega að vera á 24" Acer postinum..

Sent: Mið 14. Des 2005 23:12
af DoofuZ
Hvað þýðir það þegar í response time stendur t.d. 5ms / 15ms (Typical)? Sjá t.d. hér.

Sent: Mið 14. Des 2005 23:19
af DoofuZ
Svo sé ég að skjáirnir eru annað hvort bara með analog input signal eða bæði analog og digital. Þýðir analog ekki það að skjár er alveg eins tengdur við skjákort eins og CRT skjár og digital að skjárinn er tengdur við þessi nýju tengi á skjákortum í dag, kallast þau ekki DVI tengi eða eitthvað svoleiðis? Er þá ekki betra að ég fái mér skjá sem er með digital en ekki bara analog uppá framtíðina að gera?

Sent: Fim 15. Des 2005 13:43
af Veit Ekki
DoofuZ skrifaði:Svo sé ég að skjáirnir eru annað hvort bara með analog input signal eða bæði analog og digital. Þýðir analog ekki það að skjár er alveg eins tengdur við skjákort eins og CRT skjár og digital að skjárinn er tengdur við þessi nýju tengi á skjákortum í dag, kallast þau ekki DVI tengi eða eitthvað svoleiðis? Er þá ekki betra að ég fái mér skjá sem er með digital en ekki bara analog uppá framtíðina að gera?


Það eru betri myndgæði ef þú ert með skjá sem er með DVI tengi.

Sent: Fim 15. Des 2005 16:23
af BrynjarDreaMeR
19" ViewSonic VX924 > 3MS 37.990.- í start þetta er bara Gamers skjár og er bara ein tær snilld http://start.is/product_info.php?cPath=91_64_96&products_id=1148

Sent: Fim 15. Des 2005 17:24
af Birkir
BrynjarDreaMeR skrifaði:19" ViewSonic VX924 > 3MS 37.990.- í start þetta er bara Gamers skjár og er bara ein tær snilld http://start.is/product_info.php?cPath=91_64_96&products_id=1148
Áttu svona?
Er þetta ekki skjárinn með backlight vandamálið?

Sent: Fim 15. Des 2005 17:40
af BrynjarDreaMeR
nei hann er ekki með backligth vanda mál

Sent: Fim 15. Des 2005 18:00
af Birkir

Sent: Fim 15. Des 2005 18:58
af hahallur
það er víst svona vandamál á öllum þessum skjám.