CrossFire Vs SLI
Sent: Sun 10. Júl 2005 21:13
Ég var að lesa það að ATI menn eru að fara að gefa út skjákort sem styður þetta nýja "Dual GPU" æði. nVida eru þegar komnir með þessa tækni sem heitir SLI og þarftu móðurborð sem styður SLI og þar með þarftu 2 alveg eins skjákort til að geta keyrt þetta á góðum gæðum. En ATI menn eru að setja á markaðinn sitt "Dual GPU" með eitthvað sem heitir CrossFire. Það virkar svipað nema þú þarft að hafa eitt Master kort, sem er með CrossFire eiginleikanum en hitt máttu vera með venjulegt PCI-E ATI kort af svipaðri tegund. Þetta er svona eiginlega það sem ég veit um þetta, og endilega komið þið sem vitið meira um þetta að senda inn pósta. Mig langar líka að fá að vita hvenær þetta verður fáanlegt, og hvort þetta sé eitthvað sem er eitthvað betra en SLI staðallinn hjá nVidia. Takk fyrir