WIFI access punktur ekki að virka
Sent: Lau 08. Okt 2022 17:44
Sæl öllsömul,
Ég keypti mér U6 Lite WIFI accesspoint um daginn hjá Tölvulistanum. Sjá: https://tl.is/ubiquiti-unifi-access-pun ... ite-1.html
Er búinn að tengja græjuna í ethernet port sem tengist inná Ljósleiðarabox (Model FiberTwist-P2414) sem er uppsett hérna í íbúðinni hjá mér.
Það blikkar grænt ljós á ljósleiðaraboxinu í inntakinu þar sem routerinn (Huawei) er tengdur en það blikkar gult ljós þar sem U6 Lite græjan
kemur inn. U6 græjan er uppsett og er að broadcasta SSID nafninu sem ég stillti upp og ég sé það á vélunum hérna heima. En það er eins og tengingin útávið sé ekki að virka í gegnum access punktinn og engin af mínum tækjum (windows, macOS, android) ná netsambandi.
Hefur einhver hér reynslu af þessari græju og hefur tekist að setja hann upp á móti Ljósleiðaranum?
Ég keypti mér U6 Lite WIFI accesspoint um daginn hjá Tölvulistanum. Sjá: https://tl.is/ubiquiti-unifi-access-pun ... ite-1.html
Er búinn að tengja græjuna í ethernet port sem tengist inná Ljósleiðarabox (Model FiberTwist-P2414) sem er uppsett hérna í íbúðinni hjá mér.
Það blikkar grænt ljós á ljósleiðaraboxinu í inntakinu þar sem routerinn (Huawei) er tengdur en það blikkar gult ljós þar sem U6 Lite græjan
kemur inn. U6 græjan er uppsett og er að broadcasta SSID nafninu sem ég stillti upp og ég sé það á vélunum hérna heima. En það er eins og tengingin útávið sé ekki að virka í gegnum access punktinn og engin af mínum tækjum (windows, macOS, android) ná netsambandi.
Hefur einhver hér reynslu af þessari græju og hefur tekist að setja hann upp á móti Ljósleiðaranum?