Síða 1 af 1
Aðeins í borg óttans Reykjavik - CPU blokkir festar með átaksmælum.
Sent: Mán 07. Nóv 2022 13:30
af Templar
Sælir
Einhver hérna sem á átaksmælir til að festa CPU blokkir í borðin, er búinn að panta en það er smá bið eftir honum og ástæðan er sú að ég vil aðeins eina tegund og þeirri sem ég safna verkfærum í.. erum að tala um 0.2-1nm
Einhver hérna sem getur lánað mér sinn, skal skila samdægurs, snýstum að jafna út álagið á 13900K gaurinn, finnst vera svo mikið á milli e-cores í hitastigi að ég vil útiloka þetta áður en ég afgreiði sem ekki eitthvað sem þarf úrlausn asap.
@jonsig ?
Re: Aðeins í borg óttans Reykjavik - CPU blokkir festar með átaksmælum.
Sent: Mán 07. Nóv 2022 20:59
af mercury
keypti mer af ek síðunni um daginn. á að herða 0.6n ef ég man rétt. gæti lánað þér það næstu helgi
edit* ekki mælir en herðir max 0.6...
Re: Aðeins í borg óttans Reykjavik - CPU blokkir festar með átaksmælum.
Sent: Mán 07. Nóv 2022 23:18
af Hlynzi
https://www.fossberg.is/vara/ataksmaeli ... 0-500-cnm/ , ekki er hann ódýr...myndi bara herða þetta frekar eftir tilfinningunni þá.
Allir þeir mælar (átakssköft, skröll) sem ég vinn eitthvað með byrja flestir í 5 eða 10 nm.
Re: Aðeins í borg óttans Reykjavik - CPU blokkir festar með átaksmælum.
Sent: Mán 07. Nóv 2022 23:27
af jonsig
Hlynzi skrifaði:https://www.fossberg.is/vara/ataksmaelir-775-50-100-500-cnm/ , ekki er hann ódýr...myndi bara herða þetta frekar eftir tilfinningunni þá.
Allir þeir mælar (átakssköft, skröll) sem ég vinn eitthvað með byrja flestir í 5 eða 10 nm.
Minnstu í vinnunni minni eru 5- 20 N-cm og uppí 200 N- cm og þarf að stilla þá einu sinni -2x á ári eins og með þessa stærri.
Ég nota átaksmælir á allt þetta plexi drasl kringum custom loop því það er bara sorp smbr nylon eða POM. En nota alltaf mælir á skjákort. Hef séð vitlausa herslu brjóta hornið á GPU die, síðan flýtur tinið (bga) með tímanum undir ram og gpu die útaf þrýsting með leiðinda útkomu.
Re: Aðeins í borg óttans Reykjavik - CPU blokkir festar með átaksmælum.
Sent: Þri 08. Nóv 2022 22:19
af Templar
OK Takk Jonsig að lána mér lykilinn, fór strax í þetta, já það er aðeins jafnara hitastig á E-Cores, fór í 0.55 herslu.
Mæli með þessu, eina af viti að nota svona herslumæli með bita á þetta.