Síða 1 af 1
Be quiet aflgjafar - reynsla?
Sent: Lau 25. Jún 2022 12:50
af falcon1
Hvernig hafa Be Quiet aflgjafarnir verið að reynast?
Ég er að spá í að taka annað hvort Be quiet! Straight Power 11 Platinum 750W eða Be quiet! Dark Power 12 750W fyrir nýju tölvuna sem ég er að setja saman.
Er ekki 750W feikinóg fyrir myndvinnslu/videovinnslu tölvu? Verð með GeForce RTX 3060 Dual 12GB skjákort líklegast.
Re: Be quiet aflgjafar - reynsla?
Sent: Lau 25. Jún 2022 18:08
af Gummiv8
Á BeQuiet núna og er búinn að endast lengst af öllum þessum aflgjöfum sem ég hef átt, Hann er líka platinum rated
Re: Be quiet aflgjafar - reynsla?
Sent: Lau 25. Jún 2022 19:45
af jonsig
DarkPower pro eru yfirspekkaðir og líklega svipaðir performerar og flaggskip lína corsair (AXi) og framleiddir af CWT í dag.
Bequiet! Eru líka með bestu þjónustuna að mínu mati, þegar ég hef tjónað eitthvað dót frá þeim þá hafa þeir sent þér frítt replacement með DHL eins og nýjan front á dark base kassan hjá mér.
Þú værir góður með 600W psu fyrir octa core cpu og 2x 3060 kort. samkvæmt outervision power supply calculator.
Að því gefnu að þú værir með seasonic/bequiet(CWT eða FSP)/evga(superflower) eða corsair(CWT). Ég miða við OEM yfirleitt (seasonic,CWT og superflower) sem er performance toppurinn samkvæmt tomshardware.
Hinsvegar þyrftiru kannski 750-850W crap aflgjafa.
Re: Be quiet aflgjafar - reynsla?
Sent: Sun 26. Jún 2022 16:30
af falcon1
Ég hef hingað til ekkert verið að overclock'a. Verð líklegast með i7-12700k örgjörva í vélinni og skjákort en býst við að ég eigi eftir að vera með þónokkuð af hörðum diskum þegar fram líða stundir.
Re: Be quiet aflgjafar - reynsla?
Sent: Sun 26. Jún 2022 18:39
af jonsig
Viðbótar diskar skipta nánast engu máli. 2.5" SSD/HDD nota 3W og minna. Og 3.5" taka uþb 9W stk. þótt eldgömlu diskarnir hafi farið hærra.
Ég tók smá survey á hvaða aflgjafar eru í boði hérna á Íslandi. Og því miður hefur framboðið farið lóðrétt niður á öllum vandaðari aflgjöfum.
Þetta er aðallega eitthvað garbage tier dót eða low-medium end á svipuðu verði og fancy platinum rated aflgjafar erlendis.
Persónulega finnst mér Bequiet of dýr. Þó ég hafi keypt DarkPower P11 850W á 54þ á sínum tíma.
Sýnist seasonic 750W gold og Corsair RM750x vera skásti kostur ef ég nennti ekki að bíða eftir seasonic titanium rated aflgjafa að utan. Ég hef sjálfur yfirleitt bara keypt þá bilaða ef það er hægt. En miðað við hvað mikið framboð er á dead or non working corsair psu á ebay, þá hef ég ákveðið að halda mér frá þeim þótt þeir séu yfirleitt topp performerar og grunar að quality control hjá þeim sé upp og niður.