Síða 1 af 1

CRT og LCD Pællingar

Sent: Mið 02. Nóv 2005 19:33
af dýfa
Heyrði einnhver staðar að CRT væri miklu betri ef maður væri að spila netleiki en LCD væri betri ef maður er að spila offline,er það rétt eða er ég bara að bulla eitthvað?
Hvar er síðan hægt að sjá hvað mörg Mhz LCD skjáir hafa og response tíma CRT skjáana,mér finnst það alltaf vanta þega ég er að skoða skjái :?

Sent: Mið 02. Nóv 2005 19:42
af Veit Ekki
Ef færð þér skjá sem er með lágt response time þá ættiru ekki að lenda í neinum vandræðum með að spila leiki.

LCD og CRT skjáir eru ekki mældir eins en það er held ég til einhver formúla til að reikna út hversu mörg mhz í CRT eru samanborið við response time við LCD skjái.

Ég er ný búinn að skipta í LCD skjá og er mjög ánægður, mikið þægilegra að horfa á skjáinn lengi, lesa texta og ýmislegt.

Sent: Mið 02. Nóv 2005 20:13
af hilmar_jonsson
Ég er sammála fyrri ræðumanni og vil bæta þessu við:

Ég hef spilað netleiki á tveimur LCD skjám og þeir hafa ekki skapað nein vandræði. Þú kemur ekki til með að sjá offline online mun útaf skjánum.

Sent: Mið 02. Nóv 2005 20:26
af DoRi-
vil byrja á að benda á að enginn skjár nær MHz ekki einu sinni í horizontal, en hinvegar þekkist KHz í horizontal


það er td munur á "smoothleika" á CRT og LCD, cd kemst bara uppí 75hz en crt minnir mig í 180Hz, sem er MIKIÐ þægilegra

ég hef prófað mun á 75Hz og 120Hz og það er þvílíkur munur, að mér finnst allavega

Sent: Mið 02. Nóv 2005 20:41
af hilmar_jonsson
Ég er með ársgamlan LCD sem nær 85 hz með 16ms response time. Ég myndi búast við að ViewSonic VX924 næði hærra þar sem hann er með 4ms response time. Nær niður í 3 ms í sumum tilvikum. Ég held að það séu samt engin opinber takmörk fyrir því hversu ofarlega má fara.

Sent: Mið 02. Nóv 2005 22:28
af zaiLex
DoRi- skrifaði:vil byrja á að benda á að enginn skjár nær MHz ekki einu sinni í horizontal, en hinvegar þekkist KHz í horizontal


það er td munur á "smoothleika" á CRT og LCD, cd kemst bara uppí 75hz en crt minnir mig í 180Hz, sem er MIKIÐ þægilegra

ég hef prófað mun á 75Hz og 120Hz og það er þvílíkur munur, að mér finnst allavega


LCD kemst bara uppí 85hz? ég held að það sé bara rugl, eftir því sem ms er minna þá skjárinn uppí hærra hz.

gnarr skrifaði:1000ms = 1Hz
500ms = 2Hz
100ms = 10Hz
50ms = 20Hz
25ms = 40Hz
20ms = 50Hz
16ms = 62.5Hz
12ms = 83.Hz
10ms = 100Hz
8ms = 125Hz
5ms = 200Hz
1ms = 1000Hz

þetta er basicaly þannig að Hz eru slög á sekúndu, ms er tími milli slaga.. sama shit, diffrent assholes.


Er það þá bara þannig að ef skjárinn þinn er 8ms þá er hann alltaf í 125hz?

Sent: Mið 02. Nóv 2005 22:56
af hilmar_jonsson
Nei í rauninni ekki (ég þori samt eiginlega ekki að mótmæla gnarr). Þetta er tíminn sem það tekur einn punkt á skjánum að breyta um lit frá svart í hvítt eða hvítt í svart. Þ.e. skjárinn keyrir á 60hz. Þá fær hann um það bil eina mynd á hverjum 16 ms. Ef skjárinn hefur 8ms svartíma þá tekur það myndina 8ms að breytast (svart í hvítt eða hvítt í svart) og þá er myndin „kyrr“ í 8ms eða fram að næsta slagi.

Fyrir nokkrum árum átti ég fartölvu með skjá með ágiskaðan 250ms svartíma (eða hann varð þannig með árunum). Nú er ómögulegt að horfa á myndbönd í henni. Skjárinn keyrði/keyrir engu að síður á 60hz.

