8 pinna splitter

Skjámynd

Höfundur
Gorgeir
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Fim 16. Sep 2010 15:50
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

8 pinna splitter

Pósturaf Gorgeir » Sun 16. Okt 2022 20:28

Sælir
Ég er með tvær spurningar.
Ég er með In-Win A1 kassa með 1070 korti í.
Það tekur aðeins einn 8 pinna kapal.
Ég ætla að uppfæra kortið og það kort þarf tvo þannig (eða 1x8 og svo 1x6).
En það er eins og það sé aðeins 1x8 pinna snúra úr psu (sem fylgdi með kassanum og er ekki modular).
Ég fór að googla og sá að með kassanum á að fylgja splitter sem deilir þessum 1x8 pinna í 2x8 pinna.

Fyrsta spurning, er þannig einhversstaðar til? (Hef ekki fundið með googli á síðunum hér heima)
Önnur spurning, er það alveg solid að splitta svona snúru til að setja í bæði tengin a GPU. Power consumption wise of fleira

https://imgur.com/a/YPU6uV3


Computer: CPU: Intel Core i5 13600K, MOBO: B760 I Gigabyte B760I Aorus Pro AX WiFi ITX DDR5, RAM: 32GB kit (2x16GB) DDR5 6000 MHz,
GPU: Gigabyte GeForce® RTX 3070 Gaming OC, HDD: 500gb 970 evo plus m.2 ssd, Case: In-Win A1,
Monitor: Samsung C32JG50 1440p 144Hz 32"


Server: PR2100, 2x4TB WD RED


TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: 8 pinna splitter

Pósturaf TheAdder » Sun 16. Okt 2022 20:42

EFtir því sem ég best veit, þá er hver svona "kapall" gerður fyrir 150W afl notkun. Þar að auki fær kortið 75W úr PCIe raufinni, ég myndi frekar skoða að skipta út spennugjafanum. Það er hægt að fá mjög góða spennugjafa á ekkert mikinn pening.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
Gorgeir
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Fim 16. Sep 2010 15:50
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: 8 pinna splitter

Pósturaf Gorgeir » Sun 16. Okt 2022 21:06

Takk fyrir svarið.
Var að horfa í þá átt líka.
Er að fara í 3070 kort sem gæti orðið tæpt með núverandi PSU og hvað þá svona splitter.
Nýtt PSU it is.
Síðast breytt af Gorgeir á Sun 16. Okt 2022 21:07, breytt samtals 1 sinni.


Computer: CPU: Intel Core i5 13600K, MOBO: B760 I Gigabyte B760I Aorus Pro AX WiFi ITX DDR5, RAM: 32GB kit (2x16GB) DDR5 6000 MHz,
GPU: Gigabyte GeForce® RTX 3070 Gaming OC, HDD: 500gb 970 evo plus m.2 ssd, Case: In-Win A1,
Monitor: Samsung C32JG50 1440p 144Hz 32"


Server: PR2100, 2x4TB WD RED

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 8 pinna splitter

Pósturaf jonsig » Sun 16. Okt 2022 22:12

Tæknilega geturu tekið uþb 300W með einu 8pin Pci-e tengi sé það high end eins og kaplarnir á t.d. darkpower pro bequiet eða sumum AXi psu frá corsair.

Hinsvegar eru gæðin oft öllu lakari en Bequiet kaplarnir, bæði sverleikinn og gæðinn á pinnunum á sjálfum PSU köplunum getur verið misjafn því er slumpað á 150W sem almennt viðmið. Hinsvegar ertu aldrei öruggur fyrir því að kaplarnir komi ekki gallaðir frá framleiðandanum. Síðan getur komið sambandsleysi á tengið með tímanum, rétt eins og öðrum tengjum.

Persónulega hef ég aldrei séð vandað Y-tengi. Sem gefur þér raunverulegar líkur á að þú getir brennt pci-e mola á skjákortinu sjálfu.
Það er sjálfvirkt warranty void og kostar þig örugglega 40þ. að láta laga ef þú finnur einhvern í það.

Ég skil ekki af hverju menn kaupa sér ekki bara góðan aflgjafa sem endist 8-10ár og sleppa því að stressa bæði þétta og VRM á móðurborðinu/ skjákortinu.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: 8 pinna splitter

Pósturaf Henjo » Sun 16. Okt 2022 22:41

Er ekki beint að svara spurningunni þinni, og því biðst ég afskökunar. En ég myndi mæla með að hreinlega kaupa nýja mjög high quality aflgjafa (sem er að fara duga þér næstu tíu árin) því af minni reynslu þá mun þetta enda hjá þér að þessi In-Win (sem útfrá fordómum mínum er eflaust ekki það góður aflgjafi) mun gefa sig. Gangi þér vel.

Til að gefa þér dæmi, þá er ég ennþá að nota góðan aflgjafa frá 2014. Félaginn minn keypti sér tölvu á svipuðum tíma og var notast við aflgjafa sem fylgdi coolermaster kassanum hans, sá aflgjafi gaf sig eftir 4 eða 5 ára notkun (með látum btw, reykur og sparkar)