Síða 1 af 1
Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Mán 19. Sep 2022 18:02
af Sinnumtveir
Nvidia kynnir rtx 4000 seríu sína í beinni útsendingu á morgun, 20. sept. 2022, kl 15 að íslenskum tíma.
Hægt að fylgjast með á GeForce rásinni á youtube hér:
https://www.youtube.com/channel/UCL-g3eGJi1omSDSz48AML-g
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Þri 20. Sep 2022 17:42
af Zethic
Þessi verðhækkun er gjörsamlega farin yfir strikið
4090 - $1599
4080 16GB - $1199
4080 12GB - $899 (4070 basically)
Til samanburðar
3090 - $1499
3080 - $699
3070 - $499
Sá fyrir mér að uppfæra 3070 í midrange 4080 (þá 16GB) en ég tími ekki að punga út 250-300þúsund í skjákort og samt vera langt frá því besta /ENDRANT
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Þri 20. Sep 2022 18:04
af pkpk
Úff, þetta pirrar mig líka svo mikið. Sérstaklega þegar allir setja smá uppfærslur á kortin og selja þau á næstum 2x verði. Það er engin samkeppni við nvidia:(
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Þri 20. Sep 2022 18:10
af emil40
Ég notaði tækifærið og keypti stærsta 3090 ti tuf í dag á 300þ þar sem það var á 170þ afslætti hjá tölvulistanum vegna þess að 4000 línan var að koma
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Þri 20. Sep 2022 19:57
af agnarkb
Jahérna, held að ég haldi mig aðeins lengur við mitt basic 3080 10G sem ég keypti í fyrra á kvartmilljón......
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Þri 20. Sep 2022 21:03
af BudIcer
Keypti mér 2080 árið 2019 á 90k, látum það duga aðeins lengur held ég.
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Þri 20. Sep 2022 21:35
af audiophile
Þessi verð eru algjört rugl. Svo munu AMD koma með sín kort í nóvember og verðsetja þau út frá þessu rugli.
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Þri 20. Sep 2022 21:56
af einar1001
ef þið lesið neðst niðri á myndinni þá eru þeir að spila 4k og nota DLSS 3.
held að það sé góður möguleiki að þessi kort séu ekkert svo mikið betri en 30 series kortinn!
https://www.youtube.com/watch?v=Dq8wrMe ... DanielOwen
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Mið 21. Sep 2022 01:34
af Gurka29
Þetta er nú meira ruglið frá Nvidia þessi verð eru út úr kortinu. Ég trúi því ekki að RDNA3 verði verra en þetta.
3080 var 699$ en 4080 16gb er 1199$ núna. 4080 12gb er augljóslega 4070 nema með 4080 límiða búið að gelda það í drasl og kostar 899$ það sem verra er að þetta er AD104 kubbur lol. Þeir taka fólk þurft, allaveganna var 3080 GA102.
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Mið 21. Sep 2022 10:58
af Templar
Vona að AMD komi sterkir inn, þó svo ég sé bæði með Intel og Nvidia en þessi 2 fyrirtæki væru gersamlega að grilla neytendur ef ekki væri fyrir AMD.
Verðin eru orðin algert rugl.
Hvað varðar Intel, ef ekki væri fyrir ZEN4 þá væri Raptor Lake ekki að koma, svo mikil eru áhrifin af samkeppni, hafið það í huga næst þegar þið kjósið.
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Mið 21. Sep 2022 13:25
af agnarkb
Eftir EVGA drama helgarinnar þá hefur ýmislegt verið að koma í ljós varðandi Nvidia, sá einhverstaðar í gær, held frá JayzTwoCents, að Jensen sjálfur taki allar ákvarðanir varðandi verð á því sem Nvidia framleiðir.
