Þetta móðurborð er algjör kettlingur, ég myndi taka B550 chipset fyrir svona 6000 í viðbót. En þetta mun alveg virka. Móðurborð skiptir máli og þessi örgjörvi + ram sem þú ert að kaupa eru fyrsta flokks og sett í þennan móðurborðs kettling.
500W aflgjafi gefur þér nákvæmlega ekkert svigrúm. Samkvæmt spekka virðist þetta vera dual 12V rail spennugjafi (24A + 20A) í stað þess að vera með eitt stórt rail sem er almennt betra. Dugar fyrir 1660 + 5600X, en þú átt ekki neitt afl inni fyrir uppfærslu seinna.
Persónulega treysti ég Samsung SSD diskum fyrir mínum gögnum, og fyrir 14 þús færðu tvöfalt stærri disk frá Samsung (980 500GB NVME) sem er í þokkabót NVME og þar af leiðandi 6 sinnum hraðari.
Ástæðan fyrir því að ég bendi þér á að eyða meiri pening núna er sú að þá ertu ekki að kaupa í dag eitthvað sem þú þarft svo að eyða meiri pening í að skipta út seinna.
Leiðrétting: gott B550M móðurborð kostar 6000kr meira ekki 12000 eins og ég skrifaði fyrst:
https://kisildalur.is/category/8/products/1874