Aðvörun - Langt, heilar 3-4 mín að lesa en það er of langt í dag fyrir flesta ok gat skoðað þetta aðeins betur í gær. Langt en skemmtilegt að lesa um þetta. Með fyrirvara um villur og þeir sem vita betur, ekki álykta betur heldur vita betur endilega leggja orð í púkk eða leiðrétta, takk.
Byrja á niðurstöðunni sem er á þessa vegu: Þú ert aldrei að fara að slá nein met á þessum kortum í yfirklukkun því þau takmarkast við 500-540W af Total Board Power /TBP og ekki 600W eins og "stóru" kortin. Hins vegar til að komast í 600W eða meira í TBP þarf að volt modda kortin sem að 99.99% gera aldrei, þú ert ekki takmarkaður á því hve mikið afl kortið getur tekið heldur vcore limited.
Edit: Hvað er volt mod, að breyta BIOS eða soldera á borðið breytingu til að leyfa hærra volt á core-inn til að taka meira afl. Núverandi kort komast ekki yfir ~500W án þessara breytinga. Kort eins og MSI Suprim X er með 600W spennuvirki en Vcore limit sem hindrar að það komist yfir ~ ca. 500W, kortin voru að komast í ca. 480W við OC og aldrei meira þó svo að spennuvirkið væri fyrir 600W, þú þarft því að modda kortið til að rjúfa þetta limit á Vcore og láta kubbinn draga meira afl til að komast yfir 500W.1. Spennuvirkið er minna, í þessu tilfelli er það ekki verra og jafnvel betra fyrir þá sem ekki yfirklukka því það er ekkert á bakhliðum kortanna sem þarf kælingu, engin kælipaddi og engin hitamyndun yfir höfuð. Hentar mér vel sem yfirklukka ekki, meira segja undirklukka og líklega að gefa meira en reviews sýna en þeir eru alltaf með open bench. Real life er þetta að fara að gefa miklu meira en reviews sýna.
2. Hvað varðar þétta og voltstýringu þá vantar mig þekkingu en það sem ég sem neytandi get treyst á er að verkfræðingar Nvidia hafa samþykkt hönnun kortsins að það skili því sem það á að gera á þeim hraða sem auglýst er. Minnir mig aðeins á þegar menn voru að setja 5950X í budget B450 borð, ekkert mál en ef þú last overclockers.com forumið þá voru þetta svo ömurleg borð að þau myndu springa ef þú gerðir það en menn eru enn að keyra þessi borð með þessum örgjörvum, menn bara yfirklukka ekki.
3. Sá að einn skrifaði að ástæðan fyrir þessum stóru kælum á borðunum er sú að Nvidia gaf út 600W takmark til allra AIB framleiðenda því upphaflega átti að nota Samsung 8nm framleiðslu í kubbinn, þessu var svo breytt í TSMC 4nm framleiðslu sem þarf minni orku, minni orku en menn líka áætluðu en 600W markmiðið var komið og því svona mörg borð sem eru með kæli og spennuvirki fyrir 600W. "Low end" SKUin eru enn með 600W kæli en 500W spennuvirki.
4. 600W kortin virðast ekki klukkast neitt hærra eða vera hraðari þrátt fyrir 600W spennuvirki vs. 500W kortin ef þú voltmoddar þau ekki. Dæmi er að Der Bauer var með Aurous Master 4090 sem er mun stærra en GameRock 4090 en það klukkaðist ekki eins hátt úr kassanum, gat ekki rofið 3GHz múrinn. Annað dæmi er að JayzTwoCents klukkaði Asus Strix 4090 minna, já minna en 4090 FE sem er fáránlega flott borð (skil eVGA að beila). 4090 Strix er einfaldlega ekki að klukkast hærra en 500W borðin án voltmods og sýnist Hall of Fame hjá 3Mark staðfesta það.
5. Bakhliðar og OC
Asus Rog Strix 4090.
Bakhlið MSI Suprim X 4090 - Hlussupaddar þarna, mesta sem ég hef séð. Þetta er það mikið að með kortið í turni og lárétt uppsett í PCI slott þá er þetta að fara að verða hitasafnari, kemur hins vegar aldrei fram í reviews þar sem menn setja svona kort í Open Bench og lóðrétt.
Bakhlið Palit 4090, ekkert sem hitnar.
Techpowerup samaburður á OC í viðhengi - óverulegur munur, sá einn sem tók sitt GameRock í 3040MHz á core á lofti, einn hérna á þessu spjallborði sem er þegar búinn að því.
Niðurstaðan með þá hönnun og stærð kortanna er sú að þessi kort eru öll eiginlega næstum eins í frammistöðu óbreytt, breytur eins og thermal paste og thermal paste ásetning er að hafa meiri áhrif en hönnun kortanna en smá skjekkja í thermal paste eða klísturstigi þess getur hækka hotspot á kubbinum sem hefur meiri áhrif á frammistöðina en kælirinn eða spennuvirki á borðinu svo lengi sem einn er ekki að voltmodda.
Sýnist mönnum vera alveg gersamlega óhætt að kaupa hvaða 4090 kort sem er ef þeir eru ekki að voltmodda fyrir extreme OC.
Myndi nota þessa töflu um hávaða sem er í viðhengi til að stýra kaupunum mínum, nokkur kort þarna sem ég myndi ekki vilja, er að keyra mitt GameRock með limited fan curve eða quiet bios. MSI með hljóðlátasta kortið eins og vanalega og sýndist mér það í upphafi að þeir væru með þéttasta kælinn eins og á 3090 seríunni. Menn munu samt áfram sjá MSI og Asus með hæstu yfirklukkin, þetta er svokallaður positive bias en þeir sem kaupa kortin eru þeir sem að tinkera mest fyrir utan það að voltmodda. Hvaða kort myndi ég kaupa ef ég ætlaði að voltmoda, FE eða MSI Suprim. Án voltmodda eða vatnskælingu, Palit eða MSI, Strixinn og Giga Master er svona eins og gaur í 3 hettupeysum því hann er að reyna að lúkka massaður, all show no bang.
Annars er þetta enn ein veislan fyrir neytendur, verðin að lækka, menn geta náð í AMD 6900 og 6950 borð fyrir USD700 í dag og hvert einasta 4090 kort er einfaldlega frábært. Góða skemmtun...