Síða 1 af 1

Spurning um AMD 5900X

Sent: Lau 12. Mar 2022 16:58
af traustitj
Ég var að skipta út 5600X fyrir 5900X.

Fyrstu athugasemdirnar eru að hann er mun hraðvirkari, hands down, en ...

En viftan er nánast alltaf á. Það sem ég rek augun í er að örgjörvinn sem er með base hraða á 3.7GHz fer aldrei undir 4 GHz, alveg sama hvað. Ég er með á milli 2-4% CPU load í augnablikinu.

Er einhversstaðar hægt að hafa áhrif á þetta?

Ég er með Noctua ChromaX kælingu með viftu. Allt eins og það var á 5600X sem heyrðist aldrei neitt í

Re: Spurning um AMD 5900X

Sent: Lau 12. Mar 2022 17:30
af darkppl
þetta öflugri örgjörfi og þarf meiri kælingu 6 kjarnar vs 12 kjarnar þannig meiri hiti þarna á bakvið sem gerir það að verkum að viftan þarf að fara fyrr í gang/alltaf að ganga og þarf líklegast að keyra á meiri hraða til að halda hita niðri.

annars þá er hægt að breyta fan curve í bios eða fá betri örgjörfakælingu til að lækka viftuhraða/hávaða