Staðan er því miður þannig að þokkaleg skjákort kosta frá svona 120þ svo þú færð lítið mannsæmandi í leiki fyrir minna en svona 200þ og fyrir svona aðeins betri flokks tölvu erum við að tala um ekki mikið minna en 300þ. Eitthvað svona myndi ég skoða:
https://kisildalur.is/category/30/products/40Það er að mínu mati óskynsamt eins og sumir hérna stinga upp á að fara í i7/r7 örgjörva í þessum verðflokki þar sem munurinn í leikjum er lítill sem enginn. Hagstæðast er að velja þokkalegan i5/r5, spara eins og hægt er í öðrum íhlutum upp að skynsemismörkum, og eyða svo eins miklu og þú tímir í öflugasta skjákort sem þú finnur. Svo oft hjá þessum fyrirframákveðnu vélum færðu ekki gott skjákort nema þú sóir tugum þúsunda í öflugri örgjröva, hraðara minni og meira rgb í leiðinni sem er ein helsta ástæðan fyrir að setja saman sjálfur. Sjálfur færi ég í eitthvað svona:
https://builder.vaktin.is/build/991DB , rétt smeygir þér undir 300 kallinn en færð RTX 3070, 16GB af þokkalegu minni, mjög öflugan leikjaörgjörva, aflgjafa sem kveikir líklega ekki í húsinu þínu, og 1 TB af einhverjum besta ssd á markaðnum (sparar mjög lítið á síðri diski), o.s.frv. M.v. þennan fyrirframsamsetta í Kísildal ertu að fá betri aflgjafa, kælingu og tvöfalt stærri og miklu betri disk en aðrir íhlutir eru mjög sambærilegir. Verðið er líka nánast það sama ef við leiðréttum fyrir að sú fyrirframsamsetta er með 3060 Ti í stað 3070. Þú gætir alveg keypt þessa fyriframsamsettu með góðri samvisku en þú yrðir þó aðeins betur settur með því að velja sjálfur.
Breyting: Ástæður fyrir að ég er ekki hrifinn af neinni annarri uppástungu í þessum þræði:
https://kisildalur.is/category/30/products/1954 : 32GB minni og Ryzen 7 5800X er peningasóun í þessum verðflokki.
https://www.computer.is/is/product/tolv ... gb-rtx3070 : Zen 2/Ryzen 3000 er úrelt og mun óhagstæðara en Intel comet lake/ix 10000.
https://builder.vaktin.is/build/C1DC9 : Ryzen 5800X er peningasóun. Harðir diskar eiga ekki heima í nýjum tölvum árið 2021 nema þú sért farinn í 4TB+.
https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Bo ... 629.action : Ryzen 5600G er slappur og RTX 3060 er mun verra en 3060 Ti fyrir lítinn sparnað.
https://builder.vaktin.is/build/68967 : alls ekkert að þessu þannig lagað en með því að spara nokkra þúsundkalla hér og þar með hagstæðari örgjörva, minni, aflgjafa, kælingu og turni geturðu fengið betra móðurborð og smeygt inn 3070 í stað 3060 Ti sem ætti að gefa þér betri leikjaupplifun í nánast öllum aðstæðum í nánast öllum leikjum.