Síða 1 af 1

3060 vs 3060 Ti

Sent: Mán 23. Maí 2022 19:16
af pulsar
Hvernig stendur á því að 3060 8gb Ti sé að performa betur en 12gb kort? Það er væntanlega minnið sem við erum að tala um sem muninn á milli?

Og endilega fræðið mig um klukkuhraða og cuda cores í leiðinni ef þið nennið :|

Re: 3060 vs 3060 Ti

Sent: Mán 23. Maí 2022 19:27
af jonsig
Einfalt, fleirri kjarnar þá ertu með meiri reiknigetu miðað við annað skjákort af sömu tegund / hönnun. Síðan klukkuhraðinn er auðvitað vísir á hversu spræk þessi vinnsla er.

Í skjákortum eru fleirri kjarnar málið því þetta er hliðstæð vinnsla. Cuda kjarnar eru hannaðir fyrir "einfalda" útreikninga sem einkenna parallel computing. Fleirri=betra í myndræna vinnslu / password cracking ofl..
Í cpu eru fáir en super hraðir kjarnar málið amk í tölvuleikjum, en glatað í gríðarlega mikla "einfalda" útreikninga.

Stærð á skjákorta minni er ekki endilega alltaf nauðsyn. En ef þú ert í einhverju 1440p með HD texture packs þá fara öll þessi 8GB skjákort í algera steypu. Og eru kannski best til fallin í 1080p leiki. Nota bene, þá voru GTX1070 með 8GB ram. Þótt 3070 kortin hafi hraðara minni þá hefur það sýnt sig oftar en einu sinni að hraðara minni er alls ekki alltaf málið. (HBM"high bandwith memory og síðan GDDR6 uppfærslan á 3070 / 3070Ti)

3070Ti er þjakað af minnisskorti í Farcry6 og Cyberpunk. Þótt ég hafi átt tvö 3070Ti þá er ég búinn að losa mig við þau.

EDIT
Ef það á ekki að splæsa í 3080Ti þá verður engin Raytracing veisla í gangi amk í 1440p. Því betra að fá sér Radeon kort sem eru amk með 16GB minni. og fáránlega góð í þessa klassísku rastering vinnslu.
Finnst ekki eðlilegt að XX70 línan sé með sama Vram í dag og fyrir 6 árum. Held að Nvidia séu að reyna láta low -medium end kortin úreldast snögglega. GTX1080Ti (2017) hefur reynst vel svona lengi útaf 11GB ram. Giska á að 3080Ti kortið mitt verði önnur saga, með aðeins 12GB Vram árið 2022.