Síða 1 af 1

Ferðaskjár (e. Portable monitor)

Sent: Mán 10. Okt 2022 12:17
af KaldiBoi
Daginn Vaktarar!

Ég var að velta fyrir mér portable monitor lausnum sem ég gæti tekið með mér upp á Þjóðarbókarhlöðu eins og þessum:
https://www.amazon.co.uk/MSI-Optix-MAG1 ... 142&sr=8-4

Mínar óskir væru að tengja skjáinn í Mac Air M1 í via USB-C enn ég er bara ekki nægilega tæknifróður til að sjá hvort það virki.

Og því spyr ég ykkur, sem vita flest allt, gengur þetta upp án mikilla vandkvæða?

Og ef svo er hvort þið væruð með uppástungur varðandi aðra möguleika :happy

Re: Ferðaskjár (e. Portable monitor)

Sent: Mán 10. Okt 2022 12:30
af Njall_L
Þetta á alveg að virka án vandræða. Mér reiknast samt að þessi skjár sem þú linkar á sé um það bil 43.700kr (265.65 pund) kominn heim með sendingarkostnaði og tollum.

Í því tilfelli myndi ég sjálfur frekar fara og prófa (staðfesta virkni á þinni tölvu) og síðan kaupa þennan hérna: https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/To ... 227.action

Hef sjálfur verið með augastað á honum, flottur panell, léttur og snyrtilegur

Re: Ferðaskjár (e. Portable monitor)

Sent: Mán 10. Okt 2022 13:10
af Gorgeir
Ég keypti einn frá Kína og notaði hann sem lóðréttur aukaskjár. 15", USB C (hægt að vera með HDMI líka) Keypti hann í okt 2020 og hann er enn í notkun (núna reyndar sem media skjár fyrir stelpuna með Nvidia Shieldinn minn :mad )
Hann kostaði 125 dollara (plús 25 í shipping)
Ég mæli alveg með slíkum díl ef þú villt ekki borga 40-50k.
(ég var að reyna að leita að linknum en hann er týndur í 10k póstum í gmailinu og ég finn hann ekki)

Svo er einnig hægt að nota spjaldtölvu sem aukaskjár (hægt að nota snúru eða ná í app í spjaldtölvuna og vera þráðlaus) Það er líka mjög góð og ódýr lausn ef þú villt ekki spandera neinu.
Þessa lausn er hægt að googla og er ekkert mál.

Re: Ferðaskjár (e. Portable monitor)

Sent: Mán 10. Okt 2022 14:11
af Viktor

Re: Ferðaskjár (e. Portable monitor)

Sent: Þri 11. Okt 2022 15:48
af Hjaltiatla
Sjálfur myndi ég venja mig á virtual desktop þegar ég væri á ferðinni vs það að þurfa að burðast með auka skjá.
Mín tvö cent.