Síða 1 af 1

Hvaða leikja skjá á maður að fá sér?

Sent: Fös 16. Des 2022 19:50
af playman
Langar í nýjan skjá, búinn að vera skoða fullt en næ aldrei að ákveða mig.
Hvaða skjá mynduð þið mæla með?
Yrði langmest notaður í tölvuleiki, er ekki mikið í fast pace FPS leikjum, er mest í Satisfactory, Elden ring, Death stranding osf.
Langar í 1440p eða 4k, 120Hz+, IPS eða QLED hugsa ég, alls ekki stærri en 32", 27" væri hugsanlega sweetspot, er að nota 24" núna, extra
wide er ekkert að hylla mig neitt, þá aðalega vegna þess að þeir eru svo mjóir, eins er curved ekkert að kalla til mín.
Falleg og rétt upplýst grafík er það ég er að leitast eftir, með eins litlu ghosting og hægt er.
Þarf að fást hérna heima og ekki mikið yfir 100 kallinn.

Re: Hvaða leikja skjá á maður að fá sér?

Sent: Fös 16. Des 2022 19:53
af Penguin6
https://kisildalur.is/category/18/products/2775 sælir ég er nýbúin að fá mér svona og finnst þessir ultrawide frábærir

Re: Hvaða leikja skjá á maður að fá sér?

Sent: Lau 17. Des 2022 05:08
af Addi11
Ég mæli eindregið með þessum https://kisildalur.is/category/18/products/2348
keypti hann fyrir 3 mánuðum og allir leikir breyttust bara og líta mikið betur út. en ég var á 60hz 1080p skjá frá 2ö13 þannig taktu þessu kommenti eins og þú vilt

Re: Hvaða leikja skjá á maður að fá sér?

Sent: Fös 06. Jan 2023 18:27
af fridrik00
Ertu búinn að kaupa skjá? Er sjálfur að leita af góðum 1440p/4k skjá og GET ekki ákveðið mig

Re: Hvaða leikja skjá á maður að fá sér?

Sent: Fös 06. Jan 2023 18:32
af SalvarAron
Mæli með að skoða samsung skjáina

Re: Hvaða leikja skjá á maður að fá sér?

Sent: Fös 06. Jan 2023 18:57
af the hooker
Veit að þú vilt ekki stærri en 32" en verð engu og síður að segja hve svakalega ánægður ég er með nýja LG C2 evo skjáinn minn!

42", 4K, OLED, 120Hz...kem úr 2x 24" 1080p.

Var mjög stressaður að hann yrði of stór, og var til að byrja með, en eftir að ég lækkaði hann aðeins þá hefur hann verið fullkominn. Er með 80cm djúpt borð.

Geggjaður í skot leiki en vá hvað hann skín í söguleikjum, er að prufa RDR2 í fyrsta skipti og algjörlega dett inn í hann.
Er ástfanginn.

Geggjaður líka fyrir productivity t.d. klippa vídeó eða almenn net neysla.

P.s. hvernig setur maður tölvu specs svona undir comments hjá sér? Signature eða ehv?

Re: Hvaða leikja skjá á maður að fá sér?

Sent: Lau 07. Jan 2023 10:08
af TheAdder
the hooker skrifaði:Veit að þú vilt ekki stærri en 32" en verð engu og síður að segja hve svakalega ánægður ég er með nýja LG C2 evo skjáinn minn!

42", 4K, OLED, 120Hz...kem úr 2x 24" 1080p.

Var mjög stressaður að hann yrði of stór, og var til að byrja með, en eftir að ég lækkaði hann aðeins þá hefur hann verið fullkominn. Er með 80cm djúpt borð.

Geggjaður í skot leiki en vá hvað hann skín í söguleikjum, er að prufa RDR2 í fyrsta skipti og algjörlega dett inn í hann.
Er ástfanginn.

Geggjaður líka fyrir productivity t.d. klippa vídeó eða almenn net neysla.

P.s. hvernig setur maður tölvu specs svona undir comments hjá sér? Signature eða ehv?

Nafnið þitt upp til hægri, Prófíll, Prófíll, Breyta undirskrift.
Já "Prófíll" á að vera tvisvar :D

Re: Hvaða leikja skjá á maður að fá sér?

Sent: Lau 07. Jan 2023 10:47
af audiophile
Addi11 skrifaði:Ég mæli eindregið með þessum https://kisildalur.is/category/18/products/2348
keypti hann fyrir 3 mánuðum og allir leikir breyttust bara og líta mikið betur út. en ég var á 60hz 1080p skjá frá 2ö13 þannig taktu þessu kommenti eins og þú vilt


Þessi er solid.

Annars hlakka ég til að sjá þennan sem LG var að kynna:

https://www.lg.com/us/monitors/lg-27gr95qe-b

Re: Hvaða leikja skjá á maður að fá sér?

Sent: Lau 07. Jan 2023 16:22
af playman
Ég ákvað að skella mér á lg-32gp850-b, valdi hann vegna þess að hann var sá besti á rtings.com, miðað við verð og fáanlegur á íslandi á þessum tíma.
Var rosalega hræddur að fara í 32" miðað við hvað ég sit nálægt honum, en hann sleppur alveg.
Er rosalega ánægður með hann, miðað við að koma úr 1080p 60hz, það er nánast eins og maður sé að spila nýja leiki á honum.
En hann er ekki alveg gallalaus samt, stóð eitt skiptið upp frá honum og fór á klósettið, þegar að ég kom aftur sjá ég einhverskonar "flickering" pínu
erfitt að átta sig á því samt, svo tók ég eftir því að hann var kominn með burn-inn á samatíma, pause menuið var hvítt og rosalega
bjart og burn-inn sást nokkuð vel.
Daginn eftir var það farið sem betur fer.
Á svörtum stöðum verður hann svolítið grár, svona svolítið eins og bleeding.

Re: Hvaða leikja skjá á maður að fá sér?

Sent: Lau 07. Jan 2023 19:40
af Hausinn
playman skrifaði:Á svörtum stöðum verður hann svolítið grár, svona svolítið eins og bleeding.

Það að svart kemur fram sem dökkgrátt er eðlilegt á IPS skjám þ.s. þeir þurfa að vera baklýstir, en hins vegar ef það eru bjartari staðir meðfram könntum skjásins þarftu að láta skoða það eitthvað. Kallast "backlight bleed" og er nokkuð algengt vandamál en ekki eðlilegt.