5800x + 4090 bottleneck ?


Höfundur
olisnorri
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 05. Apr 2020 12:24
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf olisnorri » Fim 17. Nóv 2022 21:43

Sælir,

Ég að uppfæra frá 3080ti í 4090 og er að keyra á Ryzen 5800x. Ég uppfærði í 4k skjá um daginn ( LG c2 42 ) og var að keyra leiki þá í 4k. Ég var að spila Hell Let Loose í 4k á 3080 ti + 5800x og var með ca 90-120 fps og GPU Utilization var í 96%-98% ca.

Núna þegar ég er kominn með 4090 og uppfærði PSU frá 850w í 1200w Corsair platinum þá var ég að prufa Hell Let Loose og er með svipað eða jafnvel minna fps frá 3080ti í 4090 og GPU usage er í ca 50-70%max. Að auki var ég að spila Insurgency Sandstorm og þar var ég með 99% utilization á 4090.

Hef lesið og heyrt að Hell Let Loose sé mjög CPU bound þannig spurningin mín er 5800x að bottlenecka 4090 ? og hugmynd mín var að uppfæra í 5800x3D og vantar smá álit á þessu þar sem slík uppfærsla er ekkert gríðarlega kostnaðarmikil.

Vantar aðstoð..



Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1181
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf Templar » Fim 17. Nóv 2022 23:04

Ef þú ert með budget í x3d útgáfuna myndi ég fara í hana, alveg legendary örri og aðeins 0.5-3% undir 13900K að meðaltali í 4k testum hjá tech power up.
5800x3D er enn valid örri og enn ein bestu kaupin. Hoppaðu á þetta og farðu að game-a eins og aldrei fyrr.
Hlekkur á testin.
https://www.techpowerup.com/review/rtx- ... x3d/3.html
Síðast breytt af Templar á Fim 17. Nóv 2022 23:05, breytt samtals 1 sinni.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf jonsig » Fim 17. Nóv 2022 23:30

Getur alveg farið í 600 seriu intel mób með 13900k og notað ddr4 áfram ef ég man rétt.
Samt leiðinlegir (intel) Cpu's sem eru að malla á 70-99°C eitthvað sem ég kann ekki við og nenni ekki.

Notar bara það psu sem PSU calculator segir þér að nota. Nvidia mælir bara með 1300W psu því þeir búast við að þú kaupir eitthvað sorp psu.
Síðast breytt af jonsig á Fim 17. Nóv 2022 23:36, breytt samtals 1 sinni.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 618
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf Dr3dinn » Fös 18. Nóv 2022 09:00

Held þetta sé frekar leikurinn, veit að fólk er að cappa fpsið vegna óstöðugleika tengt þessum leik. (HELL let loose)

Illa kóðaðair leikir þarf oft að cappa enda fara leikirinir bara á yfirsnúning og vilja nota alla resource-a sem þeir komast í án þess að ráða neitt við það.
Hef lent í þessu með nokkra leiki, þarf sem borgar sig bara að maxa fpsið í 60/144 til að fá betri upplifun en að hanga í 500+ fps.

Myndi prófa það áður en þú ferð í einhverjar hardware gloríur.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


Höfundur
olisnorri
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 05. Apr 2020 12:24
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf olisnorri » Lau 19. Nóv 2022 09:57

Templar skrifaði:Ef þú ert með budget í x3d útgáfuna myndi ég fara í hana, alveg legendary örri og aðeins 0.5-3% undir 13900K að meðaltali í 4k testum hjá tech power up.
5800x3D er enn valid örri og enn ein bestu kaupin. Hoppaðu á þetta og farðu að game-a eins og aldrei fyrr.
Hlekkur á testin.
https://www.techpowerup.com/review/rtx- ... x3d/3.html




Ég fór í 5800x3D, og wow segi ég bara



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 672
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 237
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf Henjo » Lau 19. Nóv 2022 11:52

olisnorri skrifaði:
Templar skrifaði:Ef þú ert með budget í x3d útgáfuna myndi ég fara í hana, alveg legendary örri og aðeins 0.5-3% undir 13900K að meðaltali í 4k testum hjá tech power up.
5800x3D er enn valid örri og enn ein bestu kaupin. Hoppaðu á þetta og farðu að game-a eins og aldrei fyrr.
Hlekkur á testin.
https://www.techpowerup.com/review/rtx- ... x3d/3.html




Ég fór í 5800x3D, og wow segi ég bara


Mikill munur? Hef verið að spauglerast að bumpa 3600 mínum uppí 5800x3d



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf jonsig » Lau 19. Nóv 2022 16:08

Varstu ekki bara með lélegt/gallað eintak af 5800x?
Ég myndi skilja mun á 1080p gaming en nánast engan á 4k :popeyed




Höfundur
olisnorri
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 05. Apr 2020 12:24
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf olisnorri » Lau 19. Nóv 2022 18:03

Frá 5800x í 5800x3D var meiri munur enn ég áætlaði aðallega í gaming. Mjög svipað uppá hefðbundna keyrsly enn sá í 2x leikjum hjá mér þá fór ég upp ca 40-50fps í 4k.

