Sallarólegur skrifaði:Ég hef oft fengið pakka með DHL og það hefur verið tíu sinnum betra en pósturinn.
Þau hringja í mann og spyrja hvar maður sé og koma svo með pakkann á vinnustaðinn.
Pósturinn hefur aldrei samband við mann, maður þarf alltaf að heyra í þeim. Einu sinni var Pósturinn byrjaður að safna upp geymslugjaldi á sendingu sem ég átti hjá þeim án þess að láta mig vita hvað vantaði til að leysa pakkann út.
Pósturinn er klárlega eitt versta fyrirtækið sem ég átt í viðskiptum við.
Þegar þú ert í 116 Reykjavík þá gilda önnur lögmál, þrátt fyrir að þeir segist geta farið út um allan heim þá er 116 ekki á landakortinu þeirra.
Þegar pakki berst að utan á staði sem eru ekki á þeirra korti, eins og t.d. 116 Reykjavík þá setja þeir pakkann á Póstinn sem ber út 2x í viku á svona fjarlæga staði.
Til að þurfa ekki að bíða í 5-7 daga eftir þessum innanlandssniglapósti eftir að hafa fengið vöru til landsins frá USA á tveim dögum þá hef ég haft samband við DHL og beðið um að hitta á bílstjórann í mosó þar sem hann má ekki keyra lengra en mosó.
Ég fékk t.d. pakka að utan fyrir 2-3 vikum, morgunin sem pakkinn kom þá hringdi ég í DHL og starfsmaður þar (Þorsteinn) sagði að pakkin færi á Póstinn, ég bað hann um að sleppa því, annaðhvort setja pakkann á bílstjóra og hafa samband þannig að ég gæti hitt hann í mosó eða það sem betra væri að setja pakkann í skáp í Háholti í mosó.
Hann sagði að pakkinn færi í skápinn, ég ítrekaði að ég yrði að fá PIN númerið sent því síðasti pakki fór í skáp en það gleymdist að senda PIN (eitt klúðrið enn). Dagurinn leið og ekkert PIN númer kom, símsvari eftir kl. 15 og engin svara tölvupósti frá mér.
Daginn eftir hringi ég aftur en þá vissi enginn neitt og pakkinn hafði ekki farið í skápinn eins og lofað var heldur í Garðabæinn án nokkurra útskýringa. Þetta var á föstudegi, ég spurði starfsmann (Heiðrún) þá hvort ég gæti teyst því að fá pakkann afhentan í skáp þennan dag en hún gaf það í skyn að því væri ekki treystandi, ef ég vildi vera öruggur að fá pakkann fyrir helgi þá yrði ég að sækja hann sjálfur í Garðabæinn.
Bottom line, það er ALLTAF vesen með DHL. Ég hef það á tilfinningunni að fólkið þar sé bara ráðið upp að öxlum í sparnaðarskyni.