Síða 1 af 1

Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Mán 24. Jan 2022 10:29
af demaNtur
Sælir

Ég var að uppfæra tölvuna hjá mér (nýja vélin í undirskrift).
Það kemur fyrir mjög reglulega að skjárinn flickerar svörtu inn á milli, í mjög stutta stund, sennilega 1-2 ms, sem er þó nóg til að trufla gríðarlega mikið því ég spila CSGO í efstu deild hér heima.

Hef prufað að skipta um skjá.
Búinn að prufa nýjar Displayport snúrur.
Búinn að formatta tvisvarþ
Búinn að prufa 3 mismunandi nvidia drivera.
Báðir skjáir keyrast í sömu upplausn.
Vandamálið gerist þó ég sé með einn skjá tengdan.

Hef ekki updateað bios ennþá en geri það á eftir.

Fer að verða ráðalaus með hluti til að prufa, kaupi þessa tölvu af öðrum hér á vaktinni, allir íhlutir eru í ábyrgð.
Fékk tölvuna einnig samansetta þannig eina sem ég hef ekki athugað er hvort tengingar séu allar réttar eða nógu vel frá gengnar (að td. skjákorti), finnst samt hæpið að það sé vandamálið.
Er líka með þráðlausa mús sem fær input lag stundum við ákveðnar hreyfingar og yfirleitt gerist það á sama stað.

Einhverjar hugmyndir?

Re: Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Mán 24. Jan 2022 10:51
af davida
Ef þú hefur tækifæri á því, þá prófa annað skjákort?

Re: Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Mán 24. Jan 2022 11:17
af Uncredible
demaNtur skrifaði:
Búinn að prufa nýjar DVI snúrur.



DVI Snúrur?

Ég gúglaði Zotac Gaming RTX3070 Ti og þá er það með:

3 x DisplayPort 1.4a (up to 7680x4320@60Hz)
HDMI 2.1* (up to 7680x4320@60Hz)
*Ultra High Speed HDMI Cable is required to support 8K/60FPS or 4K/120FPS




Ég ætla gera ráð fyrir því að þú meintir að segja DisplayPort kapla, á sumum turnum getur verið vesen ef að skjákortið liggur ekki rétt í turninum þannig að málmurinn á Display Port tenginu nær að rekast utan í turninn þá geturðu fengið svona skjáblikk vesen. Einnig færðu líka svona vesen ef að tengið er ekki nógu vel í skjánum.

Myndi allavega athuga þetta áður en þú setur annað skjákort í.

Re: Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Mán 24. Jan 2022 13:31
af demaNtur
davida skrifaði:Ef þú hefur tækifæri á því, þá prófa annað skjákort?

Hef því miður ekki tök á því :dissed

Uncredible skrifaði:
demaNtur skrifaði:
Búinn að prufa nýjar DVI snúrur.



DVI Snúrur?

Ég gúglaði Zotac Gaming RTX3070 Ti og þá er það með:

3 x DisplayPort 1.4a (up to 7680x4320@60Hz)
HDMI 2.1* (up to 7680x4320@60Hz)
*Ultra High Speed HDMI Cable is required to support 8K/60FPS or 4K/120FPS




Ég ætla gera ráð fyrir því að þú meintir að segja DisplayPort kapla, á sumum turnum getur verið vesen ef að skjákortið liggur ekki rétt í turninum þannig að málmurinn á Display Port tenginu nær að rekast utan í turninn þá geturðu fengið svona skjáblikk vesen. Einnig færðu líka svona vesen ef að tengið er ekki nógu vel í skjánum.

Myndi allavega athuga þetta áður en þú setur annað skjákort í.


Vissulega meina ég DisplayPort, gamall vani að segja DVI haha.
Ég opna á eftir og athuga hvort þetta sé einhvað að rekast utan í turninn

Re: Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Mán 24. Jan 2022 13:33
af Moldvarpan
Geri ráð fyrir að þú sért að spila í milljón hz, kannski prófa að lækka það niður til að sjá hvort það sé issue?

Re: Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Mán 24. Jan 2022 13:37
af demaNtur
Moldvarpan skrifaði:Geri ráð fyrir að þú sért að spila í milljón hz, kannski prófa að lækka það niður til að sjá hvort það sé issue?


Nota skjáina í 240Hz. Grunar að þetta hætti ef ég minnka Hz, en þá verð ég mun minna competitive í CS og það ekki í boði

Re: Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Mán 24. Jan 2022 14:44
af Moldvarpan
Já, ég skil það.

En þá myndiru vita hvað er vandamálið.

Geturu prófað þennan skjá í annari tölvu á 240hz í cs?

Útiloka skjáina og svo skjákortið.

Re: Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Mán 24. Jan 2022 21:49
af jonsig
Uncredible skrifaði:
Ég ætla gera ráð fyrir því að þú meintir að segja DisplayPort kapla, á sumum turnum getur verið vesen ef að skjákortið liggur ekki rétt í turninum þannig að málmurinn á Display Port tenginu nær að rekast utan í turninn þá geturðu fengið svona skjáblikk vesen. Einnig færðu líka svona vesen ef að tengið er ekki nógu vel í skjánum.

Myndi allavega athuga þetta áður en þú setur annað skjákort í.


Ekki rétt.
Tölvukassinn, Jörðin í húsinu þínu, DC jörðin úr aflgjafanum eiga að vera sami póll. Sama á við um skerminguna á HDMI kaplinum. Til að færa rök fyrir þessu, þá er auðvelt að aftengja hdmi snúruna úr tölvuskjánum en um leið hafa snúruna tengda við tölvuna og viðnámsmæla skerminguna á kaplinum við tölvukassann sem ætti að sýna "0"ohm.

Re: Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Þri 25. Jan 2022 11:23
af demaNtur
Moldvarpan skrifaði:Já, ég skil það.

En þá myndiru vita hvað er vandamálið.

Geturu prófað þennan skjá í annari tölvu á 240hz í cs?

Útiloka skjáina og svo skjákortið.


Hef prufað þennan skjá í annarri tölvu, ásamt því að prufa 2 aðra skjái í tölvuna sem vandamálið er í.
Vandamálið fylgir tölvunni :crazy

Re: Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Þri 25. Jan 2022 13:27
af Moldvarpan
Ég held að þú sért ekki sá eini að lenda í þessu vandamáli, eftir stutt gúggl, þá rakst ég á þetta.

https://www.nvidia.com/en-us/geforce/forums/game-ready-drivers/13/474589/drivers-newer-than-47212-causes-screen-flickering/

Þar eru nokkrir að lýsa sama vandamáli, en með mismunandi gerðir skjákorta.

Þá hlýtur þetta að vera driver issue. Og þá líklega G-sync.

Re: Skjár blikkar svörtu í nokkrar millisec stundum

Sent: Mið 26. Jan 2022 18:33
af jonfr1900
Þetta er hugsanlega galli í Windows 10 (gæti verið að þetta sé galli sem er ekki í Windows 11). Þá væntanlega vegna þess hvernig Windows 10 stjórnar drivernum í svona. Þú þyrftir að athuga hvort að það sé eitthvað í Windows loggunum hjá þér sem gæti gefið vísbendingu um hvað er í gangi (Event Viewer).

Windows 10 Flickering Black Screen In Game (29-Janúar-2021, Microsoft Support Forum)