Einsog Templar benti á fyrir ofan með benchmarkið þá er 5800x3d ásamt 4090 mjög svipaður eða nánast á pari við 13900k í 4k gaming.

Ég fór í þessa uppfærslu til að squeeza meira afli úr 4090 fyrir 4k gaming og lítur allt út fyrir að það heppnaðist býsna vel.

5800x er mjög öflugur but you gotta dream bigger



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf jonsig » Lau 19. Nóv 2022 18:32

þetta meinta performance boost meikar bara ekki neitt sense í 4k. Ég er forvitinn hvort eitthvað annað hafi verið fubar ? Varstu með hitatölur á cpu á hreinu áður en þú swappaðir ?




Höfundur
olisnorri
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Sun 05. Apr 2020 12:24
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf olisnorri » Lau 19. Nóv 2022 18:46

GPU Utilization fór upp í 90%+ á 3d á 5800x var ég í 50-70%. Nei ég er ekki með hitatölur á hreinu. Sá allavana massivan perf gain í HLL / Insurgency ( ekki best optimizaðir leikir ) enn ekki jafn háan í warzone 2.




Funday
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2015 06:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf Funday » Lau 19. Nóv 2022 19:24

Settu þetta í launch options i hell
-dx12 -USEALLAVAILABLECORES
þetta næstum 2x frames hjá mér



Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1181
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf Templar » Sun 20. Nóv 2022 22:04

Hérna er hægt að sjá fullt af leikjum í 5800X vs. 5800X3d.. V-cache rústar vanilla 5800X, er 6.8% hraðari í 4k, mun meira í lægri res.
https://www.startpage.com/do/search?q=s ... ge.vivaldi


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 502
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 20. Nóv 2022 23:19

Templar skrifaði:Hérna er hægt að sjá fullt af leikjum í 5800X vs. 5800X3d.. V-cache rústar vanilla 5800X, er 6.8% hraðari í 4k, mun meira í lægri res.
https://www.startpage.com/do/search?q=s ... ge.vivaldi


Gæti ekki skýrara verið, hahahaha!



Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1181
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf Templar » Mán 21. Nóv 2022 07:56

https://www.techpowerup.com/review/rtx- ... 7-5800x3d/

Hérna er þetta, 4090 og vanilla 5800x vs. 5800x3d


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||


nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1248
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf nonesenze » Mán 21. Nóv 2022 08:48

Templar. Þetta er same alveg cl20 vs cl14. Af hverju ekki bara að prufa þetta í sömu vél?


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1181
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf Templar » Mán 21. Nóv 2022 13:20

Þeir útskýra þetta svona.
"The goal of this review is NOT to test "5800X vs 5800X3D at similar config," but "The current GPU Test System that I have right now, a decent but slightly aged config, vs 5800X3D the way you would build it today" to find out how much of a difference an upgrade can bring."

En munurinn er svo gríðarlegur, ég er sjálfur alveg smá hissa, mun meira en minni gerir, hratt minni lyftir 0.1% botninum meira en average ris sýnist mér á því sem ég hef skoðað. Vvar að hugsa svipað og Jónsig hvort menn væru nú alveg með riggið sitt í lagi eða ekki en þegar V-cache er að virka þá gerir það mjög mikið, verður spennandi sjá zen4 kubbana með V-cache, verður eflaust svakalegt.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

osek27
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Lau 02. Nóv 2019 02:27
Reputation: 44
Staðsetning: 815
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 5800x + 4090 bottleneck ?

Pósturaf osek27 » Þri 13. Des 2022 11:16

olisnorri skrifaði:

Ég fór í 5800x3D, og wow segi ég bara

Hvað eru tempsin hjá þér á þessum örgjörva? idle og í gaming?
Síðast breytt af osek27 á Þri 13. Des 2022 11:17, breytt samtals 2 sinnum.