Síða 1 af 1

Varaaflgjafar

Sent: Mán 25. Okt 2021 20:22
af Revenant
Spurning útí kosmósið en hvaða gerð af varaaflgjöfum (UPS) mæla menn með í dag?

Ég er að leita að rack mounted UPS-a til að vernda netbúnað í fyrirtæki (sem notar ca. 250-350W að staðaldri, 1050W max rated) en það virðist vera þónokkuð úrval af framleiðendum í boði.
Aðilar sem ég var búinn að sjá var APC (Origo), Eaton (Opin Kerfi), FSP Champ (Tölvulistinn), Cyberpower (Atendi) og síðan Vision UPS (Pronet).

Einhverjar reynslusögur af þessum framleiðendum?

Re: Varaaflgjafar

Sent: Mán 25. Okt 2021 20:32
af arons4
APC er rollsinn í upsum og eru lang algengastir hér á landi og hafa reynst vel.

Re: Varaaflgjafar

Sent: Þri 26. Okt 2021 09:40
af russi
arons4 skrifaði:APC er rollsinn í upsum og eru lang algengastir hér á landi og hafa reynst vel.


Má taka undir þetta, hef líka verið að nota Riello sem hafa reynst mér vel. Þeir fást í Icecom.
Held þegar á botnin er hvolft þá eru flestir UPSar sem fást hér heima nokkuð sambærilegir.

Re: Varaaflgjafar

Sent: Þri 26. Okt 2021 10:11
af selur2
Ég veit að Eaton eru með mestan fjölda UPS-a á Íslandi
Þeir eru í flestum Gagnaverunum.

Spurningar sem þarf að svara.
Uppitími, true online, lithium ?

Re: Varaaflgjafar

Sent: Þri 26. Okt 2021 15:29
af oliuntitled
Get allavega reportað góða reynslu af APC, hef ekki notað hinar tegundirnar.

Re: Varaaflgjafar

Sent: Lau 30. Okt 2021 22:18
af Benzmann
APC alla dagana

Re: Varaaflgjafar

Sent: Sun 31. Okt 2021 18:55
af Binninn
Eaton allan daginn

;-)

Re: Varaaflgjafar

Sent: Sun 31. Okt 2021 19:01
af TheAdder
Duracell, 60% af tímanum, þá virkar það alltaf.