Minna spennandi korti man maður varla eftir. Rétt svo hraðara en 3090 Ti á sama verði og minni afköst m.v. verð en á 3080 eða 4090. Nvidia er greinilega að reyna að fá alla til að réttlæta 4090 með þessari gölnu verðlagningu á 4080.
Þess þarf ekki að undra að kortið virðist strax vera hver önnur hilluvara hjá öllum tölvuverslunum landsins sem hafa fengið það:
https://att.is/zotac-rtx4080-trinity-sk ... ddr6x.html
https://kisildalur.is/category/12/products/2839
https://tl.is/zotac-rtx4080-trinity-skj ... ddr6x.html
https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ih ... 617.action
Eins virðist 4090 vera meira og minna til samfellt hjá Kísildal og Overclockers og það án þess að vera að okra miklu ofan á listaverð Nvidiu.
Get allavega sjálfur sagt að í ljósi þessara biluðu verða og svo þess að Nvidia virðist vera að reyna að brenna húsið manns niður í leiðinni sé 7900XTX farið að líta mjög freistandi út. AMD eru þó ekki alsaklausir sjálfir enda virðist 7900XT líka vera á kolröngu verði bara til að fá fólk til að réttlæta kaupin á XTX. En af tvennu slæmu líta þeir ansi mikið betur út.
Kannski er ég of neikvæður en er einhver Vaktari sem sér fram á að kaupa þetta kort?
4080 lent
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 85
- Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
- Reputation: 26
- Staða: Ótengdur
4080 lent
Síðast breytt af njordur9000 á Fim 17. Nóv 2022 15:29, breytt samtals 2 sinnum.
Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512
-
- has spoken...
- Póstar: 156
- Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
- Reputation: 43
- Staða: Ótengdur
Re: 4080 lent
Þetta verð er náttúrulega brandari. Ég sé tilganginn með þessu korti ekki annan en þann að uppselja 4090 og til að reyna að losna við hrúgurnar af 30xx sem allstaðar eru fyrir.