Nvidia 4080 & 4090? Aðeins minni greddu plís!


Höfundur
Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Nvidia 4080 & 4090? Aðeins minni greddu plís!

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 22. Sep 2022 23:15

Háenda Nvidia 4080/4090 kort sem koma í búðir 12. okt. 2022 virðast vera helst til nærri fáránleikaendanum í stærð orkudrægi. Steve Burke frá GamersNexus fer yfir þetta hérna:

https://www.youtube.com/watch?v=mGARjRBJRX8

Allt dótið er nærri þvi stigi að maður þurfi að setja upp gagnaver heima hjá sér. Að öðrum kortum ólöstuðum (eða þannig :) ) finnst mér vökvakældu Inno3d kortin áhugaverðust.

Vonandi eltir AMD ekki Nvidia ofan í þessa fjölkílóvattaholu alla leið. Vona heitt og innilega að þegar 4060/4070 koma á markað verði þau ekki eins óhæfilega gröð og nýju Nvidia kortin sem menn fá í hendur eftir þrjár vikur. Vona að þau leyfi afkastaukningu með minna orkudrægi og ÁN verðhækkana.




raggos
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia 4080 & 4090? Aðeins minni greddu plís!

Pósturaf raggos » Fim 22. Sep 2022 23:21

Eru þeir ekki að falla í sömu holu og Intel og Amd gerðu áður en Pentium M hönnunin hjá intel sem varð að core arkítektúrnum tók yfir allt af því hún einfaldlega performaði svo vel per watt.




Höfundur
Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia 4080 & 4090? Aðeins minni greddu plís!

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 22. Sep 2022 23:46

raggos skrifaði:Eru þeir ekki að falla í sömu holu og Intel og Amd gerðu áður en Pentium M hönnunin hjá intel sem varð að core arkítektúrnum tók yfir allt af því hún einfaldlega performaði svo vel per watt.


Jú, sóknin eftir afkastkrúnunni sem virðist svo verðmæt virðist fá menn til að skutla allri skynsemi rakleiðis útum gluggann.

Hver er að fara að kaupa þetta drasl? Ekki almenningur, svo mikið er víst. Hundruða þúsunda skjákort, margra tugþúsunda aflgjafar, margra tugþúsunda, stundum hundruða þúsunda móðurborð, osfrv, komið í milljón á nótæm. Alger klikkun. Fyrir hvað? Nokkur fps í ímynduðum myndgæðum?

Sem betur fer er ég vongóður um afkasta/gæðaaukningu umfram verðbólgu en krúnusóknin er orðin helsjúk. Kannski er okkur (þeas ykkur :) ) um að kenna. Að láta glepjast af þeim sem bjóða allra bestu getu, hvernig sem hún var framkölluð, þó við séum aldrei að fara að kaupa þessi "krúnudjásn".




Gurka29
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 17:32
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia 4080 & 4090? Aðeins minni greddu plís!

Pósturaf Gurka29 » Fös 23. Sep 2022 00:24

Er með 3080 í tölvunni minni sem er að draga um 350 til 365 wött uppá sitt besta og hitinn sem kemur frá tölvunni er bara ekkert grín mjög óþæginlegt til lengri tíma við leikjaspilun.

4090 er að draga 450w sem er bara geðveiki ef maður pælir í því. Fáránleg verð og orkufrek kort frá Nvidia leðurjakkafata manninum honum Jensen hann mætti alvarlega hugsa sinn gang. Hver vill borga 400 þúsund fyrir kort sem er nánast ónothæft sökum of mikils hita?.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia 4080 & 4090? Aðeins minni greddu plís!

Pósturaf Nariur » Fös 23. Sep 2022 08:54

Gurka29 skrifaði:Er með 3080 í tölvunni minni sem er að draga um 350 til 365 wött uppá sitt besta og hitinn sem kemur frá tölvunni er bara ekkert grín mjög óþæginlegt til lengri tíma við leikjaspilun.

4090 er að draga 450w sem er bara geðveiki ef maður pælir í því. Fáránleg verð og orkufrek kort frá Nvidia leðurjakkafata manninum honum Jensen hann mætti alvarlega hugsa sinn gang. Hver vill borga 400 þúsund fyrir kort sem er nánast ónothæft sökum of mikils hita?.


Þú býrð á Íslandi. Opnaðu bara glugga. Vandamál leyst.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia 4080 & 4090? Aðeins minni greddu plís!

Pósturaf jonsig » Fös 23. Sep 2022 19:21

Það var varað við þessu að þetta yrðu algerir hitabelgir þessi kort, kæmi mér ekki að óvart ef þau fara ekki að endast í 6ár+ eins og gamla 1080Ti kortið mitt.

Hef verið með 2 og 3 Vega64 kort í Crossfire. Ég var ekki að meika þennan hita, ég hefði þurft að geta tekið gluggan heilan úr á sumrin ef ég ætlaði að loka að mér.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia 4080 & 4090? Aðeins minni greddu plís!

Pósturaf Trihard » Lau 24. Sep 2022 10:17

Gurka29 skrifaði:Er með 3080 í tölvunni minni sem er að draga um 350 til 365 wött uppá sitt besta og hitinn sem kemur frá tölvunni er bara ekkert grín mjög óþæginlegt til lengri tíma við leikjaspilun.

4090 er að draga 450w sem er bara geðveiki ef maður pælir í því. Fáránleg verð og orkufrek kort frá Nvidia leðurjakkafata manninum honum Jensen hann mætti alvarlega hugsa sinn gang. Hver vill borga 400 þúsund fyrir kort sem er nánast ónothæft sökum of mikils hita?.

Mér finnst hitastigið frá 3080 kortinu mínu stilla hitann í herberginu just right, enda smekksatriði




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia 4080 & 4090? Aðeins minni greddu plís!

Pósturaf playman » Lau 24. Sep 2022 17:27



CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9