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Mið 21. Sep 2022 18:27
af Zethic
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Fim 22. Sep 2022 06:43
af Sinnumtveir
Aldeilis! Það er gagnlegt að leggja við hlustir eða lesa þegar félagi Linus tjáir sig
Þess utan er það aldrei leiðinlegt
Nvidia til hróss eru þeir þó heldur meira open source en áður nú um stundir. Hvort það endist eða reynist meiriháttar gagnlegt kemur í ljós með tíð og tíma.
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Fim 22. Sep 2022 14:12
af gunni91
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Fim 22. Sep 2022 16:44
af Dropi
Templar skrifaði:Vona að AMD komi sterkir inn, þó svo ég sé bæði með Intel og Nvidia en þessi 2 fyrirtæki væru gersamlega að grilla neytendur ef ekki væri fyrir AMD.
Verðin eru orðin algert rugl.
Hvað varðar Intel, ef ekki væri fyrir ZEN4 þá væri Raptor Lake ekki að koma, svo mikil eru áhrifin af samkeppni, hafið það í huga næst þegar þið kjósið.
Ég hef alltaf kosið með veskinu og kemur ekki til greina að kaupa neitt Nvidia á næstunni, enda vil ég að mitt dót eldist með alvöru supporti. Þvílík tuska í andlitið á 3000 kaupendum þetta DLSS dæmi, svo ekki sé talað um þetta 4070 kort sem þeir vilja endilega kalla 4080. Móðgun.
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Fim 22. Sep 2022 17:26
af Trihard
Dropi skrifaði:Templar skrifaði:Vona að AMD komi sterkir inn, þó svo ég sé bæði með Intel og Nvidia en þessi 2 fyrirtæki væru gersamlega að grilla neytendur ef ekki væri fyrir AMD.
Verðin eru orðin algert rugl.
Hvað varðar Intel, ef ekki væri fyrir ZEN4 þá væri Raptor Lake ekki að koma, svo mikil eru áhrifin af samkeppni, hafið það í huga næst þegar þið kjósið.
Ég hef alltaf kosið með veskinu og kemur ekki til greina að kaupa neitt Nvidia á næstunni, enda vil ég að mitt dót eldist með alvöru supporti. Þvílík tuska í andlitið á 3000 kaupendum þetta DLSS dæmi, svo ekki sé talað um þetta 4070 kort sem þeir vilja endilega kalla 4080. Móðgun.
Skildi kynninguna þannig að hardware-ið fyrir DLSS 3 er ekki til staðar á 3000 kortunum, ef það reynist rétt þá er engin ástæða til að væla yfir verðhækkunum þegar maður fær mun betra performance með nýju kortunum en með gömlu.
Verðlækkanir munu eiga sér stað á þessu öllu saman með tímanum og ég sé persónulega enga ástæðu til að uppfæra úr 3080 kortinu mínu í 4000 kort, algjör peningasóun.
Ódýrasta 3090 kortið kostaði á tímabili eitthvað í kringum 400 þús kall fyrir kannski 1-1.5 ári síðan en núna fær maður það á 230þ í Kísildal og jafnvel enn ódýrara erlendis. Nokkuð skörp verðbreyting, get ekki ímyndað mér að fólk notaði 3090 til að mine-a, það var aðallega 3080
Hérna er útskýrt að gömlu kortin eru með hægvirkari "OPF" (Optical Flow Accelerator) og ef gömlu kortin keyrðu DLSS 3 þá væri meira latency og lélegt fps boost:
https://youtu.be/bEr9AmEkImg?t=546
Re: Nvidia kynnir RTX 4000 kl. 15utc, 20. sept. 2022
Sent: Fös 23. Sep 2022 11:07
af Nariur
Ég ætla að leyfa mér að vera frekar skeptískur á DLSS3. Þetta er basically fancy motion smoothing. Það er hægt að gera allskonar kúl hluti með deep learning, en þegar öllu er á botninn hvolft eru þeir að nota tauganet til að spá fyrir um innihald framtíðar ramma sem mun hafa með sér í för áhugaverða artifacta. Ef það "virkar bara" verð ég MJÖG impresesd.