Síða 1 af 1

utanáliggjandi harður diskur

Sent: Lau 19. Nóv 2005 23:19
af Vortex
Ég er að spa í að kaupa mér utanáliggjandi harðan disk. Ég á nefnilega innlegsnótu í BT.
lýsingin á disknum er sonna:
# Háhraða USB 2.0 útvær diskur
# Geymir gögnin þín s.s. kvikmyndir, myndir, mp3
# og skjöl
# Hægt að raða mörgum saman til að spara pláss
# 7200 snúninga
# 11 millisekúndna sóknartími
# Hönnun gerð af "F.A. Porsche"
myndi þið kaupa sonna disk ef maður hugsar ekki út í það að þetta sé frá BT?

Sent: Lau 19. Nóv 2005 23:25
af SolidFeather
Vitlaust flokkur, perhaps?

Og, jújú, líklega fínn diskur/box/whatever.

Sent: Sun 20. Nóv 2005 00:03
af @Arinn@
Ég á svona disk þett eru fínir diskar. Það eru Maxtor harðir diskar í þessum boxum.

Sent: Sun 20. Nóv 2005 00:06
af Vortex
ok, ég er ekki alveg að treysta því fullkomnlega að kaupa hluti hjá BT nema það sé diskar eða leikir eða eitthvað solleiðis

Sent: Sun 20. Nóv 2005 00:15
af @Arinn@
Minn er búinn að virka í eittt og hálft ár og af vherju að treysta ekki BT ?

Sent: Sun 20. Nóv 2005 00:24
af Veit Ekki
@Arinn@ skrifaði:Minn er búinn að virka í eittt og hálft ár og af vherju að treysta ekki BT ?


Þeir eru nú þekktir fyrir að vera með lélega þjónustu en þetta er samt bara harður diskur, ég myndi t.d. alveg kaupa þennan harða disk ef ég ætti innleigsnótu þarna og vantaði harðan disk en ég myndi aldrei kaupa heila tölvu af þeim.

Sent: Sun 20. Nóv 2005 00:51
af Vortex
@Arinn@ skrifaði:Minn er búinn að virka í eittt og hálft ár og af vherju að treysta ekki BT ?


Ég er búinn að lenda soldið oft á lélegum vörum sem ég hef þurft að skila hjá þeim. Svo finnst mér líka ég lenda alltaf í því að hlutir sem ég á bili það er alveg ótrúlegt sama hvað það kostar

Sent: Sun 20. Nóv 2005 07:40
af fallen
Pabbi er með svona og hann er hæstánægður.

Sent: Sun 20. Nóv 2005 09:25
af ammarolli
ég er með 2 svona diska og ég er frekar sáttur við mitt.

Sent: Sun 20. Nóv 2005 13:32
af Vortex
ok takk allir

Sent: Sun 20. Nóv 2005 19:17
af hahallur
Það er ömurlegur response time á þessum disk.