Vona að þetta skýri eitthvað.

Sent: Fim 03. Nóv 2005 07:59
af Stutturdreki
Svartíminn sem framleiðandi gefur upp er oft ótrúlega langt frá raunverulegum svartíma. Og þótt skjákortið segi að skjárinn þinn sé að keyra á 60hz þá gefur það ekkert til kynna hver svartíminn sé.

Sent: Fim 03. Nóv 2005 14:26
af Yank
Hef ekki enn fundið LCD til þess að skipta út mínum CRT í fps leikjum.
Er þó búinn að leita töluðvert því ég vill losna við þennann hlunk af borðinu.

S.s. LCD sem er betri eða stendur CRT jafnvætis í fps leiki er ekki enn til að mínu mati.

Sent: Fim 03. Nóv 2005 14:43
af Vilezhout
einsog stutturdreki segir þá er alveg ótrúlegt hve mikið lcd framleiðendur teygja þessi hugtök og specca sem þeir gefa upp

Sent: Fim 03. Nóv 2005 16:29
af hilmar_jonsson
Viewsonic gaf nú fyrst upp að þeir væru búnir að búa til skjá sem væri með 4 ms svartíma. Þeir gefa samt ekkert upp hvaða tíðni skjárinn keyrir á. Ég fann review af þessum skjá sem segir hann keyra á 75 hz.

Tommareview: VX924
Góður í skrifstofu og leiki. Slakari í Kvikmyndir.
Út frá þessu ættu menn að geta áttað sig á muninum á tíðni og svartíma.

Sent: Fim 03. Nóv 2005 18:02
af Stutturdreki
hilmar_jonsson skrifaði:.. Þeir gefa samt ekkert upp hvaða tíðni skjárinn keyrir á..
Hvernig eiga þeir að geta sagt að LCD skjárinn þeirra hafi einhverja tíðni (hz) þegar LCD skjáir hafa ekki tíðni?

Það er kannski hægt að segja að einhverjar X ms séu sambærilegar við Y hz en annars eru þetta mjög ólíkar mælingar!

Sent: Fim 03. Nóv 2005 19:49
af dýfa
gnarr skrifaði:
1000ms = 1Hz
500ms = 2Hz
100ms = 10Hz
50ms = 20Hz
25ms = 40Hz
20ms = 50Hz
16ms = 62.5Hz
12ms = 83.Hz
10ms = 100Hz
8ms = 125Hz
5ms = 200Hz
1ms = 1000Hz

þetta er basicaly þannig að Hz eru slög á sekúndu, ms er tími milli slaga.. sama shit, diffrent assholes.


Samkvæmt þessari töflu þá er skjár sem hefur 8ms response time með 125Hz,og það myndi gefa manni t.d. 125Fps í counter strike ekki satt :D

Sent: Fim 03. Nóv 2005 19:58
af Veit Ekki
dýfa skrifaði:
gnarr skrifaði:
1000ms = 1Hz
500ms = 2Hz
100ms = 10Hz
50ms = 20Hz
25ms = 40Hz
20ms = 50Hz
16ms = 62.5Hz
12ms = 83.Hz
10ms = 100Hz
8ms = 125Hz
5ms = 200Hz
1ms = 1000Hz

þetta er basicaly þannig að Hz eru slög á sekúndu, ms er tími milli slaga.. sama shit, diffrent assholes.


Samkvæmt þessari töflu þá er skjár sem hefur 8ms response time með 125Hz,og það myndi gefa manni t.d. 125Fps í counter strike ekki satt :D


En það breytir því ekki að tíðni er ekki mæld á LCD skjáum þetta er bara til að sýna samanburðiinn á þessum 2 mælieiningum. Þetta er þá bara sambærilegt.

Sent: Fim 03. Nóv 2005 21:16
af hilmar_jonsson
Veit Ekki skrifaði:(...)
En það breytir því ekki að tíðni er ekki mæld á LCD skjáum þetta er bara til að sýna samanburðiinn á þessum 2 mælieiningum. Þetta er þá bara sambærilegt.


Ég er ósammála þér. Þetta er ekki sambærilegt nema LCD skjárinn sem þú ætlar að bera saman við CRT skjá sé keyrður á 1000 hz.

Auk hlekksins sem ég benti á áðan bendi ég á þennan. Þar sjást fleiri dæmi.

http://graphics.tomshardware.com/display/20050526/viewsonic-07.html